Viðskiptaþvinganir geta hækkað verðlag á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2018 19:30 Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna greindi í gær frá því að Bandaríkin myndu beita Íran fordæmalausum viðskiptaþvingunum eftir að hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Íran er einn helsti útflytjandi á olíu og jók framleiðsluna umtalsvert þegar fyrri viðskiptaþvingunum var aflétt árið 2016. Aðgerðir Bandaríkjanna eru þegar farnar að endurspeglast í olíuverði og hækkaði verð á Brent hráolíu um rúmt prósentustig í morgun. „Erlendir greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif til hækkunar en þetta fer auðvitað allt eftir umsvifum aðgerðanna og hversu stórar þær verða. Síðan fer þetta eftir því hversu hratt aðrar olíþjóðir geta brugðist við með auknum útflutningi á sínum hráefnum," segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Meðalverð á bensínlítra á Íslandi á síðustu tólf mánuðum.Ísland flytur einna mest allra þjóða af olíu miðað við höfðatölu og myndi hærra heimsmarkaðsverð leiða til hærra eldsneytisverðs á Íslandi og hefur það þegar hækkað umtalsvert á síðastliðnum tólf mánuðum. „Á síðustu fjórum mánuðum höfum við flutt inn hráolíu og smurolíu inn fyrir þrjátíu milljarða. Þannig að tíu prósent hækkun á þessu myndi auka þennan verðmiða um þrjá milljarða," segir Gunnar. Hann segir að hækkanir sem þessar geti skilað sér út í vísitölu neysluverðs og þar með haft áhrif á verðtryggð lán auk þess að geta rýrt viðskiptaafganginn og veikt krónuna. Þá skilar hærra olíuverð sér út í fargjöld flugfélaganna sem eru meðal stærstu eldsneytiskaupenda landsins. „Ef þetta hækkar verð á flugfargjöldum til landsins gæti þetta alveg dregið úr fjölda þeirra sem koma hingað til landsins," segir Gunnar. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna greindi í gær frá því að Bandaríkin myndu beita Íran fordæmalausum viðskiptaþvingunum eftir að hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Íran er einn helsti útflytjandi á olíu og jók framleiðsluna umtalsvert þegar fyrri viðskiptaþvingunum var aflétt árið 2016. Aðgerðir Bandaríkjanna eru þegar farnar að endurspeglast í olíuverði og hækkaði verð á Brent hráolíu um rúmt prósentustig í morgun. „Erlendir greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif til hækkunar en þetta fer auðvitað allt eftir umsvifum aðgerðanna og hversu stórar þær verða. Síðan fer þetta eftir því hversu hratt aðrar olíþjóðir geta brugðist við með auknum útflutningi á sínum hráefnum," segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Meðalverð á bensínlítra á Íslandi á síðustu tólf mánuðum.Ísland flytur einna mest allra þjóða af olíu miðað við höfðatölu og myndi hærra heimsmarkaðsverð leiða til hærra eldsneytisverðs á Íslandi og hefur það þegar hækkað umtalsvert á síðastliðnum tólf mánuðum. „Á síðustu fjórum mánuðum höfum við flutt inn hráolíu og smurolíu inn fyrir þrjátíu milljarða. Þannig að tíu prósent hækkun á þessu myndi auka þennan verðmiða um þrjá milljarða," segir Gunnar. Hann segir að hækkanir sem þessar geti skilað sér út í vísitölu neysluverðs og þar með haft áhrif á verðtryggð lán auk þess að geta rýrt viðskiptaafganginn og veikt krónuna. Þá skilar hærra olíuverð sér út í fargjöld flugfélaganna sem eru meðal stærstu eldsneytiskaupenda landsins. „Ef þetta hækkar verð á flugfargjöldum til landsins gæti þetta alveg dregið úr fjölda þeirra sem koma hingað til landsins," segir Gunnar.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira