Horfa á vegina í uppsveitum Árnessýslu hrynja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2018 19:30 Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru meira og minna að breytast í malarvegi vegna mikils álags á þeim samkvæmt umferðarsérfræðingi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið sig fullsadda af ástandi vegamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag til að kynna þeim hörmulegt ástand veganna. Sveitarstjórn þrýstir nú á stjórnvöld um úrbætur enda allir búnir að fá sig fullsadda af ástandinu.Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Vísir/Magnús Hlynur„Við horfum á vegina hrynja og þeir eru bara að verð ónýtir sem er mjög slæmt, bæði öryggis og ferðamennskunnar vegna og íbúanna sem keyra hér um vegina í uppsveitum“, segir Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Hún segir vegina slæma landkynningu fyrir ferðamenn. „Ég held að það hljóti að vera, ég get ekki ímyndað mér nokkuð annað, ekki nema að þetta þyki einhver ævintýramennska að fara hérna um vegina hjá okkur“. En hvað er hægt að gera í þessari stöðu? „Það eina sem ég sé að það sé bara sett aukið fjármagn í að gera þessa vegi þannig að þeir séu keyrandi og mönnum bjóðandi“, segir Valgerður.Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur segir vegina í uppsveitum Árnessýslu breytast smátt og smátt í malarvegi vegna mikils álags á þeim. Rútubílstjóri dagsins var Hugrún Jóhannsdóttir.Vísir/Magnús HlynurSvanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nokkrir vegir verði teknir í gegn í sumar, m.a. Laugarvatnsvegurinn og Reykjavegurinn sem er malarvegur í dag. Stoppað var á nokkrum stöðum þar sem lélegir og hálf ónýtir vegir voru sýndir. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur þekkir veg til vegamála í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er eiginlega að breytast í malarvegi aftur, fyrir utan það að það eru hættulegar holur í þessu. Ástandið er orðið mjög alvarlegt upp á það að gera að það verður svo dýrt að laga þetta ef við hleypum þessum skemmdum lengra en orðið er. Fyrir utan það að þetta er ekki boðlegt fyrir þessa nýju atvinnugrein okkar, ferðaþjónustuna, að bjóða upp á vegi af þessari gerð, þetta myndi hvergi vera haft upp á borðinu annars staðar,“ segir Ólafur. Samgöngur Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru meira og minna að breytast í malarvegi vegna mikils álags á þeim samkvæmt umferðarsérfræðingi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið sig fullsadda af ástandi vegamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag til að kynna þeim hörmulegt ástand veganna. Sveitarstjórn þrýstir nú á stjórnvöld um úrbætur enda allir búnir að fá sig fullsadda af ástandinu.Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Vísir/Magnús Hlynur„Við horfum á vegina hrynja og þeir eru bara að verð ónýtir sem er mjög slæmt, bæði öryggis og ferðamennskunnar vegna og íbúanna sem keyra hér um vegina í uppsveitum“, segir Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Hún segir vegina slæma landkynningu fyrir ferðamenn. „Ég held að það hljóti að vera, ég get ekki ímyndað mér nokkuð annað, ekki nema að þetta þyki einhver ævintýramennska að fara hérna um vegina hjá okkur“. En hvað er hægt að gera í þessari stöðu? „Það eina sem ég sé að það sé bara sett aukið fjármagn í að gera þessa vegi þannig að þeir séu keyrandi og mönnum bjóðandi“, segir Valgerður.Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur segir vegina í uppsveitum Árnessýslu breytast smátt og smátt í malarvegi vegna mikils álags á þeim. Rútubílstjóri dagsins var Hugrún Jóhannsdóttir.Vísir/Magnús HlynurSvanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nokkrir vegir verði teknir í gegn í sumar, m.a. Laugarvatnsvegurinn og Reykjavegurinn sem er malarvegur í dag. Stoppað var á nokkrum stöðum þar sem lélegir og hálf ónýtir vegir voru sýndir. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur þekkir veg til vegamála í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er eiginlega að breytast í malarvegi aftur, fyrir utan það að það eru hættulegar holur í þessu. Ástandið er orðið mjög alvarlegt upp á það að gera að það verður svo dýrt að laga þetta ef við hleypum þessum skemmdum lengra en orðið er. Fyrir utan það að þetta er ekki boðlegt fyrir þessa nýju atvinnugrein okkar, ferðaþjónustuna, að bjóða upp á vegi af þessari gerð, þetta myndi hvergi vera haft upp á borðinu annars staðar,“ segir Ólafur.
Samgöngur Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira