Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 22:45 Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin ætlar að verja 338 milljörðum króna á næstu fimm árum til fjárfestingar í því sem hún fellir undir innviði. Við kynningu á fjármálaáætlun í gær kom fram að sérstök áhersla væri lögð á samgöngumál. En hvaða vegir eru þetta sem verða lagaðir? „Við erum að tala um 5,5 milljarða á ári í þrjú ár, alls 16,5 milljarða á árunum 2019, 2020 og 2021. Sem fara í að hraða uppbyggingu í samgöngumálum. Í sambandi við hvar þessir hlutir koma niður þá kemur það fram í samgönguáætlun sem kemur fram í haust að raða þessu fjármagni þar inn. Þannig að það mun nýtast sem best. Það verður alls staðar. Það verður auðvitað hér á þessum stofnbrautum út úr Reykjavík. Vesturlands, Suðurlandsvegi og Reykjanesbrautinni en það verður líka á vegum á Vestfjörðum, Austfjörðum og annars staðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 5,5 milljarðar í vegakerfið á næsta ári er aðeins 0,2 prósent af landsframleiðslu. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu um fjárfestingu í innviðum í fyrra þar sem fram kom að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða næmi 372 milljörðum króna. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin ætlar að verja 338 milljörðum króna á næstu fimm árum til fjárfestingar í því sem hún fellir undir innviði. Við kynningu á fjármálaáætlun í gær kom fram að sérstök áhersla væri lögð á samgöngumál. En hvaða vegir eru þetta sem verða lagaðir? „Við erum að tala um 5,5 milljarða á ári í þrjú ár, alls 16,5 milljarða á árunum 2019, 2020 og 2021. Sem fara í að hraða uppbyggingu í samgöngumálum. Í sambandi við hvar þessir hlutir koma niður þá kemur það fram í samgönguáætlun sem kemur fram í haust að raða þessu fjármagni þar inn. Þannig að það mun nýtast sem best. Það verður alls staðar. Það verður auðvitað hér á þessum stofnbrautum út úr Reykjavík. Vesturlands, Suðurlandsvegi og Reykjanesbrautinni en það verður líka á vegum á Vestfjörðum, Austfjörðum og annars staðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 5,5 milljarðar í vegakerfið á næsta ári er aðeins 0,2 prósent af landsframleiðslu. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu um fjárfestingu í innviðum í fyrra þar sem fram kom að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða næmi 372 milljörðum króna. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira