Fyrsta lagið eftir árásina í Manchester Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 20. apríl 2018 14:34 Ariana Grande hér á góðgerðartónleikunum, One Love, sem hún stóð fyrir eftir árásina við Manchester Arena í fyrra. Vísir/Getty Ariana Grande gaf út nýtt lag, „No Tears Left to Cry“ nú undir morgun. Þetta er fyrsta lagið sem söngkonan gefur út síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina í Manchester, þar sem söngkonan hélt tónleika í maí í fyrra. Tuttugu og tveir létu lífið í árásinni. Lagið vísar óbeint til árásarinnar en þrautseigjan og bjartsýnin sem einkenndu góðgerðartónleikana One Love, sem hún stóð fyrir aðeins tveimur vikum eftir árásina, skín í gegn í laginu eins og kemur fram í frétt BBC um lagið.Grande hefur verið treg til að gefa út nýja tónlist eftir árásina. Í viðtali við tímaritið Billboard á síðasta ári sagði hún tónleikaferðalagið sem hún var að klára hafa tekið verulega á tilfinningalega og hana langaði mest að halda utan um ástvini og vera heima um stund. Söngkonan hefur ýjað að nýju lagi síðan á þriðjudag þegar hún tísti til fylgjenda sinna „saknaði ykkar“ eða „missed you“ á ensku. Myndband fylgdi laginu og má sjá það neðst í fréttinni. Í enda þess sést býfluga fljúga yfir skjáinn, en býflugan er tákn Manchesterborgar og því virðingarvottur við borgina og íbúa hennar. Fastlega má gera ráð fyrir því að lagið verði vinsælt á næstu misserum enda um kraftmikið sumarlegt lag að ræða. Tónlist Tengdar fréttir Ariana Grande með skilaboð til aðdáenda: "Hatrið má ekki sigra“ Bandaríska sönkonan Ariana Grande hyllir aðdáendur sína í skilaboðum sem hún birti á Twitter síðdegis í dag. 26. maí 2017 18:27 Ariana Grande heimsótti aðdáendur sína á sjúkrahúsi í Manchester Styrktartónleikar Ariönu Grande fara fram á krikketvellinum Old Trafford annað kvöld. 3. júní 2017 08:10 Ariana Grande gerð að heiðursborgara í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á dögunum og var það söngkonan sjálf sem skipulagði tónleikana. 14. júní 2017 14:45 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Ariana Grande gaf út nýtt lag, „No Tears Left to Cry“ nú undir morgun. Þetta er fyrsta lagið sem söngkonan gefur út síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina í Manchester, þar sem söngkonan hélt tónleika í maí í fyrra. Tuttugu og tveir létu lífið í árásinni. Lagið vísar óbeint til árásarinnar en þrautseigjan og bjartsýnin sem einkenndu góðgerðartónleikana One Love, sem hún stóð fyrir aðeins tveimur vikum eftir árásina, skín í gegn í laginu eins og kemur fram í frétt BBC um lagið.Grande hefur verið treg til að gefa út nýja tónlist eftir árásina. Í viðtali við tímaritið Billboard á síðasta ári sagði hún tónleikaferðalagið sem hún var að klára hafa tekið verulega á tilfinningalega og hana langaði mest að halda utan um ástvini og vera heima um stund. Söngkonan hefur ýjað að nýju lagi síðan á þriðjudag þegar hún tísti til fylgjenda sinna „saknaði ykkar“ eða „missed you“ á ensku. Myndband fylgdi laginu og má sjá það neðst í fréttinni. Í enda þess sést býfluga fljúga yfir skjáinn, en býflugan er tákn Manchesterborgar og því virðingarvottur við borgina og íbúa hennar. Fastlega má gera ráð fyrir því að lagið verði vinsælt á næstu misserum enda um kraftmikið sumarlegt lag að ræða.
Tónlist Tengdar fréttir Ariana Grande með skilaboð til aðdáenda: "Hatrið má ekki sigra“ Bandaríska sönkonan Ariana Grande hyllir aðdáendur sína í skilaboðum sem hún birti á Twitter síðdegis í dag. 26. maí 2017 18:27 Ariana Grande heimsótti aðdáendur sína á sjúkrahúsi í Manchester Styrktartónleikar Ariönu Grande fara fram á krikketvellinum Old Trafford annað kvöld. 3. júní 2017 08:10 Ariana Grande gerð að heiðursborgara í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á dögunum og var það söngkonan sjálf sem skipulagði tónleikana. 14. júní 2017 14:45 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Ariana Grande með skilaboð til aðdáenda: "Hatrið má ekki sigra“ Bandaríska sönkonan Ariana Grande hyllir aðdáendur sína í skilaboðum sem hún birti á Twitter síðdegis í dag. 26. maí 2017 18:27
Ariana Grande heimsótti aðdáendur sína á sjúkrahúsi í Manchester Styrktartónleikar Ariönu Grande fara fram á krikketvellinum Old Trafford annað kvöld. 3. júní 2017 08:10
Ariana Grande gerð að heiðursborgara í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á dögunum og var það söngkonan sjálf sem skipulagði tónleikana. 14. júní 2017 14:45