Innlent

Vilja skýrari reglur um leigu

Björn Sigurður Pálsson skrifar
Una Jónsdóttir, hagfræðingur
Una Jónsdóttir, hagfræðingur

Íbúðalánasjóður telur að skoða þurfi hvernig betur megi stuðla að jafnri stöðu fólks á húsnæðismarkaði. Fulltrúar sjóðsins afhentu í gær Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, skýrslu þar sem fjallað er um erfiðar aðstæður leigjenda hér á landi.

„Við teljum ástæðu til að farið sé yfir og þær reglur endurskoðaðar sem gilda um leigumarkaðinn svo leikreglurnar verði aðeins skýrari. Það er mjög mikið óöryggi eins og staðan er í dag og við sjáum að leigjendur búa ekki við sama öryggi og aðrir. Við viljum stuðla að því að landsmenn búi við aukið öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum,“ segir Una Jónsdóttir, deildarstjóri Leigumarkaðsdeildar Íbúðalánasjóðs.

Samhliða aukinni umræðu um hækkanir á leiguverði hjá til dæmis leigufélögum, veltir Íbúðalánasjóður því upp í skýrslunni hvort setja þurfi skýrari leikreglur sem leigusalar og leigufélög starfi eftir. Í tillögum Íbúðalánasjóðs til ráðuneytisins um stefnumótun í húsnæðismálum kemur fram að horfa megi til nágrannalandanna í leit að lausnum.

„Við höfum verið að horfa til Noregs. Þar eru sérstök ákvæði í húsaleigulögum sem verja leigjendur fyrir miklum hækkunum á leigumarkaði. Þar er meginreglan sú að tímabundnir leigusamningar eru ekki gerðir til skemmri tíma en þriggja ára og leigusala er ekki heimilt að hækka leigu nema einu sinni á ári í takt við vísitölu neysluverðs.


Tengdar fréttir

Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana

Félagsmálaráðherra hefur fengið ábendingar víðsvegar að á landinu um að leigufélög hafi hækkað leiguverð óeðlilega mikið við endurnýjun samninga. Hann hefur boðað forsvarsmenn leigufélaga á fundi með sér og ákveður eftir þá hvort þörf sé á að ríkistjórnin bregðist sérstaklega við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.