Telur hótanir ekki vænlegar til árangurs Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. maí 2018 20:00 Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær kvaðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, finna fyrir aukinni reiði og ólgu hjá sínu fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Þá sagði hann verkalýðshreyfinguna alla eiga sameiginlegan andstæðing. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld, en þannig er það bara,“ sagði Gylfi.Frétt Vísis: Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnarForsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir furðar sig á þessum ummælum.Ert þú höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar?„Nei, ég lít nú á verkalýðshreyfinguna sem minn samherja a.m.k. Samherja í að vinna að félagslegum umbótum,“ segir Katrín.Kjararáði breytt og atvinnuleysisbætur hækkaðar Katrín bendir á að stjórnvöld hafi átt í góðu samtali við verkalýðshreyfinguna jafnt sem samtök atvinnurekenda. Þetta samstarf hafi þegar skilað góðum árangri. „Núverandi fyrirkomulag kjararáðs verður væntanlega lagt niður með frumvarpi hér í haust. Í gær hækkuðu atvinnuleysisbætur upp í 90 prósent af lágmarkslaunum og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu. Það var bein afleiðing þessa samtals.“ Þá bendir hún enn fremur á að nýju þjóðhagsráði sé ætlað að líta til félagslegs stöðugleika ekki síður en efnahagslegs. „ASÍ hefur hafnað því að setjast í þjóðhagsráð þrátt fyrir að það hefði verið þeirra upprunalega krafa, að ráðinu yrði breytt með þessum hætti.“Ekki aðdáandi hótanastíls formanns VR Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ómyrkur í máli er hann ávarpaði útifund í gær. Sagði hann stjórnvöld m.a. rúin trausti, boðaði skæruverkföll og sagði sitt fólk geta lamað samgöngur og stofnanir ef með þyrfti.Frétt Vísis: Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast „Ég er ekki sérstakur aðdáandi einhvers hótanastíls í svona samskiptum, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að eiga þetta góða samtal. Við funduðum síðast á föstudaginn og reiknum með að funda aftur í þessum mánuði,“ segir Katrín. Í ræðu sinni gerði Ragnar m.a. kröfu um skattkerfisbreytingar og bætta stöðu á húsnæðismarkaði að viðlögðum aðgerðum. Katrín bendir hins vegar á að lög séu skýr um það af hvaða tilefni boða megi verkfallsaðgerðir – og hvað eigi heima á öðrum vettvangi. „Það er eitt að berjast fyrir bættum kjörum og tala fyrir félagslegum umbótum. Hins vegar er það auðvitað annað sem við getum kallað félagslega stefnu og verður auðvitað aldrei mótuð annars staðar en hér á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þannig að þarna eru hlutverkin ólík,“ segir Katrín að lokum. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær kvaðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, finna fyrir aukinni reiði og ólgu hjá sínu fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Þá sagði hann verkalýðshreyfinguna alla eiga sameiginlegan andstæðing. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld, en þannig er það bara,“ sagði Gylfi.Frétt Vísis: Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnarForsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir furðar sig á þessum ummælum.Ert þú höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar?„Nei, ég lít nú á verkalýðshreyfinguna sem minn samherja a.m.k. Samherja í að vinna að félagslegum umbótum,“ segir Katrín.Kjararáði breytt og atvinnuleysisbætur hækkaðar Katrín bendir á að stjórnvöld hafi átt í góðu samtali við verkalýðshreyfinguna jafnt sem samtök atvinnurekenda. Þetta samstarf hafi þegar skilað góðum árangri. „Núverandi fyrirkomulag kjararáðs verður væntanlega lagt niður með frumvarpi hér í haust. Í gær hækkuðu atvinnuleysisbætur upp í 90 prósent af lágmarkslaunum og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu. Það var bein afleiðing þessa samtals.“ Þá bendir hún enn fremur á að nýju þjóðhagsráði sé ætlað að líta til félagslegs stöðugleika ekki síður en efnahagslegs. „ASÍ hefur hafnað því að setjast í þjóðhagsráð þrátt fyrir að það hefði verið þeirra upprunalega krafa, að ráðinu yrði breytt með þessum hætti.“Ekki aðdáandi hótanastíls formanns VR Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ómyrkur í máli er hann ávarpaði útifund í gær. Sagði hann stjórnvöld m.a. rúin trausti, boðaði skæruverkföll og sagði sitt fólk geta lamað samgöngur og stofnanir ef með þyrfti.Frétt Vísis: Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast „Ég er ekki sérstakur aðdáandi einhvers hótanastíls í svona samskiptum, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að eiga þetta góða samtal. Við funduðum síðast á föstudaginn og reiknum með að funda aftur í þessum mánuði,“ segir Katrín. Í ræðu sinni gerði Ragnar m.a. kröfu um skattkerfisbreytingar og bætta stöðu á húsnæðismarkaði að viðlögðum aðgerðum. Katrín bendir hins vegar á að lög séu skýr um það af hvaða tilefni boða megi verkfallsaðgerðir – og hvað eigi heima á öðrum vettvangi. „Það er eitt að berjast fyrir bættum kjörum og tala fyrir félagslegum umbótum. Hins vegar er það auðvitað annað sem við getum kallað félagslega stefnu og verður auðvitað aldrei mótuð annars staðar en hér á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þannig að þarna eru hlutverkin ólík,“ segir Katrín að lokum.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira