Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2018 20:15 Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. Hreppsnefndarmaður meirihlutans segir að árás hafi verið gerð á þetta litla sveitarfélag. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðan það var rok og rigning í borginni mætti okkur veðurblíða á Ströndum í dag þegar flugvél Ernis flaug inn til lendingar á Gjögri. Það er hins vegar ekkert logn í pólitíkinni í þessu minnsta sveitarfélagi landsins. Þar geisar stormur vegna virkjunar og tilrauna til stórfelldra lögheimilisflutninga. Síðastliðinn föstudag, eftir rannsókn Þjóðskrár Íslands, féllu úr gildi 12 af 18 lögheimilisskráningum inn í Árneshrepp fyrir þessar kosningar. Í dag var sú þrettánda felld úr gildi, en ein samþykkt gild, og enn á eftir að útkljá fjórar. Bæði oddvitinn og tveir fulltrúar minnihlutans báðust undan viðtali í dag en á bænum Steinstúni hittum við einn af þremur fulltrúum meirihlutans, Guðlaug Ágústsson bónda. „Það er ótrúlegt að það skuli vera til fólk sem er til í að gera svona árásir á sveitarfélög, - árás á svona lítil sveitarfélög, sem mega sín kannski lítils. Að það skuli flykkjast eitthvað fólk út af einhverju einu málefni, í hvora áttina sem það hyggst nú kjósa. Þetta er í rauninni bara alveg ótrúlegt að það sé til fólk sem hugsar svona,“ segir Guðlaugur.Ólafur Valsson, dýralæknir og kaupmaður í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ólafur Valsson dýralæknir flutti í hreppinn í haust og tók þá við verslunarrekstrinum í Norðurfirði. -Því er haldið fram að þetta hafi verið skipulögð aðgerð og jafnvel að þessu hafi verið stjórnað frá ykkar heimili. Hvað er hæft í því? „Það er nú ekkert til í því, allavega með þetta hvað varðar okkar heimili. En ég er hins vegar náttúrlega búinn að tala við eitthvað af þessu fólki núna eftir að allt þetta kom upp. Og það er alveg ljóst í mínum huga að það er fullt af fólki af þessum hópi, allavega tíu manns eða eitthvað, sem hafa fullkomlega réttmæta ástæðu fyrir því að flytja í þennan hrepp. Þannig að ég skil ekki alveg málatilbúnaðinn, satt að segja,“ segir Ólafur. „Að flytja lögheimili sitt á staði þar sem eru ekki einu sinni vegir, net, - ekki einu sinni símasamband. Ekkert. Meira að segja upp í elstu ellilífeyrisþega. Það er með ólíkindum,“ segir Guðlaugur. Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps sagðist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Þetta er fólk sem á hér ættir að rekja og hefur alist hér upp. Er hér öllum stundum. Við skulum heldur ekki gleyma því að það er hér fullt af fólki sem er hér eingöngu um sumarið,“ segir Ólafur. -En að skrá heimili sitt á eyðibýlum sem eru fjarri mannabyggð og aldrei komist í vegasamband? „Það eru mörg svoleiðis býli hér í sveitinni þar sem fólk býr yfir sumartímann og er með lögheimili þar,“ svarar Ólafur. „Maður spyr sig: Ætlar þetta fólk að fara að búa á þessum stöðum og taka þátt í samfélaginu hér í Árneshreppi? Ég veit að svarið er nei vegna þess að það hefur ekki einu sinni fengið heimild hjá eigendum jarðanna og húsanna til þess að flytja inn í þessa staði,“ segir Guðlaugur. Síðasta orðið í kjörskrármálum verður ekki sagt á hreppsnefndarfundinum í kvöld, kærurnar hafa streymt inn í dag en gera má leiðréttingar á kjörskrá alveg fram á kjördag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Allir flutningar lögheimilis í Árneshrepp taldir ólöglegir Lögheimilisflutningar tólf einstaklinga inn í Árneshrepp, sem Þjóðskrá hefur lokið rannsókn á, reyndust allir ólöglegir og eru úr gildi fallnir. Mál sex einstaklinga til viðbótar eru áfram til rannsóknar. 18. maí 2018 20:00 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. Hreppsnefndarmaður meirihlutans segir að árás hafi verið gerð á þetta litla sveitarfélag. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðan það var rok og rigning í borginni mætti okkur veðurblíða á Ströndum í dag þegar flugvél Ernis flaug inn til lendingar á Gjögri. Það er hins vegar ekkert logn í pólitíkinni í þessu minnsta sveitarfélagi landsins. Þar geisar stormur vegna virkjunar og tilrauna til stórfelldra lögheimilisflutninga. Síðastliðinn föstudag, eftir rannsókn Þjóðskrár Íslands, féllu úr gildi 12 af 18 lögheimilisskráningum inn í Árneshrepp fyrir þessar kosningar. Í dag var sú þrettánda felld úr gildi, en ein samþykkt gild, og enn á eftir að útkljá fjórar. Bæði oddvitinn og tveir fulltrúar minnihlutans báðust undan viðtali í dag en á bænum Steinstúni hittum við einn af þremur fulltrúum meirihlutans, Guðlaug Ágústsson bónda. „Það er ótrúlegt að það skuli vera til fólk sem er til í að gera svona árásir á sveitarfélög, - árás á svona lítil sveitarfélög, sem mega sín kannski lítils. Að það skuli flykkjast eitthvað fólk út af einhverju einu málefni, í hvora áttina sem það hyggst nú kjósa. Þetta er í rauninni bara alveg ótrúlegt að það sé til fólk sem hugsar svona,“ segir Guðlaugur.Ólafur Valsson, dýralæknir og kaupmaður í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ólafur Valsson dýralæknir flutti í hreppinn í haust og tók þá við verslunarrekstrinum í Norðurfirði. -Því er haldið fram að þetta hafi verið skipulögð aðgerð og jafnvel að þessu hafi verið stjórnað frá ykkar heimili. Hvað er hæft í því? „Það er nú ekkert til í því, allavega með þetta hvað varðar okkar heimili. En ég er hins vegar náttúrlega búinn að tala við eitthvað af þessu fólki núna eftir að allt þetta kom upp. Og það er alveg ljóst í mínum huga að það er fullt af fólki af þessum hópi, allavega tíu manns eða eitthvað, sem hafa fullkomlega réttmæta ástæðu fyrir því að flytja í þennan hrepp. Þannig að ég skil ekki alveg málatilbúnaðinn, satt að segja,“ segir Ólafur. „Að flytja lögheimili sitt á staði þar sem eru ekki einu sinni vegir, net, - ekki einu sinni símasamband. Ekkert. Meira að segja upp í elstu ellilífeyrisþega. Það er með ólíkindum,“ segir Guðlaugur. Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps sagðist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Þetta er fólk sem á hér ættir að rekja og hefur alist hér upp. Er hér öllum stundum. Við skulum heldur ekki gleyma því að það er hér fullt af fólki sem er hér eingöngu um sumarið,“ segir Ólafur. -En að skrá heimili sitt á eyðibýlum sem eru fjarri mannabyggð og aldrei komist í vegasamband? „Það eru mörg svoleiðis býli hér í sveitinni þar sem fólk býr yfir sumartímann og er með lögheimili þar,“ svarar Ólafur. „Maður spyr sig: Ætlar þetta fólk að fara að búa á þessum stöðum og taka þátt í samfélaginu hér í Árneshreppi? Ég veit að svarið er nei vegna þess að það hefur ekki einu sinni fengið heimild hjá eigendum jarðanna og húsanna til þess að flytja inn í þessa staði,“ segir Guðlaugur. Síðasta orðið í kjörskrármálum verður ekki sagt á hreppsnefndarfundinum í kvöld, kærurnar hafa streymt inn í dag en gera má leiðréttingar á kjörskrá alveg fram á kjördag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Allir flutningar lögheimilis í Árneshrepp taldir ólöglegir Lögheimilisflutningar tólf einstaklinga inn í Árneshrepp, sem Þjóðskrá hefur lokið rannsókn á, reyndust allir ólöglegir og eru úr gildi fallnir. Mál sex einstaklinga til viðbótar eru áfram til rannsóknar. 18. maí 2018 20:00 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Allir flutningar lögheimilis í Árneshrepp taldir ólöglegir Lögheimilisflutningar tólf einstaklinga inn í Árneshrepp, sem Þjóðskrá hefur lokið rannsókn á, reyndust allir ólöglegir og eru úr gildi fallnir. Mál sex einstaklinga til viðbótar eru áfram til rannsóknar. 18. maí 2018 20:00
Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45