Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 22:45 Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin ætlar að verja 338 milljörðum króna á næstu fimm árum til fjárfestingar í því sem hún fellir undir innviði. Við kynningu á fjármálaáætlun í gær kom fram að sérstök áhersla væri lögð á samgöngumál. En hvaða vegir eru þetta sem verða lagaðir? „Við erum að tala um 5,5 milljarða á ári í þrjú ár, alls 16,5 milljarða á árunum 2019, 2020 og 2021. Sem fara í að hraða uppbyggingu í samgöngumálum. Í sambandi við hvar þessir hlutir koma niður þá kemur það fram í samgönguáætlun sem kemur fram í haust að raða þessu fjármagni þar inn. Þannig að það mun nýtast sem best. Það verður alls staðar. Það verður auðvitað hér á þessum stofnbrautum út úr Reykjavík. Vesturlands, Suðurlandsvegi og Reykjanesbrautinni en það verður líka á vegum á Vestfjörðum, Austfjörðum og annars staðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 5,5 milljarðar í vegakerfið á næsta ári er aðeins 0,2 prósent af landsframleiðslu. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu um fjárfestingu í innviðum í fyrra þar sem fram kom að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða næmi 372 milljörðum króna. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin ætlar að verja 338 milljörðum króna á næstu fimm árum til fjárfestingar í því sem hún fellir undir innviði. Við kynningu á fjármálaáætlun í gær kom fram að sérstök áhersla væri lögð á samgöngumál. En hvaða vegir eru þetta sem verða lagaðir? „Við erum að tala um 5,5 milljarða á ári í þrjú ár, alls 16,5 milljarða á árunum 2019, 2020 og 2021. Sem fara í að hraða uppbyggingu í samgöngumálum. Í sambandi við hvar þessir hlutir koma niður þá kemur það fram í samgönguáætlun sem kemur fram í haust að raða þessu fjármagni þar inn. Þannig að það mun nýtast sem best. Það verður alls staðar. Það verður auðvitað hér á þessum stofnbrautum út úr Reykjavík. Vesturlands, Suðurlandsvegi og Reykjanesbrautinni en það verður líka á vegum á Vestfjörðum, Austfjörðum og annars staðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 5,5 milljarðar í vegakerfið á næsta ári er aðeins 0,2 prósent af landsframleiðslu. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu um fjárfestingu í innviðum í fyrra þar sem fram kom að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða næmi 372 milljörðum króna. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira