Rótgrónar fjölskyldur flutt úr Ölfusi Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. maí 2018 21:30 Rótgrónar fjölskyldur hafa flutt úr Ölfusi í kjölfar uppsagna hjá fyrirtækjum sem hafa hætt starfsemi í sveitarfélaginu. Oddviti Sjálfstæðismanna segir sorglegt að ekki hafi verið byggt meira atvinnuhúsnæði á staðnum til að laða að ný fyrirtæki. Höfnin er hjartað í atvinnulífinu í Þorlákshöfn og hjartað hefur fengið þung höfn á undanförnum misserum. Í nóvember á síðasta ári var fimmtíu starfsmönnum hjá Frostfiski sagt upp. Fyrirtækið lokaði og flutti úr bæjarfélaginu. Nú hefur annað fyrirtæki, Ísfell, sem einnig er í sjávariðnaði, gert slíkt hið sama.Hefðbundinn sjávarútvegur gefið eftirGreint var frá málinu í vefmiðlinum Hafnarfréttir í lok apríl þar sem segir að fyrirtækið muni flytja úr bæjarfélaginu á næstu mánuðum en með því hverfa þrjú störf úr sveitarfélaginu Ölfusi. Oddviti Framfarasinna og félagshyggjufólks segir atvinnutækifæri í sveitarfélaginu vera að breytast með nýjum verkefnum. „Hefðbundinn sjávarútvegur hefur gefið eftir en í staðinn höfum við verið að fá fiskeldi og flutningastarfsemin hefur aukist þannig að við þurfum bara að halda áfram að byggja fleiri stoðir undir okkar atvinnulíf og við teljum okkur vera vel í stakk búin. Við erum búin að skipuleggja iðnaðarsvæði, má eiginlega segja allt í kringum Þorlákshöfn,“ segir Jón Páll Kristófersson, formaður bæjarráðs og oddviti O-lista, framfarasinna og félagshyggjufólks.Lítið byggt síðustu árinOddviti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir sorglegt að þegar fyrirtæki hafi flutt úr bæjarfélaginu hafi rótgrónar fjölskyldur fylgt með. „Sveitarfélagið þarf í rauninni að bregðast við með því að fá hérna bæði stór og lítil – og ekki síst lítil – fyritæki. Ég get nefnt sem dæmi að hérna er iðnaðarsvæði, það er allt fullt af iðnaðarlóðum hérna en síðustu fjögur árin hefur ekki verið byggt eitt einasta iðnaðarhúsnæði þannig að litlu fyrirtækin skipta líka miklu máli. Síðustu átta árin hefur verið byggt eitt iðnaðarhúsnæði hérna þannig að áherslan á það finnst mér ekki vera mikil,“ segir Gestur Þór Kristjánsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Rótgrónar fjölskyldur hafa flutt úr Ölfusi í kjölfar uppsagna hjá fyrirtækjum sem hafa hætt starfsemi í sveitarfélaginu. Oddviti Sjálfstæðismanna segir sorglegt að ekki hafi verið byggt meira atvinnuhúsnæði á staðnum til að laða að ný fyrirtæki. Höfnin er hjartað í atvinnulífinu í Þorlákshöfn og hjartað hefur fengið þung höfn á undanförnum misserum. Í nóvember á síðasta ári var fimmtíu starfsmönnum hjá Frostfiski sagt upp. Fyrirtækið lokaði og flutti úr bæjarfélaginu. Nú hefur annað fyrirtæki, Ísfell, sem einnig er í sjávariðnaði, gert slíkt hið sama.Hefðbundinn sjávarútvegur gefið eftirGreint var frá málinu í vefmiðlinum Hafnarfréttir í lok apríl þar sem segir að fyrirtækið muni flytja úr bæjarfélaginu á næstu mánuðum en með því hverfa þrjú störf úr sveitarfélaginu Ölfusi. Oddviti Framfarasinna og félagshyggjufólks segir atvinnutækifæri í sveitarfélaginu vera að breytast með nýjum verkefnum. „Hefðbundinn sjávarútvegur hefur gefið eftir en í staðinn höfum við verið að fá fiskeldi og flutningastarfsemin hefur aukist þannig að við þurfum bara að halda áfram að byggja fleiri stoðir undir okkar atvinnulíf og við teljum okkur vera vel í stakk búin. Við erum búin að skipuleggja iðnaðarsvæði, má eiginlega segja allt í kringum Þorlákshöfn,“ segir Jón Páll Kristófersson, formaður bæjarráðs og oddviti O-lista, framfarasinna og félagshyggjufólks.Lítið byggt síðustu árinOddviti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir sorglegt að þegar fyrirtæki hafi flutt úr bæjarfélaginu hafi rótgrónar fjölskyldur fylgt með. „Sveitarfélagið þarf í rauninni að bregðast við með því að fá hérna bæði stór og lítil – og ekki síst lítil – fyritæki. Ég get nefnt sem dæmi að hérna er iðnaðarsvæði, það er allt fullt af iðnaðarlóðum hérna en síðustu fjögur árin hefur ekki verið byggt eitt einasta iðnaðarhúsnæði þannig að litlu fyrirtækin skipta líka miklu máli. Síðustu átta árin hefur verið byggt eitt iðnaðarhúsnæði hérna þannig að áherslan á það finnst mér ekki vera mikil,“ segir Gestur Þór Kristjánsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira