Ari Ólafsson á sviði í Altice-höllinni í Lissabon.Vísir/AP
Ísland fékk ekkert stig úr símakosningunni í Eurovision í ár. Ari Ólafsson var fulltrúi Íslands en hann flutti lagið Our Choice á fyrra undankvöldi keppninnar í Altice-höllinni í Lissabon síðastliðið þriðjudagskvöld.
Our Choice hafnaði í neðsta sæti fyrri undanriðilsins með fimmtán stig. Lagið fékk 7 stig frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, 4 stig frá tékknesku dómnefndinni, tvö stig frá dómnefndinni í Makedoníu og 1 stig frá svissnesku og belgísku dómnefndunum.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenskir áhorfendur kusu í fyrri undanriðlinum:
Og hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar á fyrra undankvöldinu. Dómnefndina skipuðu Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona sem var jafnframt formaður nefndarinnar, Hlynur Benediktsson tónlistarmaður, Hannes Friðbjarnarson tónlistarmaður, Jón Rafnsson tónlistarmaður og Erla Jónatansdóttir söngkona og tónlistarkennari.