Sport

Aðgerðin gekk vel hjá Gunnari sem ætlar að berjast á þessu ári

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar vill berjast á þsesu ári.
Gunnar vill berjast á þsesu ári. vísir/afp

Gunnar Nelson gekkst í dag undir aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum. Aðgerðin gekk vel að sögn Gunnars.

Meiðslin urðu til þess að aflýsa þurfti að bardaga Gunnars gegn Neil Magny sem átti að fara fram í Liverpool í lok maí.

Gunnar segir að aðgerðin hafi gengið vel en hann reiknar með að vera frá í átta vikur. Leiðin liggur svo beint í æfingarsalinn segir Gunnar á Instagram síðu sinni.

Einnig segir hann að hann vilji berjast á þessu ári og muni leita af bardaga þegar hann verði klár í slaginn og geti barist á ný.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.