Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:00 Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. Sirkus var vinsæll skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur á árum áður þar sem fastakúnnar úr úr lista- og menningarlífinu voru áberandi. Staðnum var lokað árið 2007 en tveimur árum síðar var útibú opnað í Færeyjum. Sigríður Guðlaugsdóttir, eigandi staðarins, er nú flutt á Seyðisfjörð og tók leifar Sirkuss með sér. Hún ætlar að kveikja aftur á gömlu græjunum á næstu mánuðum. „Við erum bara með húsið hérna í gámi og þetta var búið að vera í geymslu í Hafnarfirði í átta ár. Það var eiginlega ekkert annað í stöðunni fyrst ég flutti hingað en að taka þetta bara með sér," segir Sigríður. „Við erum meira að segja með græjurnar. Við erum með soundboxið sem Sigurrós átti. Við erum með gömlu myndirnar sem Sigríður Hrólfs gerði ennþá á veggjunum." Menningarlífið hefur verið í miklum blóma á Seyðisfirði á síðustu árum og telur Sigríður að Sirkus eigi þar vel heima en staðurinn verður við hafnarbakkann. „Reykjavík hefur breyst svo óhemju mikið. Fyrir mér er hún bara eins og hver önnur stórborg. Ég sakna litla 101-þorpsins sem ég bjó og ólst upp í." Hún bendir á að áhugasamir geti jafnvel farið í Sirkus-ferðir með Norrænu frá Seyðisfirði til Færeyja og skoðað báða staðina en stefnt er á opnun fyrir sumarið. „Ég gat aldrei losað mig við hann. Hann var í gám, hvað átti ég að gera við þetta. Maður fór eitthvert og allir spurðu að því sama. Svo samviskan veðrur hrein, þegar ég opna þetta get ég farið að gera eitthvað annað," segir Sigríður létt í bragði. Norræna Næturlíf Seyðisfjörður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. Sirkus var vinsæll skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur á árum áður þar sem fastakúnnar úr úr lista- og menningarlífinu voru áberandi. Staðnum var lokað árið 2007 en tveimur árum síðar var útibú opnað í Færeyjum. Sigríður Guðlaugsdóttir, eigandi staðarins, er nú flutt á Seyðisfjörð og tók leifar Sirkuss með sér. Hún ætlar að kveikja aftur á gömlu græjunum á næstu mánuðum. „Við erum bara með húsið hérna í gámi og þetta var búið að vera í geymslu í Hafnarfirði í átta ár. Það var eiginlega ekkert annað í stöðunni fyrst ég flutti hingað en að taka þetta bara með sér," segir Sigríður. „Við erum meira að segja með græjurnar. Við erum með soundboxið sem Sigurrós átti. Við erum með gömlu myndirnar sem Sigríður Hrólfs gerði ennþá á veggjunum." Menningarlífið hefur verið í miklum blóma á Seyðisfirði á síðustu árum og telur Sigríður að Sirkus eigi þar vel heima en staðurinn verður við hafnarbakkann. „Reykjavík hefur breyst svo óhemju mikið. Fyrir mér er hún bara eins og hver önnur stórborg. Ég sakna litla 101-þorpsins sem ég bjó og ólst upp í." Hún bendir á að áhugasamir geti jafnvel farið í Sirkus-ferðir með Norrænu frá Seyðisfirði til Færeyja og skoðað báða staðina en stefnt er á opnun fyrir sumarið. „Ég gat aldrei losað mig við hann. Hann var í gám, hvað átti ég að gera við þetta. Maður fór eitthvert og allir spurðu að því sama. Svo samviskan veðrur hrein, þegar ég opna þetta get ég farið að gera eitthvað annað," segir Sigríður létt í bragði.
Norræna Næturlíf Seyðisfjörður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira