Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2018 21:30 Frá Dettifossvegi, milli Ásbyrgis og Hljóðakletta. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. Sextíu prósent fara til viðhalds. Fjallað var um skiptinguna í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra og vegamálastjóri hafa nú í sameiningu ráðstafað þessum fjórum milljörðum og búnir að gefa vegagerðarmönnum fyrirmæli um að láta peningana fara að vinna.Biskupstungnabraut í vetur. Vegurinn, sem lagður er bundnu slitlagi, minnti fremur á malarveg.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonForstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, Óskar Örn Jónsson, segir að 2,4 milljarðar króna, eða um 60 prósent, fari til viðhalds. „Viðhaldsþörfin er mjög mikil og síðan er hægur leikur að auka þar við umfang verka, - þannig að það er þægilegra að koma þeim fjármunum í vinnu,“ segir Óskar. Stærstu viðhaldsverkin verða í uppsveitum Árnessýslu, á gullna hringnum, en í fréttum Stöðvar 2 í vetur kom fram að leiðir að Gullfossi og Geysi væru illa farnar eftir þunga ferðamannaumferð. Til nýframkvæmda fara 1.640 milljónir króna en þeim fjármunum verður meðal annars ráðstafað til að stækka verkáfanga, sem þegar eru í framkvæmd, eins og á Dettifossvegi.350 milljónum verður bætt í Grindavíkurveg, ofan á 200 milljónir, sem áður voru ákveðnar. Þar verða akstursstefnur skildar að á sex kílómetra kafla milli Bláalónsvegar og Reykjanesbrautar, og hraðaeftirlitsmyndavélar settar upp. Í Reykjanesbraut fara 50 milljónir til að undirbúa tvöföldun í gegnum Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Ljúka á gerð útboðsgagna svo unnt verði að bjóða verkið út snemma árs 2019. Í Suðurlandsveg um Ölfus fara 300 milljónir, sem fyrsti áfangi að breikkun milli Hveragerðis og Selfoss, en framkvæmdin kostar alls 5,5 milljarða króna. Í Þingvallaveg um þjóðgarðinn fara 250 milljónir. Bæta á veginn frá þjónustumiðstöð að Vallavegi.Á Vesturlandi fara 200 milljónir í Dalasýslu í bundið slitlag um Laxárdal, milli Grafar og Lambeyra. Norðanlands fara 70 milljónir í malbik að Dagverðareyri og 200 milljónir í Dettifossveg, milli Súlnalækjar og Ásheiðar. Áætlað er að enn vanti 1.400 milljónir til að klára Dettifossveg að vestanverðu. Austanlands fara 220 milljónir í slitlag á tvo kafla til Borgarfjarðar eystri. Af þeim fara 120 milljónir í Borgarfjarðarveg við Vatnsskarðsvatn og í Njarðvík og 100 milljónir í Njarðvíkurskriður. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þar sem langt er liðið á vorið er ekki einfalt að koma nýjum verkum í gang með skömmum fyrirvara þannig að peningarnir nýtist á árinu. „Okkur tókst í þetta sinn að bregðast við og koma þessum fjármunum í góð verk,“ segir forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Tengdar fréttir Framlög til viðhalds á vegakerfinu verða aukin um helming Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. 27. apríl 2018 18:35 Horfa á vegina í uppsveitum Árnessýslu hrynja Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag. 6. mars 2018 19:30 Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. 5. apríl 2018 22:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. Sextíu prósent fara til viðhalds. Fjallað var um skiptinguna í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra og vegamálastjóri hafa nú í sameiningu ráðstafað þessum fjórum milljörðum og búnir að gefa vegagerðarmönnum fyrirmæli um að láta peningana fara að vinna.Biskupstungnabraut í vetur. Vegurinn, sem lagður er bundnu slitlagi, minnti fremur á malarveg.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonForstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, Óskar Örn Jónsson, segir að 2,4 milljarðar króna, eða um 60 prósent, fari til viðhalds. „Viðhaldsþörfin er mjög mikil og síðan er hægur leikur að auka þar við umfang verka, - þannig að það er þægilegra að koma þeim fjármunum í vinnu,“ segir Óskar. Stærstu viðhaldsverkin verða í uppsveitum Árnessýslu, á gullna hringnum, en í fréttum Stöðvar 2 í vetur kom fram að leiðir að Gullfossi og Geysi væru illa farnar eftir þunga ferðamannaumferð. Til nýframkvæmda fara 1.640 milljónir króna en þeim fjármunum verður meðal annars ráðstafað til að stækka verkáfanga, sem þegar eru í framkvæmd, eins og á Dettifossvegi.350 milljónum verður bætt í Grindavíkurveg, ofan á 200 milljónir, sem áður voru ákveðnar. Þar verða akstursstefnur skildar að á sex kílómetra kafla milli Bláalónsvegar og Reykjanesbrautar, og hraðaeftirlitsmyndavélar settar upp. Í Reykjanesbraut fara 50 milljónir til að undirbúa tvöföldun í gegnum Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Ljúka á gerð útboðsgagna svo unnt verði að bjóða verkið út snemma árs 2019. Í Suðurlandsveg um Ölfus fara 300 milljónir, sem fyrsti áfangi að breikkun milli Hveragerðis og Selfoss, en framkvæmdin kostar alls 5,5 milljarða króna. Í Þingvallaveg um þjóðgarðinn fara 250 milljónir. Bæta á veginn frá þjónustumiðstöð að Vallavegi.Á Vesturlandi fara 200 milljónir í Dalasýslu í bundið slitlag um Laxárdal, milli Grafar og Lambeyra. Norðanlands fara 70 milljónir í malbik að Dagverðareyri og 200 milljónir í Dettifossveg, milli Súlnalækjar og Ásheiðar. Áætlað er að enn vanti 1.400 milljónir til að klára Dettifossveg að vestanverðu. Austanlands fara 220 milljónir í slitlag á tvo kafla til Borgarfjarðar eystri. Af þeim fara 120 milljónir í Borgarfjarðarveg við Vatnsskarðsvatn og í Njarðvík og 100 milljónir í Njarðvíkurskriður. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þar sem langt er liðið á vorið er ekki einfalt að koma nýjum verkum í gang með skömmum fyrirvara þannig að peningarnir nýtist á árinu. „Okkur tókst í þetta sinn að bregðast við og koma þessum fjármunum í góð verk,“ segir forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Tengdar fréttir Framlög til viðhalds á vegakerfinu verða aukin um helming Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. 27. apríl 2018 18:35 Horfa á vegina í uppsveitum Árnessýslu hrynja Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag. 6. mars 2018 19:30 Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. 5. apríl 2018 22:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Framlög til viðhalds á vegakerfinu verða aukin um helming Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. 27. apríl 2018 18:35
Horfa á vegina í uppsveitum Árnessýslu hrynja Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag. 6. mars 2018 19:30
Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. 5. apríl 2018 22:45