Innlent

Stórskipahöfnin að nálgast land

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Finnafirði.
Í Finnafirði. Fréttablaðið/Pjetur
Vinnu við að koma upp stórskipahöfn í Finnafirði hefur undið hratt fram undanfarna mánuði.

„Frá áramótum hefur verið unnið markvisst að samningagerð varðandi stofnun, stjórnun, eignarhald þeirra félaga sem ætlunin er að beri hitann og þungann af verkefninu,“ segir í stöðuskýrslu Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Fundað hafi verið í Þýskalandi með fulltrúum EFLU verkfræðistofu og Bremenports.

„Þótt grundvallaratriði verkefnisins, uppbygging þess og fyrirkomulag séu nú orðin skýr þá eru ýmis mál eftir sem klára þarf. Við þá vinnu þarf að stíga hvert skref varlega og með hagsmuni samfélagsins hér á svæðinu að leiðarljósi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×