„Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. apríl 2018 20:02 Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Verði niðurstaða þeirrar úttektar á annan veg en úttekt ráðuneytisins á störfum Braga, segir ráðherra að það muni hafa áhrif á tilnefningu hans til Barnaréttarnefndar sameinuðu þjóðanna. Heildarúttekt verður gerð á barnaverndarmálum í haust. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram á ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna. Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og þingkona Pírata sótti hart að Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra í upphafi opins fundar nefndarinnar með ráðherra vegna málsins í morgun. En fyrir helgi hvatti hún ráðherra til að íhuga stöðu sína og sagði hann hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum leyndum fyrir Velferðarnefnd. „Það var líka niðurstaða ráðuneytisins, eins og ég rakti hérna áðan…,“ sagði Ásmundur Einar á fundi Velferðarnefndar í morgun. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar greip fram í fyrir Ásmundi og spurði; „En ég er að spyrja hvort þú teljir að þetta sé í lagi.“ „Ég get auðvitað ekki sett neina sleggjudóma aðra en þá sem búið er að fara fram skoðun á,“ sagði Ásmundur þá. Í niðurstöðu úttektar Velferðarráðuneytisins á störfum Braga, sem þáverandi félagsmálaráðherra Þorsteinn Víglundsson kallaði eftir, kom fram að ekki hafi þótt ástæða til áminningar eða brot í starfi.„Var niðurstaðan að beina þyrfti tilmælum til Braga?“ spurði Halldóra. „Það var ekki talin ástæða til áminningar eða það hafi verið brot í starfi,“ sagði Ásmundur. „En að beina tilmælum? Var það niðurstaðan? Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning. Var talað um að það þyrfti að beina tilmælum til Braga. Formaður Velferðarnefndar minnir á að greina satt og rétt frá. Var það niðurstaðan að það þyrfti að beina tilmælum til Braga,“ spurði Halldóra. „Ég er ekki með þessi gögn nákvæmlega fyrir framan mig,“ sagði Ásmundur. Formaður Velferðarnefndar var ekki sátt við svör ráðherra á fundinum. „Það var nú lítið af skýrum svörum. Það var meira talað í kringum hlutina sem að er kannski það sem má búast við á þessum vinnustað,“ sagði Halldóra Mogensen við fréttamann að loknum fundir með ráðherra í dag. Gögnin sem Halldóra segir að ráðherra hafi leynt nefndinni er minnisblað um störf Braga sem ekki var sagt frá eða afhent þegar fjallað var um málið í febrúar síðastliðnum. „Nú viðurkennir ráðherra að það minnisblað hafi verið til og sé til, en einhverja hluta vegna að þá mögulega vorum við ekki að biðja um þá á réttan hátt. Ég veit það ekki. Það er oft sem að hægt er að fela sig á bak við hluti eða forðast það að gefa upplýsingar ef það er ekki beðið um þá á nákvæmlega réttan hátt,“ sagði Halldóra.Hefur þú enn þá eftir fundinn út á embættisfærslur ráðherra að setja? „Já, ég hef það. Ég spyr hann hvort það hafi verið beint einhverjum tilmælum til Braga og ráðherra svona forðast að svara með því að segja að hann sé ekki með gögnin fyrir framan sig,“ sagði Halldóra. „Mér fannst þetta reyndar mjög góðar umræður í nefndinni og ég hef lagt áherslu á það í þessu máli að eiga gott samstarf við Velferðarnefnd,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra að loknum fundi.Hvað finnst þér um að vera vændur um að ljúga í ræðustól Alþingis og að hafa farið gögn fyrir Velferðarnefnd? „Ég veit að ég hef alltaf sagt satt og rétt frá fyrir Velferðarnefnd. Ég ætla ekki að gerast dómari í þessu máli,“ sagði Ásmundur.En hefur þú leynt gögnum? Velferðarnefnd er með öll sömu gögn og ráðuneytið hefur í þessu máli,“ sagði Ásmundur. Tengdar fréttir Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Bragi mætir ekki á opinn fund Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. 29. apríl 2018 19:32 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Verði niðurstaða þeirrar úttektar á annan veg en úttekt ráðuneytisins á störfum Braga, segir ráðherra að það muni hafa áhrif á tilnefningu hans til Barnaréttarnefndar sameinuðu þjóðanna. Heildarúttekt verður gerð á barnaverndarmálum í haust. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram á ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna. Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og þingkona Pírata sótti hart að Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra í upphafi opins fundar nefndarinnar með ráðherra vegna málsins í morgun. En fyrir helgi hvatti hún ráðherra til að íhuga stöðu sína og sagði hann hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum leyndum fyrir Velferðarnefnd. „Það var líka niðurstaða ráðuneytisins, eins og ég rakti hérna áðan…,“ sagði Ásmundur Einar á fundi Velferðarnefndar í morgun. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar greip fram í fyrir Ásmundi og spurði; „En ég er að spyrja hvort þú teljir að þetta sé í lagi.“ „Ég get auðvitað ekki sett neina sleggjudóma aðra en þá sem búið er að fara fram skoðun á,“ sagði Ásmundur þá. Í niðurstöðu úttektar Velferðarráðuneytisins á störfum Braga, sem þáverandi félagsmálaráðherra Þorsteinn Víglundsson kallaði eftir, kom fram að ekki hafi þótt ástæða til áminningar eða brot í starfi.„Var niðurstaðan að beina þyrfti tilmælum til Braga?“ spurði Halldóra. „Það var ekki talin ástæða til áminningar eða það hafi verið brot í starfi,“ sagði Ásmundur. „En að beina tilmælum? Var það niðurstaðan? Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning. Var talað um að það þyrfti að beina tilmælum til Braga. Formaður Velferðarnefndar minnir á að greina satt og rétt frá. Var það niðurstaðan að það þyrfti að beina tilmælum til Braga,“ spurði Halldóra. „Ég er ekki með þessi gögn nákvæmlega fyrir framan mig,“ sagði Ásmundur. Formaður Velferðarnefndar var ekki sátt við svör ráðherra á fundinum. „Það var nú lítið af skýrum svörum. Það var meira talað í kringum hlutina sem að er kannski það sem má búast við á þessum vinnustað,“ sagði Halldóra Mogensen við fréttamann að loknum fundir með ráðherra í dag. Gögnin sem Halldóra segir að ráðherra hafi leynt nefndinni er minnisblað um störf Braga sem ekki var sagt frá eða afhent þegar fjallað var um málið í febrúar síðastliðnum. „Nú viðurkennir ráðherra að það minnisblað hafi verið til og sé til, en einhverja hluta vegna að þá mögulega vorum við ekki að biðja um þá á réttan hátt. Ég veit það ekki. Það er oft sem að hægt er að fela sig á bak við hluti eða forðast það að gefa upplýsingar ef það er ekki beðið um þá á nákvæmlega réttan hátt,“ sagði Halldóra.Hefur þú enn þá eftir fundinn út á embættisfærslur ráðherra að setja? „Já, ég hef það. Ég spyr hann hvort það hafi verið beint einhverjum tilmælum til Braga og ráðherra svona forðast að svara með því að segja að hann sé ekki með gögnin fyrir framan sig,“ sagði Halldóra. „Mér fannst þetta reyndar mjög góðar umræður í nefndinni og ég hef lagt áherslu á það í þessu máli að eiga gott samstarf við Velferðarnefnd,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra að loknum fundi.Hvað finnst þér um að vera vændur um að ljúga í ræðustól Alþingis og að hafa farið gögn fyrir Velferðarnefnd? „Ég veit að ég hef alltaf sagt satt og rétt frá fyrir Velferðarnefnd. Ég ætla ekki að gerast dómari í þessu máli,“ sagði Ásmundur.En hefur þú leynt gögnum? Velferðarnefnd er með öll sömu gögn og ráðuneytið hefur í þessu máli,“ sagði Ásmundur.
Tengdar fréttir Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Bragi mætir ekki á opinn fund Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. 29. apríl 2018 19:32 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00
Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52
Bragi mætir ekki á opinn fund Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. 29. apríl 2018 19:32