Rosaleg á rauða dreglinum Benedikt Bóas skrifar 15. maí 2018 06:00 Vinstri: Kjóllinn er frá RedValentino og skórnir úr smiðju Nicholas Kirkwood. Miðja: Hér er María í haustlínu Georges Hobeika, skórnir eru frá Rene Caovilla. Hægri: Hér er María í kjól frá Valentino. Vísir/Getty Það er er eðlilega mikið að gera hjá Maríu Thelmu í skarkalanum í Cannes þar sem hún er stödd þessa dagana að kynna kvikmyndina Arctic. Reyndar er svo mikið að gera að hún átti erfitt með að finna tíma til að spjalla um viðtökurnar sem myndin hefur fengið og sitt hlutverk – en þetta er fyrsta stóra hlutverk hennar í kvikmynd. Íslenskir áhorfendur muna eftir henni úr þáttaröðinni Föngum, þar sem hún lék Írisi. Erlendir fjölmiðlar hafa einnig tekið vel í klæðaburð hennar á rauða dreglinum og á kynningum. María hafði heldur ekki tíma til að ræða kjólana og sagðist vera í samningaviðræðum um að ræða slíkt í öðrum miðli. Væntanlega má gera ráð fyrir að sá fjölmiðill sé erlendur enda hélt hún spilunum þétt að sér. Eðlilega var ekki hægt að ræða við Maríu um næstu skref á hennar ferli og hvort myndin og glæsileiki hennar á rauða dreglinum hefðu opnað einhverjar dyr. Hvort Hollywood biði með hlýjan faðm. Hún er á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og á síðasta leikári lék hún Li Na í verkinu Risaeðlunum þar sem Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson léku einnig. Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2017. Arctic skartar Maríu og dönsku ofurstjörnunni Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Brasilíumaðurinn Joe Penna sem sló fyrst í gegn á YouTube. Þar kallaði hann sig MysteryGuitarMan og var með þrjár milljónir manna í áskrift að efni frá sér. Myndin var sýnd fyrir troðfullum sal og þegar henni lauk stóð fólk upp og klappaði út í eitt í hartnær tíu mínútur eftir því sem Penna sagði.Leikstjórinn Joe Penna, María í Christian Dior og danska ofurstjarnan Mads Mikkelsen.Vísir/EPA Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Það er er eðlilega mikið að gera hjá Maríu Thelmu í skarkalanum í Cannes þar sem hún er stödd þessa dagana að kynna kvikmyndina Arctic. Reyndar er svo mikið að gera að hún átti erfitt með að finna tíma til að spjalla um viðtökurnar sem myndin hefur fengið og sitt hlutverk – en þetta er fyrsta stóra hlutverk hennar í kvikmynd. Íslenskir áhorfendur muna eftir henni úr þáttaröðinni Föngum, þar sem hún lék Írisi. Erlendir fjölmiðlar hafa einnig tekið vel í klæðaburð hennar á rauða dreglinum og á kynningum. María hafði heldur ekki tíma til að ræða kjólana og sagðist vera í samningaviðræðum um að ræða slíkt í öðrum miðli. Væntanlega má gera ráð fyrir að sá fjölmiðill sé erlendur enda hélt hún spilunum þétt að sér. Eðlilega var ekki hægt að ræða við Maríu um næstu skref á hennar ferli og hvort myndin og glæsileiki hennar á rauða dreglinum hefðu opnað einhverjar dyr. Hvort Hollywood biði með hlýjan faðm. Hún er á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og á síðasta leikári lék hún Li Na í verkinu Risaeðlunum þar sem Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson léku einnig. Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2017. Arctic skartar Maríu og dönsku ofurstjörnunni Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Brasilíumaðurinn Joe Penna sem sló fyrst í gegn á YouTube. Þar kallaði hann sig MysteryGuitarMan og var með þrjár milljónir manna í áskrift að efni frá sér. Myndin var sýnd fyrir troðfullum sal og þegar henni lauk stóð fólk upp og klappaði út í eitt í hartnær tíu mínútur eftir því sem Penna sagði.Leikstjórinn Joe Penna, María í Christian Dior og danska ofurstjarnan Mads Mikkelsen.Vísir/EPA
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33