Segja of seint í rassinn gripið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. „Fyrst og fremst gerir þetta ekkert fyrir starfsfólkið og það er það sem skiptir máli, þetta snýst um fólkið sem starfar á gólfinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VR er nú þegar búið að færa viðburðinn Fyrirtæki ársins sem halda átti 17. maí í Hörpu. Til stóð að halda jólaball félagsins í húsinu en nú er verið að vinna í að finna því annan stað. Vegna lítils fyrirvara gat félagið hins vegar ekki fært árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna VR annað og það verður í Hörpu á morgun.Sjá einnig: Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Þeir þjónustufulltrúar sem Fréttablaðið náði tali af sögðu að þetta útspil Svanhildar breytti engu um uppsagnir þeirra. „Fyrir mína parta er þetta of seint í rassinn gripið,“ segir Guðrún Jóna H. Hilmarsdóttir. Annar þjónustufulltrúi sem starfað hefur í Hörpu í fimm ár er Guðrúnu sammála. „Að þetta spretti upp núna þegar það er svona mikil reiði finnst okkur fullseint.“ Að sögn þjónustufulltrúans var erfitt að taka þá ákvörðun að segja upp. „Þetta er alveg það seinasta sem við vildum gera því þetta er auðvitað frábær vinna.“ Ragnar segist bera ómælda virðingu fyrir ákvörðun þjónustufulltrúa Hörpu um að segja upp. „Við erum að sýna í verki að við stöndum með þessu starfsfólki og félagsmönnum okkar. Ég er mjög stoltur af þessu fólki fyrir að sýna þessa áræðni og það er mikilvægt að sýna þessu fólki samstöðu bæði í orði og á borði. Ef stéttarfélagið sýnir þessu fólki ekki stuðning þá er fokið í flest skjól.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. „Fyrst og fremst gerir þetta ekkert fyrir starfsfólkið og það er það sem skiptir máli, þetta snýst um fólkið sem starfar á gólfinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VR er nú þegar búið að færa viðburðinn Fyrirtæki ársins sem halda átti 17. maí í Hörpu. Til stóð að halda jólaball félagsins í húsinu en nú er verið að vinna í að finna því annan stað. Vegna lítils fyrirvara gat félagið hins vegar ekki fært árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna VR annað og það verður í Hörpu á morgun.Sjá einnig: Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Þeir þjónustufulltrúar sem Fréttablaðið náði tali af sögðu að þetta útspil Svanhildar breytti engu um uppsagnir þeirra. „Fyrir mína parta er þetta of seint í rassinn gripið,“ segir Guðrún Jóna H. Hilmarsdóttir. Annar þjónustufulltrúi sem starfað hefur í Hörpu í fimm ár er Guðrúnu sammála. „Að þetta spretti upp núna þegar það er svona mikil reiði finnst okkur fullseint.“ Að sögn þjónustufulltrúans var erfitt að taka þá ákvörðun að segja upp. „Þetta er alveg það seinasta sem við vildum gera því þetta er auðvitað frábær vinna.“ Ragnar segist bera ómælda virðingu fyrir ákvörðun þjónustufulltrúa Hörpu um að segja upp. „Við erum að sýna í verki að við stöndum með þessu starfsfólki og félagsmönnum okkar. Ég er mjög stoltur af þessu fólki fyrir að sýna þessa áræðni og það er mikilvægt að sýna þessu fólki samstöðu bæði í orði og á borði. Ef stéttarfélagið sýnir þessu fólki ekki stuðning þá er fokið í flest skjól.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
„Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09