Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2018 20:30 Frá Siglufirði. Bærinn er hluti Fjallabyggðar ásamt Ólafsfirði. Vísir/Gísli Berg. Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. Þannig virðist ljóst að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram á Akranesi og Gunnar I. Birgisson áfram í Fjallabyggð. Fjallað var stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Í Reykjanesbæ eru hafnar viðræður Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar og komu fulltrúar flokkanna saman nú síðdegis til fyrsta fundar, að sögn Friðjóns Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar. Í Hafnarfirði segir oddviti sjálfstæðismanna, Rósa Guðbjartsdóttir, að þeir stefni að því að ræða við fulltrúa allra flokka í dag og á morgun og býst Rósa við að framhaldið skýrist síðdegis á morgun. Á Akranesi hittust fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks nú síðdegis, samkvæmt heimildum fréttastofu, og búist við að þeir hefji formlegar meirihlutaviðræður. Þar lýstu allir flokkar því yfir fyrir kosningar að þeir vildu hafa Sævar Frey Þráinsson áfram sem bæjarstjóra. Á Ísafirði er Framsóknarflokkur í lykilstöðu eftir að meirihluti Í-listans féll. Oddviti framsóknarmanna, Marzellíus Sveinbjörnsson, segir þá núna liggja undir feldi eftir að hafa þreifað á bæði Í-lista og D-lista og þeir muni ákveða í kvöld eða morgun um framhaldið. Í Fjallabyggð eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Betri Fjallabyggðar nánast búnir að mynda nýjan meirihluta, að sögn Helgu Helgadóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Þar er gert ráð fyrir að Gunnar I. Birgisson verði endurráðinn bæjarstjóri. Á Akureyri héldu Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin meirihluta sínum og hafa flokkarnir þrír þegar hafið viðræður um að halda samstarfinu áfram. Á Húsavík ætla fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að hittast í kvöld um meirihlutamyndun í Norðurþingi, að sögn Óla Halldórssonar, oddvita Vinstri grænna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallabyggð Tengdar fréttir Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. Þannig virðist ljóst að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram á Akranesi og Gunnar I. Birgisson áfram í Fjallabyggð. Fjallað var stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Í Reykjanesbæ eru hafnar viðræður Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar og komu fulltrúar flokkanna saman nú síðdegis til fyrsta fundar, að sögn Friðjóns Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar. Í Hafnarfirði segir oddviti sjálfstæðismanna, Rósa Guðbjartsdóttir, að þeir stefni að því að ræða við fulltrúa allra flokka í dag og á morgun og býst Rósa við að framhaldið skýrist síðdegis á morgun. Á Akranesi hittust fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks nú síðdegis, samkvæmt heimildum fréttastofu, og búist við að þeir hefji formlegar meirihlutaviðræður. Þar lýstu allir flokkar því yfir fyrir kosningar að þeir vildu hafa Sævar Frey Þráinsson áfram sem bæjarstjóra. Á Ísafirði er Framsóknarflokkur í lykilstöðu eftir að meirihluti Í-listans féll. Oddviti framsóknarmanna, Marzellíus Sveinbjörnsson, segir þá núna liggja undir feldi eftir að hafa þreifað á bæði Í-lista og D-lista og þeir muni ákveða í kvöld eða morgun um framhaldið. Í Fjallabyggð eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Betri Fjallabyggðar nánast búnir að mynda nýjan meirihluta, að sögn Helgu Helgadóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Þar er gert ráð fyrir að Gunnar I. Birgisson verði endurráðinn bæjarstjóri. Á Akureyri héldu Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin meirihluta sínum og hafa flokkarnir þrír þegar hafið viðræður um að halda samstarfinu áfram. Á Húsavík ætla fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að hittast í kvöld um meirihlutamyndun í Norðurþingi, að sögn Óla Halldórssonar, oddvita Vinstri grænna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjallabyggð Tengdar fréttir Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00