Innlent

Bragi mætir á fund velferðarnefndar

Birgir Olgeirsson skrifar
Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag.
Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag.
Bragi Guðbrandsson, sem er í leyfi frá störfum sem forstjóri Barnaverndarstofu, mun mæta á fund velferðarnefndar á miðvikudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndarsviði Alþingis en fundurinn hefst klukkan 10 og stendur yfir í um klukkustund en hann verður opinn öllum.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti á fund nefndarinnar í morgun en boðað var til fundarins til að ræða mál Braga og meint afskipti hans af barnaverndarmáli í Hafnarfirði og þrýsting sem Bragi er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann þegar ríkisstjórnin ákvað þann 23. febrúar að útnefna Braga sem frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Á fundinum sagði Ásmundur Einar að fyrirtæki hefði verið ráðið til að gera úttekt á barnaverndarmálum í landinu. Sagði Ásmundur þá vinnu vera hafna og niðurstöðu megi vænta í haust.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.