Guðlaugur Þór tók upp málefni Palestínumanna á fundi í Washington Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 16. maí 2018 12:50 Fundur ráðherranna fór fram í Washington í gær Utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir greinilegt að Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafi aukinn áhuga á málefnum Norðurslóða en hingað til hafi áhuginn aðallega komið frá Rússum og Kínverjum. Guðlaugur þingaði í gær með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann hefur meðal annars setið fundi með hugveitum á borð við Heritage Foundation og Center for Strategic & International Studies. Guðlaugur Þór ræddi einnig við James Mattis varnarmálaráðherra. „Þessi fundur með Mattis, sem var ákveðinn fyrir nokkru síðan, var bæði mjög góður og gagnlegur,“ segir Guðlaugur. „Við vorum þarna að fara yfir sameiginleg mál þjóðanna. Við þekkjum auðvitað að það hefur verið mikið samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Bæði tvíhliða á milli þjóðanna og sömuleiðis innan Atlantshafsbandalagsins. Einnig fórum við yfir ýmis önnur mál sem eru hátt á baugi í alþjóðamálum núna.“ Þar má meðal annars nefna stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs eftir blóðbaðið á Gaza ströndinni í fyrradag. „Jú, ég tók það upp og fór yfir áhyggjur okkar af þeim málum. Þá er ég sérstaklega að vísa til þess sem er að gerast núna á Gaza ströndinni. Við höfðum af því áhyggjur að það myndi skapa óróa að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, eins og menn þekkja. Þeir þekkja auðvitað þá afstöðu okkar mjög vel.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma. „Það er aukinn áhugi á norðurslóðum meðal Bandaríkjamanna. Fram til þessa hafa Rússar og Kínverjar verið þær þjóðir sem hafa mestan áhuga haft á þeim málum og verið einbeittastir í þeim. Núna eru bæði Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópuþjóðirnar að taka við sér.“ Tengdar fréttir Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir greinilegt að Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafi aukinn áhuga á málefnum Norðurslóða en hingað til hafi áhuginn aðallega komið frá Rússum og Kínverjum. Guðlaugur þingaði í gær með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann hefur meðal annars setið fundi með hugveitum á borð við Heritage Foundation og Center for Strategic & International Studies. Guðlaugur Þór ræddi einnig við James Mattis varnarmálaráðherra. „Þessi fundur með Mattis, sem var ákveðinn fyrir nokkru síðan, var bæði mjög góður og gagnlegur,“ segir Guðlaugur. „Við vorum þarna að fara yfir sameiginleg mál þjóðanna. Við þekkjum auðvitað að það hefur verið mikið samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Bæði tvíhliða á milli þjóðanna og sömuleiðis innan Atlantshafsbandalagsins. Einnig fórum við yfir ýmis önnur mál sem eru hátt á baugi í alþjóðamálum núna.“ Þar má meðal annars nefna stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs eftir blóðbaðið á Gaza ströndinni í fyrradag. „Jú, ég tók það upp og fór yfir áhyggjur okkar af þeim málum. Þá er ég sérstaklega að vísa til þess sem er að gerast núna á Gaza ströndinni. Við höfðum af því áhyggjur að það myndi skapa óróa að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, eins og menn þekkja. Þeir þekkja auðvitað þá afstöðu okkar mjög vel.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma. „Það er aukinn áhugi á norðurslóðum meðal Bandaríkjamanna. Fram til þessa hafa Rússar og Kínverjar verið þær þjóðir sem hafa mestan áhuga haft á þeim málum og verið einbeittastir í þeim. Núna eru bæði Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópuþjóðirnar að taka við sér.“
Tengdar fréttir Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24