Guðlaugur Þór tók upp málefni Palestínumanna á fundi í Washington Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 16. maí 2018 12:50 Fundur ráðherranna fór fram í Washington í gær Utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir greinilegt að Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafi aukinn áhuga á málefnum Norðurslóða en hingað til hafi áhuginn aðallega komið frá Rússum og Kínverjum. Guðlaugur þingaði í gær með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann hefur meðal annars setið fundi með hugveitum á borð við Heritage Foundation og Center for Strategic & International Studies. Guðlaugur Þór ræddi einnig við James Mattis varnarmálaráðherra. „Þessi fundur með Mattis, sem var ákveðinn fyrir nokkru síðan, var bæði mjög góður og gagnlegur,“ segir Guðlaugur. „Við vorum þarna að fara yfir sameiginleg mál þjóðanna. Við þekkjum auðvitað að það hefur verið mikið samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Bæði tvíhliða á milli þjóðanna og sömuleiðis innan Atlantshafsbandalagsins. Einnig fórum við yfir ýmis önnur mál sem eru hátt á baugi í alþjóðamálum núna.“ Þar má meðal annars nefna stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs eftir blóðbaðið á Gaza ströndinni í fyrradag. „Jú, ég tók það upp og fór yfir áhyggjur okkar af þeim málum. Þá er ég sérstaklega að vísa til þess sem er að gerast núna á Gaza ströndinni. Við höfðum af því áhyggjur að það myndi skapa óróa að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, eins og menn þekkja. Þeir þekkja auðvitað þá afstöðu okkar mjög vel.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma. „Það er aukinn áhugi á norðurslóðum meðal Bandaríkjamanna. Fram til þessa hafa Rússar og Kínverjar verið þær þjóðir sem hafa mestan áhuga haft á þeim málum og verið einbeittastir í þeim. Núna eru bæði Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópuþjóðirnar að taka við sér.“ Tengdar fréttir Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir greinilegt að Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafi aukinn áhuga á málefnum Norðurslóða en hingað til hafi áhuginn aðallega komið frá Rússum og Kínverjum. Guðlaugur þingaði í gær með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann hefur meðal annars setið fundi með hugveitum á borð við Heritage Foundation og Center for Strategic & International Studies. Guðlaugur Þór ræddi einnig við James Mattis varnarmálaráðherra. „Þessi fundur með Mattis, sem var ákveðinn fyrir nokkru síðan, var bæði mjög góður og gagnlegur,“ segir Guðlaugur. „Við vorum þarna að fara yfir sameiginleg mál þjóðanna. Við þekkjum auðvitað að það hefur verið mikið samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Bæði tvíhliða á milli þjóðanna og sömuleiðis innan Atlantshafsbandalagsins. Einnig fórum við yfir ýmis önnur mál sem eru hátt á baugi í alþjóðamálum núna.“ Þar má meðal annars nefna stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs eftir blóðbaðið á Gaza ströndinni í fyrradag. „Jú, ég tók það upp og fór yfir áhyggjur okkar af þeim málum. Þá er ég sérstaklega að vísa til þess sem er að gerast núna á Gaza ströndinni. Við höfðum af því áhyggjur að það myndi skapa óróa að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, eins og menn þekkja. Þeir þekkja auðvitað þá afstöðu okkar mjög vel.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma. „Það er aukinn áhugi á norðurslóðum meðal Bandaríkjamanna. Fram til þessa hafa Rússar og Kínverjar verið þær þjóðir sem hafa mestan áhuga haft á þeim málum og verið einbeittastir í þeim. Núna eru bæði Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópuþjóðirnar að taka við sér.“
Tengdar fréttir Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24