Oddvitaáskorunin: Meig í Gullfoss og sofnaði ofan í súpudisk Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2018 15:00 Stefán og eiginkona hans Heiðdís Ragnarsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Stefán Bogi Sveinsson leiðir lista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fæddur á Héraði árið 1980, kvæntur Heiðdísi Ragnarsdóttur og við eigum tvær stelpur, Auðbjörgu Elfu 8 ára og Ingu Hrafneyju sem verður 5 ára í nóvember. Við eigum síðan von á þriðju stelpunni í hópinn í ágúst. Ég var fyrst kjörinn í bæjarstjórn árið 2010 og var forseti bæjarstjórnar til ársins 2014 en hef setið í bæjarráði óslitið frá 2010. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það sé skylda hvers og eins að gera samfélaginu sínu gagn eftir bestu getu. Ég hef haft áhuga á pólitík svo lengi sem ég man eftir. Ef ég er spurður af hverju ég er í stjórnmálum þá get ég kannski sagt eins og Liam Neeson í stórmyndinni Taken: „What I do have are a very particular set of skills“. Ég þrífst ágætlega í pólitísku umhverfi og þess vegna rennur mér blóðið til skyldunnar að nota þessa hæfileika þar og vonandi þá samfélaginu mínu til heilla.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Náttúruperlan Stórurð undir fegurstu fjöllum landsins, Dyrfjöllum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Náttúrufegurðin og mannlífið á Borgarfirði eystra er engu líkt. Ef ég væri ekki rótfastur Héraðsmaður þá myndi ég vilja búa þar.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjöt í karrí úr eldhúsi móður minnar.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég hef aldrei gefið mér tíma til þess að læra að elda almennilegan mat. En pylsur af ýmsum gerðum og í ýmsum útfærslum er nokkuð sem ég hef sérhæft mig í.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Írski grínistinn Dara Ó Briain hefur sagt að oftast nær sé notkun á hugtakinu „guilty pleasure“ móðgun við það sem um er rætt en einnig, og alls ekki síður, geri lítið úr því hvað raunveruleg skömm er! En aðdáun á finnsku þungarokki nýtur að mínu viti alls ekki nógu mikillar samfélagslegrar viðurkenningar og aðdáun mín á útgáfu hljómsveitarinnar Northern Kings á smellinum We Don´t Need Another Hero, sem Tina Turner gerði svo vinsælt á árum áður, nýtur ekki fullkomins skilnings allra. En ég dýrka það.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég hef of oft ruglað fólki saman eða ekki þekkt fólk á förnum vegi sem ég hef jafnvel þekkt frá barnæsku. Það er alltaf jafn vandræðalegt. En sennilega er með því vandræðalegasta þegar ég, áður en ég ákvað að hætta að drekka, tók að mér að vera leiðsögumaður hljómsveitarinnar Violent Femmes um gullna hringinn. Ég klæddi mig í sýslumannsbúning (bak við það voru skýringar), drakk mig ofurölvi (á því var engin sérstök skýring), meig í Gullfoss og sofnaði ofan í súpudisk á ágætum veitingastað á Suðurlandi. En það svo sem „kom ekki fyrir“ heldur gerði ég það sjálfur. Frekar vandræðalegt samt.Draumaferðalagið? Ég væri til í að taka þennan gullna hring aftur með Violent Femmes og gera það betur í þetta sinn…Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Bróðir minn, sem getur verið fullkomið kvikindi, hringdi einu sinni í mig þegar við vorum í lauslegu samfloti á ferðalagi og tilkynnti mér að ég yrði að sækja hann á Sauðárkrók því bíllinn hefði bilað. Þó þetta væri um 200 km krókur samþykkti ég með semingi að bjarga honum. Hann lét mig samt ekki keyra alla leið áður en hann játaði hrekkinn á sig. Ekki alla leið…Hundar eða kettir? Ég gæti held ég ekki hugsað mér að halda hund. En kött hef ég átt og þótti það bara notalegt.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Breska gamanmyndin Still Crazy er ofboðslega vanmetin, sama hvað hver segir. Ég skammast mín samt ekkert fyrir hana.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Lífs eða liðinn? Philip Seymour Hoffman. Annars myndi Hannes Óli Ágústsson klára sig vel af því líka.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Loksins alvöru spurning. Ég hef lesið þetta allt saman og er gríðarlegur aðdáandi. Mig langar að vera Stark, með þessa óbilandi hetjulund og viljann til að gera það rétta sama hvað það kostar. En óttast að vera frekar misheppnaður Baratheon, einhver sem kemst býsna langt en tapar á endanum fyrir eigin brestum. En ég hugsa að ég segi Mormont, svona til að sýna að ég er sannur aðdáandi bókanna. Þeir eru dugmiklir og hugaðir, en ekki lausir við bresti sem þeir þurfa að berjast við.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, já.KOXUppáhalds tónlistarmaður? Jónas Sigurðsson er bæði mikill uppáhalds tónlistarmaður og uppáhalds maður. En nýverið hef ég líka hlustað mikið á nýjustu afurðina frá rófnabóndanum Prins Póló.Uppáhalds bókin? Ekki hægt að nefna eina. Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur er mögnuð en ég veit ekki hvort ég myndi treysta mér til að lesa hana aftur. Af nýjum bókum er Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson sú sem hefur heillað mig mest. Af erlendum bókum í fantasíugeiranum er það Joe Abercrombie sem stendur upp úr. The Heroes er svakaleg lesning.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ég kann vel að meta góðan áfengislausan bjór. Íslensk brugghús mættu sýna meiri metnað í að markaðssetja þannig drykki.Uppáhalds þynnkumatur? Í gömlum aflóga hamborgarabíl sem stóð ekki langt frá El Cafecito í borginni Cuenca í Ekvador var einu sinni hægt að fá himneska hamborgara sem dugðu vel í þessum tilgangi. En ég efast um að svo sé lengur. Síðan eru liðin mörg ár.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning. Allan daginn, alla daga. Leikhúsferð til London er toppurinn og svo er ég eins og strandaður hvalur þegar ég fer á ströndina.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Run This Town með Jay-Z feat. Rihanna & Kanye West. Það hefur komið fyrir að ég hef hlustað á það fyrir bæjarstjórnarfundi til að komast í réttu stemminguna. Viðeigandi, ekki satt?Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Það fer í taugarnar á mér að það sé aðgangseyrir inn á árshátíðir grunnskólanna. Ég ætla að laga það.Á að banna flugelda? Ég held að það sé rétt að takmarka að minnsta kosti verulega sölu frá því sem nú er.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaðurinn sem ég vildi alltaf vera. Grjótharður varnarnagli í fremstu röð.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Stefán Bogi Sveinsson leiðir lista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fæddur á Héraði árið 1980, kvæntur Heiðdísi Ragnarsdóttur og við eigum tvær stelpur, Auðbjörgu Elfu 8 ára og Ingu Hrafneyju sem verður 5 ára í nóvember. Við eigum síðan von á þriðju stelpunni í hópinn í ágúst. Ég var fyrst kjörinn í bæjarstjórn árið 2010 og var forseti bæjarstjórnar til ársins 2014 en hef setið í bæjarráði óslitið frá 2010. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það sé skylda hvers og eins að gera samfélaginu sínu gagn eftir bestu getu. Ég hef haft áhuga á pólitík svo lengi sem ég man eftir. Ef ég er spurður af hverju ég er í stjórnmálum þá get ég kannski sagt eins og Liam Neeson í stórmyndinni Taken: „What I do have are a very particular set of skills“. Ég þrífst ágætlega í pólitísku umhverfi og þess vegna rennur mér blóðið til skyldunnar að nota þessa hæfileika þar og vonandi þá samfélaginu mínu til heilla.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Náttúruperlan Stórurð undir fegurstu fjöllum landsins, Dyrfjöllum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Náttúrufegurðin og mannlífið á Borgarfirði eystra er engu líkt. Ef ég væri ekki rótfastur Héraðsmaður þá myndi ég vilja búa þar.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjöt í karrí úr eldhúsi móður minnar.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég hef aldrei gefið mér tíma til þess að læra að elda almennilegan mat. En pylsur af ýmsum gerðum og í ýmsum útfærslum er nokkuð sem ég hef sérhæft mig í.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Írski grínistinn Dara Ó Briain hefur sagt að oftast nær sé notkun á hugtakinu „guilty pleasure“ móðgun við það sem um er rætt en einnig, og alls ekki síður, geri lítið úr því hvað raunveruleg skömm er! En aðdáun á finnsku þungarokki nýtur að mínu viti alls ekki nógu mikillar samfélagslegrar viðurkenningar og aðdáun mín á útgáfu hljómsveitarinnar Northern Kings á smellinum We Don´t Need Another Hero, sem Tina Turner gerði svo vinsælt á árum áður, nýtur ekki fullkomins skilnings allra. En ég dýrka það.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég hef of oft ruglað fólki saman eða ekki þekkt fólk á förnum vegi sem ég hef jafnvel þekkt frá barnæsku. Það er alltaf jafn vandræðalegt. En sennilega er með því vandræðalegasta þegar ég, áður en ég ákvað að hætta að drekka, tók að mér að vera leiðsögumaður hljómsveitarinnar Violent Femmes um gullna hringinn. Ég klæddi mig í sýslumannsbúning (bak við það voru skýringar), drakk mig ofurölvi (á því var engin sérstök skýring), meig í Gullfoss og sofnaði ofan í súpudisk á ágætum veitingastað á Suðurlandi. En það svo sem „kom ekki fyrir“ heldur gerði ég það sjálfur. Frekar vandræðalegt samt.Draumaferðalagið? Ég væri til í að taka þennan gullna hring aftur með Violent Femmes og gera það betur í þetta sinn…Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Bróðir minn, sem getur verið fullkomið kvikindi, hringdi einu sinni í mig þegar við vorum í lauslegu samfloti á ferðalagi og tilkynnti mér að ég yrði að sækja hann á Sauðárkrók því bíllinn hefði bilað. Þó þetta væri um 200 km krókur samþykkti ég með semingi að bjarga honum. Hann lét mig samt ekki keyra alla leið áður en hann játaði hrekkinn á sig. Ekki alla leið…Hundar eða kettir? Ég gæti held ég ekki hugsað mér að halda hund. En kött hef ég átt og þótti það bara notalegt.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Breska gamanmyndin Still Crazy er ofboðslega vanmetin, sama hvað hver segir. Ég skammast mín samt ekkert fyrir hana.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Lífs eða liðinn? Philip Seymour Hoffman. Annars myndi Hannes Óli Ágústsson klára sig vel af því líka.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Loksins alvöru spurning. Ég hef lesið þetta allt saman og er gríðarlegur aðdáandi. Mig langar að vera Stark, með þessa óbilandi hetjulund og viljann til að gera það rétta sama hvað það kostar. En óttast að vera frekar misheppnaður Baratheon, einhver sem kemst býsna langt en tapar á endanum fyrir eigin brestum. En ég hugsa að ég segi Mormont, svona til að sýna að ég er sannur aðdáandi bókanna. Þeir eru dugmiklir og hugaðir, en ekki lausir við bresti sem þeir þurfa að berjast við.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, já.KOXUppáhalds tónlistarmaður? Jónas Sigurðsson er bæði mikill uppáhalds tónlistarmaður og uppáhalds maður. En nýverið hef ég líka hlustað mikið á nýjustu afurðina frá rófnabóndanum Prins Póló.Uppáhalds bókin? Ekki hægt að nefna eina. Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur er mögnuð en ég veit ekki hvort ég myndi treysta mér til að lesa hana aftur. Af nýjum bókum er Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson sú sem hefur heillað mig mest. Af erlendum bókum í fantasíugeiranum er það Joe Abercrombie sem stendur upp úr. The Heroes er svakaleg lesning.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ég kann vel að meta góðan áfengislausan bjór. Íslensk brugghús mættu sýna meiri metnað í að markaðssetja þannig drykki.Uppáhalds þynnkumatur? Í gömlum aflóga hamborgarabíl sem stóð ekki langt frá El Cafecito í borginni Cuenca í Ekvador var einu sinni hægt að fá himneska hamborgara sem dugðu vel í þessum tilgangi. En ég efast um að svo sé lengur. Síðan eru liðin mörg ár.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning. Allan daginn, alla daga. Leikhúsferð til London er toppurinn og svo er ég eins og strandaður hvalur þegar ég fer á ströndina.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Run This Town með Jay-Z feat. Rihanna & Kanye West. Það hefur komið fyrir að ég hef hlustað á það fyrir bæjarstjórnarfundi til að komast í réttu stemminguna. Viðeigandi, ekki satt?Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Það fer í taugarnar á mér að það sé aðgangseyrir inn á árshátíðir grunnskólanna. Ég ætla að laga það.Á að banna flugelda? Ég held að það sé rétt að takmarka að minnsta kosti verulega sölu frá því sem nú er.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaðurinn sem ég vildi alltaf vera. Grjótharður varnarnagli í fremstu röð.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira