Oddvitaáskorunin: Dáðist að æskuástinni og gekk á ljósastaur Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2018 11:00 Elín Ýr Arnar Hafdísadóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Elín Ýr Arnar Hafdísadóttir leiðir lista Pírata í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fædd í Reykjavík en fluttist 2 ára gömul til Danmerkur ásamt foreldrum mínum þar sem ég bjó til 11 ára aldurs. Ég hef búið víða um landið, en móðurfjölskyldan mín býr í Hafnarfirðinum og þangað fluttist ég fyrst 17 ára gömul og aftur 2009 og bý þar nú ásamt sambýlismanni mínum, Vilhelm Páli Sævarssyni og sonum mínum tveimur, Snorra Frey, 8 ára og Tinna Hrafni 20 mánaða. Ég er þroskaþjálfi, með B.A. í félagsráðgjöf og diplóma í fötlunarfræðum. Ég hef starfað að mestu að málefnum fatlaðs fólks en vann áður í sveit við öll þau sveitastörf sem ég komst í, m.a. tamningum og sauðburði. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á réttindum og velferð fólks. Byrjaði sem unglingur í ungmennahreyfingu Rauða Krossins og hef unnið sem sjálfboðaliði í verkefnum Rauða krossins og hjá Dýrahjálp, því ég er forfallinn dýraunnandi. Stjórnmál var vettvangur sem ég taldi lengi annarra. Mér fannst þetta grimmur vettvangur sem snerist um völd. Þegar ég kynntist Pírötum þá upplifði ég það að hér væri afl á ferðinni sem gæti breytt þessu landslagi. Ég hef unnið í grasrótarstarfi Pírata síðan 2015, tekið þátt í málefnavinnu og var kosin formaður framkvæmdaráðs 2016 og síðan formaður Pírata í Hafnarfirði. Markmiðið mitt í stjórnmálum er að taka virkan þátt í að breyta kerfinu og færa valdið til kjósenda.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég fyllist stolti og auðmýkt í senn þegar ég ferðast um Ísland. Þetta er kyngimagnaður kraftur sem landið býr yfir. Fátt hefur þó toppað Landmannaleið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ég hef búið í miðborg Reykjavíkur og elskaði að vera í iðandi mannlífinu. Ég er þó afar hrifin af sveitakyrrðinni. Ég gæti vel hugsað mér að búa í grennd við Ölfusá.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Jólamaturinn stendur upp úr en eflaust vegna þess að ég nýt þess að borða með fólkinu mínu. Það er félagsskapurinn sem skiptir máli umfram matinn.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég hef aldrei náð að slá við þeirri gleði sem vegan-borgari sem ég eldaði fyrir okkur skötuhjúin vakti.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Wannabe með Spice Girls.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Flest allt á unglingsárum var vandræðalegt í minningunni. Ég gekk á ljósastaur einu sinni þegar ég var að dást að æskuástinni. Hann sá það. Ég roðna enn.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég ætla að styðjast við vin minn Douglas Adams í þessu tilviki og svara 42.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Við systkinin hrekktum hvort annað óspart í æsku. Mér þykir vænt um þær i minningunni þó ég hafi ekki verið eins glöð þá.Hundar eða kettir? Það er enginn möguleiki fyrir mig að gera upp á milli. Ég elska dýr!Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Bridget Jones’s diary. Horfði á hana einu sinni í mánuði í áratug.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Ég væri til í að Anna Svava Knútsdóttir myndi leika mig.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég væri í villta ættbálknum (Wildlings). Ég átti afar erfitt með að Ygritte dó svona snemma í þáttunum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, einu sinni vorum við vinkona mín stoppuð af lögreglunni við Egilsstaði á 90 km hraða. Óupplýstar um 80 km hámarkshraða með tjaldvagn í eftirdragi.Uppáhalds tónlistarmaður? Edith Piaf. Ef að ætti að spila lag við jarðarförina mína þá væri Je ne regrette rien lagið sem yrði spilað.Uppáhalds bókin? Watership Down eftir David Parkins (Richard Adams?) er sú bók sem vakti pólitíkusinn í mér.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Glas af góðu rauðvíni í lok vikunnar væriUppáhalds þynnkumatur? Mér skilst að Píratar borði feitan mat í þynnkunni.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning alla leið. Ég vil frekar fara ótroðnar ferðamannaslóðir.Hefur þú pissað í sundlaug? Ég æfði sund þar sem þetta var eitthvað sem var stranglega bannað. En eflaust einhvern tímann í barnæskunni.Hvaða lag kemur þér í gírinn? I Gotta Feeling með Black Eyed Peas Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég vil umhverfisvænari flokkun á sorpi og hundasvæði inni í byggð þar sem jafnframt er hægt að njóta útiverunnar.Á að banna flugelda? Ég vil síður banna. En tel mikilvægt að upplýsa fólk um skaðsemi flugelda og að sjálfsögðu þarf að hafa í huga almenna tillitssemi.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég vel kvennalandsliðið í knattspyrnu í heild. Allar snillingar.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Elín Ýr Arnar Hafdísadóttir leiðir lista Pírata í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fædd í Reykjavík en fluttist 2 ára gömul til Danmerkur ásamt foreldrum mínum þar sem ég bjó til 11 ára aldurs. Ég hef búið víða um landið, en móðurfjölskyldan mín býr í Hafnarfirðinum og þangað fluttist ég fyrst 17 ára gömul og aftur 2009 og bý þar nú ásamt sambýlismanni mínum, Vilhelm Páli Sævarssyni og sonum mínum tveimur, Snorra Frey, 8 ára og Tinna Hrafni 20 mánaða. Ég er þroskaþjálfi, með B.A. í félagsráðgjöf og diplóma í fötlunarfræðum. Ég hef starfað að mestu að málefnum fatlaðs fólks en vann áður í sveit við öll þau sveitastörf sem ég komst í, m.a. tamningum og sauðburði. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á réttindum og velferð fólks. Byrjaði sem unglingur í ungmennahreyfingu Rauða Krossins og hef unnið sem sjálfboðaliði í verkefnum Rauða krossins og hjá Dýrahjálp, því ég er forfallinn dýraunnandi. Stjórnmál var vettvangur sem ég taldi lengi annarra. Mér fannst þetta grimmur vettvangur sem snerist um völd. Þegar ég kynntist Pírötum þá upplifði ég það að hér væri afl á ferðinni sem gæti breytt þessu landslagi. Ég hef unnið í grasrótarstarfi Pírata síðan 2015, tekið þátt í málefnavinnu og var kosin formaður framkvæmdaráðs 2016 og síðan formaður Pírata í Hafnarfirði. Markmiðið mitt í stjórnmálum er að taka virkan þátt í að breyta kerfinu og færa valdið til kjósenda.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég fyllist stolti og auðmýkt í senn þegar ég ferðast um Ísland. Þetta er kyngimagnaður kraftur sem landið býr yfir. Fátt hefur þó toppað Landmannaleið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ég hef búið í miðborg Reykjavíkur og elskaði að vera í iðandi mannlífinu. Ég er þó afar hrifin af sveitakyrrðinni. Ég gæti vel hugsað mér að búa í grennd við Ölfusá.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Jólamaturinn stendur upp úr en eflaust vegna þess að ég nýt þess að borða með fólkinu mínu. Það er félagsskapurinn sem skiptir máli umfram matinn.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég hef aldrei náð að slá við þeirri gleði sem vegan-borgari sem ég eldaði fyrir okkur skötuhjúin vakti.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Wannabe með Spice Girls.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Flest allt á unglingsárum var vandræðalegt í minningunni. Ég gekk á ljósastaur einu sinni þegar ég var að dást að æskuástinni. Hann sá það. Ég roðna enn.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég ætla að styðjast við vin minn Douglas Adams í þessu tilviki og svara 42.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Við systkinin hrekktum hvort annað óspart í æsku. Mér þykir vænt um þær i minningunni þó ég hafi ekki verið eins glöð þá.Hundar eða kettir? Það er enginn möguleiki fyrir mig að gera upp á milli. Ég elska dýr!Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Bridget Jones’s diary. Horfði á hana einu sinni í mánuði í áratug.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Ég væri til í að Anna Svava Knútsdóttir myndi leika mig.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég væri í villta ættbálknum (Wildlings). Ég átti afar erfitt með að Ygritte dó svona snemma í þáttunum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, einu sinni vorum við vinkona mín stoppuð af lögreglunni við Egilsstaði á 90 km hraða. Óupplýstar um 80 km hámarkshraða með tjaldvagn í eftirdragi.Uppáhalds tónlistarmaður? Edith Piaf. Ef að ætti að spila lag við jarðarförina mína þá væri Je ne regrette rien lagið sem yrði spilað.Uppáhalds bókin? Watership Down eftir David Parkins (Richard Adams?) er sú bók sem vakti pólitíkusinn í mér.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Glas af góðu rauðvíni í lok vikunnar væriUppáhalds þynnkumatur? Mér skilst að Píratar borði feitan mat í þynnkunni.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning alla leið. Ég vil frekar fara ótroðnar ferðamannaslóðir.Hefur þú pissað í sundlaug? Ég æfði sund þar sem þetta var eitthvað sem var stranglega bannað. En eflaust einhvern tímann í barnæskunni.Hvaða lag kemur þér í gírinn? I Gotta Feeling með Black Eyed Peas Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég vil umhverfisvænari flokkun á sorpi og hundasvæði inni í byggð þar sem jafnframt er hægt að njóta útiverunnar.Á að banna flugelda? Ég vil síður banna. En tel mikilvægt að upplýsa fólk um skaðsemi flugelda og að sjálfsögðu þarf að hafa í huga almenna tillitssemi.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég vel kvennalandsliðið í knattspyrnu í heild. Allar snillingar.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira