Sérsveitin okkar gætir líka Netanyahu-bræðra Aðalheiður Ámundadóttir og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 26. maí 2018 06:00 Avner og Yair Netanyahu sjást hér með föður sínum Benjamin í Jerúsalem árið 2013. Bræðranna er vel gætt. Vísir/epa Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnir gæslu á sonum Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, meðan þeir eru staddir hér á landi í einkaerindum. Ástæðan er að ríkislögreglustjóri heimilaði sonunum að taka með sér vopnaða lífverði til landsins, en þá kveða reglur á um að þeir starfi undir stjórn og eftirliti íslenskra lögregluyfirvalda. Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitarmanna við þessa gæslu. Greint var frá heimsókn Avner og Yair Netanyahu í vikunni en þeir eru hvorki hér í opinberum erindagjörðum né á vegum ísraelska ríkisins heldur í einkaferð. Synirnir njóta verndar lífvarðasveitar þegar þeir ferðast erlendis en það fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt í heimalandinu. Öryggisgæslan er öll fremur umdeild enda hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að hún sé þvert á ráðleggingar fyrrverandi yfirmanns opinberrar öryggisþjónustu Ísraels. Þessir vopnuðu lífverðir komu með bræðrunum hingað til lands og til þess þurfti sérstakt leyfi.Sjá einnig: Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri getur heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi með vísan í 45. grein reglna um um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVAForsenda þess er þó að þeir starfi undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefur út sérstök skírteini fyrir þessa lífverði. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að Netanyahu-bræður og lífverðir þeirra njóti gæslu sérsveitar ríkislögreglustjóra. Það sem meira er, íslenska ríkið borgi brúsann. „Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitar, enginn reikningur er sendur Ísraelum vegna vinnu sérsveitarmanna. Upplýsingar um fyrirkomulag öryggisgæslu eru ekki veittar.“ Haraldur segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé gerður greinarmunur á því hvort um opinbera eða einkaheimasókn sé að ræða þegar einstaklingar komi hingað með vopnaða öryggisverði. „Mér skilst að þeir séu hér í einkaerindum með vopnaða lífverði með í för og þá fara íslenskir sérsveitarmenn með stjórn þeirrar heimsóknar, þetta er skýrt í reglunum.“ Aðspurður segir Haraldur svona nokkuð algengt. „Já, í gegnum tíðina þegar litið er til baka er þetta algengt. Þessi háttur, sem hafður er á varðandi þessa tilteknu heimsókn, er ekki nýmæli.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnir gæslu á sonum Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, meðan þeir eru staddir hér á landi í einkaerindum. Ástæðan er að ríkislögreglustjóri heimilaði sonunum að taka með sér vopnaða lífverði til landsins, en þá kveða reglur á um að þeir starfi undir stjórn og eftirliti íslenskra lögregluyfirvalda. Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitarmanna við þessa gæslu. Greint var frá heimsókn Avner og Yair Netanyahu í vikunni en þeir eru hvorki hér í opinberum erindagjörðum né á vegum ísraelska ríkisins heldur í einkaferð. Synirnir njóta verndar lífvarðasveitar þegar þeir ferðast erlendis en það fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt í heimalandinu. Öryggisgæslan er öll fremur umdeild enda hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að hún sé þvert á ráðleggingar fyrrverandi yfirmanns opinberrar öryggisþjónustu Ísraels. Þessir vopnuðu lífverðir komu með bræðrunum hingað til lands og til þess þurfti sérstakt leyfi.Sjá einnig: Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri getur heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi með vísan í 45. grein reglna um um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVAForsenda þess er þó að þeir starfi undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefur út sérstök skírteini fyrir þessa lífverði. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að Netanyahu-bræður og lífverðir þeirra njóti gæslu sérsveitar ríkislögreglustjóra. Það sem meira er, íslenska ríkið borgi brúsann. „Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitar, enginn reikningur er sendur Ísraelum vegna vinnu sérsveitarmanna. Upplýsingar um fyrirkomulag öryggisgæslu eru ekki veittar.“ Haraldur segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé gerður greinarmunur á því hvort um opinbera eða einkaheimasókn sé að ræða þegar einstaklingar komi hingað með vopnaða öryggisverði. „Mér skilst að þeir séu hér í einkaerindum með vopnaða lífverði með í för og þá fara íslenskir sérsveitarmenn með stjórn þeirrar heimsóknar, þetta er skýrt í reglunum.“ Aðspurður segir Haraldur svona nokkuð algengt. „Já, í gegnum tíðina þegar litið er til baka er þetta algengt. Þessi háttur, sem hafður er á varðandi þessa tilteknu heimsókn, er ekki nýmæli.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?