Innlent

Alltof langt gæsluvarðhald hafði áhrif á að Sindri Þór lét sig hverfa að sögn verjanda

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Mynd tekin úr öryggismyndavél á Keflavíkurflugvelli.
Mynd tekin úr öryggismyndavél á Keflavíkurflugvelli. Vísir
Sindri Þór Stefánsson var færður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar á þessu ári vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaveri. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði.  Þorgils Þorgilsson lögmaður hans segir að miðað við hvaða brot sé verið að rannsaka hafi gæsluvarðhaldið verið mjög langt.

„Þetta er virkilega langt gæsluvarðhald. Tíu vikna gæsluvarðhald er mjög langt gæsluvarðahald að þurfa að þola,“ segir Þorgils. 

Þorgils segir að Sindri hafi ákveðið að fara frá Sogni eftir tíu daga en þá hafi gæsluvarðhald yfir honum verið runnið út og hann verið frjáls ferða sinna.

„Hann fékk tilkynningu um að hann mætti fara. Hann væri frjáls, að fangelsið hefði ekki heimild til að halda honum sem var eðlileg útskýring af hálfu fangelsisins. Þannig að réttarstaða hans var sú að hann var frjáls,“ segir hann.

Þorgils segir að Sindri Þór hafi tekið ákvörðunina um að fara frá Sogni í óðagoti og telur að lengd gæsluvarðhaldsins hafi þar haft áhrif.

„Ég held að tvímælalaust að þetta skýrist af þessu langa gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald er eins og ég segi mjög íþyngjandi, það er mjög erfitt að sitja í gæsluvarðahaldi. Og já ég hugsa að það hafi átt stærsta þátt sinn í þessu.“

Sindri Þór Stefánsson hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu að sögn verjanda hans. Eftir úrskurð héraðsdóms yfir honum í gær sendi Sindri frá sér yfirlýsingu á Instagram þar sem hann furðaði sig á aðgerðum lögreglu í máli sínu.


Tengdar fréttir

Eðlilega ósáttur segir verjandinn

Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir skiljanlegt að Sindra finnist óeðlilegt að lýst hafi verið eftir honum og hann sagður strokufangi.

Ætlar að krefjast sýknu yfir Sindra

Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar sem kom heim frá Amsterdam í gær ætlar að krefjast sýknu yfir honum ef hann verður ákærður fyrir aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði hér á landi. Hann veltir fyrir sér hvort þörf hafi verið á að flytja Sindra í járnum til landsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.