Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. maí 2018 07:00 Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, var hér við minningarathöfn um hermenn sem fórust hér 1943. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. „Ísland er okkur enn mjög mikilvægt og jafnvel mikilvægara nú á síðustu árum,“ segir Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, sem staddur er hér á landi til að minnast fjórtán hermanna sem fórust í flugslysi fyrir 75 árum með sprengjuvélinni Hot Stuff á Fagradalsfjalli 3 maí 1943. Minnismerki var afhjúpað á slysstaðnum í gær og minningarathöfn haldin í Andrews kvikmyndahúsinu á Keflavíkurvelli. „Þótt slysið sé ekki mjög þekktur atburður í sögunni er þetta söguleg stund, ekki einungis vegna slyssins,“ segir Clark og vísar til þess að Bandaríkjaher kom til að vera með fasta viðveru á Íslandi sama ár og slysið varð. „Með þessari athöfn minnumst við einnig þessa sterka sambands sem ríkin tvö hafa átt undanfarin 75 ár.“Þótt bandaríski herinn hafi farið héðan árið 2006 ver bandaríska ríkið enn miklum fjármunum í innviði og viðhald á keflavíkurvelli enda viðveran alltaf einhver.Rúmur áratugur er frá því að bandaríski herinn fór héðan. Aðspurður segir Clark ekki hafa komið til umræðu milli ríkjanna að herinn snúi aftur til að vera með fasta viðveru hér, en hins vegar sé rætt um takmarkaðri viðveru. „Við í bandaríska hernum höfum þó nokkra viðveru hér vegna loftvarnareftirlitsins og það krefst töluverðra fjárfestinga í innviðum,“ segir Clark og bætir við: „Til marks um mikilvægi Íslands fyrir okkur, þá erum við að verja 14,5 milljónum dollara í innviði á Keflavíkurvelli bara á þessu ári.“ Clark segir fjárfestingar í innviðum þó ekki eingöngu vegna bandarískrar viðveru heldur hafi önnur NATO-ríki einnig gagn af því enda fari um þúsund flugvélar NATO-ríkja í gegnum Keflavík árlega. „Þannig að við þurfum og viljum hafa flugbrautir og önnur mannvirki í fullkomnu ástandi ef og þegar við þurfum á þeim að halda.“ Clark segir varnarsamvinnu Evrópuríkja mjög mikilvæga; ekki einungis meðal NATO-ríkja heldur einnig meðal ríkja sem standa utan NATO, eins og Finnland og Svíþjóð. „Við erum að byggja upp sameiginleg varnarlið og slíkt krefst flókins undirbúnings og æfinga við mismunandi aðstæður,“ segir Clark, aðspurður um stórar fyrirhugaðar heræfingar í Noregi í haust. Þótt Clark fallist á að spennustigið í NATO sé töluvert hærra en það hefur verið undanfarin ár vill hann lítið tjá sig um mögulegar hættur sem ógnað geta Evrópu og aðspurður um ótta Norðurlandanna og ríkja austar í Evrópu við Rússa segist Clark ekki geta talað fyrir þeirra hönd. „Ég veit hins vegar að þessi ríki eru mjög öflugir þátttakendur í varnarsamstarfinu, en hvort það er drifið af einhverjum ótta eða óróleika þori ég ekki að segja til um,“ segir Clark. Frá Bandaríkjamönnum séð snúist uppbygging varnarsamstarfsins í Evrópu ekki síst um mikilvægi NATO og góða samvinnu. „Það krefst bæði liðsafla og fjárfestinga og tekur tíma. Við hugsum ávallt þannig að við þurfum að vera undirbúin undir það versta en vona það besta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. „Ísland er okkur enn mjög mikilvægt og jafnvel mikilvægara nú á síðustu árum,“ segir Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, sem staddur er hér á landi til að minnast fjórtán hermanna sem fórust í flugslysi fyrir 75 árum með sprengjuvélinni Hot Stuff á Fagradalsfjalli 3 maí 1943. Minnismerki var afhjúpað á slysstaðnum í gær og minningarathöfn haldin í Andrews kvikmyndahúsinu á Keflavíkurvelli. „Þótt slysið sé ekki mjög þekktur atburður í sögunni er þetta söguleg stund, ekki einungis vegna slyssins,“ segir Clark og vísar til þess að Bandaríkjaher kom til að vera með fasta viðveru á Íslandi sama ár og slysið varð. „Með þessari athöfn minnumst við einnig þessa sterka sambands sem ríkin tvö hafa átt undanfarin 75 ár.“Þótt bandaríski herinn hafi farið héðan árið 2006 ver bandaríska ríkið enn miklum fjármunum í innviði og viðhald á keflavíkurvelli enda viðveran alltaf einhver.Rúmur áratugur er frá því að bandaríski herinn fór héðan. Aðspurður segir Clark ekki hafa komið til umræðu milli ríkjanna að herinn snúi aftur til að vera með fasta viðveru hér, en hins vegar sé rætt um takmarkaðri viðveru. „Við í bandaríska hernum höfum þó nokkra viðveru hér vegna loftvarnareftirlitsins og það krefst töluverðra fjárfestinga í innviðum,“ segir Clark og bætir við: „Til marks um mikilvægi Íslands fyrir okkur, þá erum við að verja 14,5 milljónum dollara í innviði á Keflavíkurvelli bara á þessu ári.“ Clark segir fjárfestingar í innviðum þó ekki eingöngu vegna bandarískrar viðveru heldur hafi önnur NATO-ríki einnig gagn af því enda fari um þúsund flugvélar NATO-ríkja í gegnum Keflavík árlega. „Þannig að við þurfum og viljum hafa flugbrautir og önnur mannvirki í fullkomnu ástandi ef og þegar við þurfum á þeim að halda.“ Clark segir varnarsamvinnu Evrópuríkja mjög mikilvæga; ekki einungis meðal NATO-ríkja heldur einnig meðal ríkja sem standa utan NATO, eins og Finnland og Svíþjóð. „Við erum að byggja upp sameiginleg varnarlið og slíkt krefst flókins undirbúnings og æfinga við mismunandi aðstæður,“ segir Clark, aðspurður um stórar fyrirhugaðar heræfingar í Noregi í haust. Þótt Clark fallist á að spennustigið í NATO sé töluvert hærra en það hefur verið undanfarin ár vill hann lítið tjá sig um mögulegar hættur sem ógnað geta Evrópu og aðspurður um ótta Norðurlandanna og ríkja austar í Evrópu við Rússa segist Clark ekki geta talað fyrir þeirra hönd. „Ég veit hins vegar að þessi ríki eru mjög öflugir þátttakendur í varnarsamstarfinu, en hvort það er drifið af einhverjum ótta eða óróleika þori ég ekki að segja til um,“ segir Clark. Frá Bandaríkjamönnum séð snúist uppbygging varnarsamstarfsins í Evrópu ekki síst um mikilvægi NATO og góða samvinnu. „Það krefst bæði liðsafla og fjárfestinga og tekur tíma. Við hugsum ávallt þannig að við þurfum að vera undirbúin undir það versta en vona það besta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira