Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 21. apríl 2018 07:30 Freyja segist vera þakklát fyrir stuðning síðustu daga. Vísir/ Vilhelm Fullt var út úr dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og kynjafræðings, gegn Barnaverndarstofu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Freyja að 13 vitni hefðu komið fyrir dóminn, bæði frá sér og Barnaverndarstofu. Málið á sér langan aðdraganda. „Stefnan snýr að því að ég sæki um að gerast fósturforeldri árið 2014 og er samþykkt hjá sveitarfélagi. Í kjölfarið á maður með réttu að fara í frekara mat hjá Barnaverndarstofu sem felst í námskeiði. Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ útskýrir Freyja. Freyja tekur það skýrt fram að málið snúist um málsmeðferðina en ekki beinan rétt hennar til þess að vera foreldri. Hún segir að krafa sín sé að dómurinn ógildi ákvörðun Barnaverndarstofu um að hún megi ekki halda áfram í ferlinu. Freyja byrjaði á að áfrýja ákvörðun Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi staðfest niðurstöðuna.Auður Tinna (til hægri), er annar lögmanna Freyju.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Freyju, segir að í málinu reyni mest á jafnræðisregluna annars vegar og á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins hins vegar. Hún segir Barnaverndarstofu hafa neitað Freyju um frekara mat vegna skilyrða um almenna góða heilsu, öryggi og stöðugleika sem er að finna í 6. grein reglugerðar um fóstur. „Við byggjum á því í málinu að læknisvottorð og öll gögn málsins sýni að hún uppfyllir öll þessi skilyrði en Barnaverndarstofa telur ekkert skilyrðanna vera uppfyllt,“ bendir Auður Tinna á. Freyja segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga. Fólk hefur meðal annars skipt út prófílmyndum sínum á Facebook til stuðnings Freyju. „Ég held að það hafi sýnt sig allra best við aðalmeðferðina því það var troðið út úr dyrum af stuðningsfólki og það komust ekki allir að sem vildu,“ segir Freyja þakklát. Hún segir það mikilvægt að finna fyrir stuðningi þegar barist er fyrir réttindum því það getur gengið nærri manni. Dómarar hafa fjórar til átta vikur til að skila dómi en Auður Tinna gerir sér vonir um að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Þegar Freyja er spurð um væntingar sínar til niðurstöðu dómsins segir hún það vera skyldu sína að vera vongóð. Hún hefði ekki farið í þetta ferli ef hún hefði ekki haft trú á að dæmt yrði henni í vil. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fullt var út úr dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og kynjafræðings, gegn Barnaverndarstofu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Freyja að 13 vitni hefðu komið fyrir dóminn, bæði frá sér og Barnaverndarstofu. Málið á sér langan aðdraganda. „Stefnan snýr að því að ég sæki um að gerast fósturforeldri árið 2014 og er samþykkt hjá sveitarfélagi. Í kjölfarið á maður með réttu að fara í frekara mat hjá Barnaverndarstofu sem felst í námskeiði. Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ útskýrir Freyja. Freyja tekur það skýrt fram að málið snúist um málsmeðferðina en ekki beinan rétt hennar til þess að vera foreldri. Hún segir að krafa sín sé að dómurinn ógildi ákvörðun Barnaverndarstofu um að hún megi ekki halda áfram í ferlinu. Freyja byrjaði á að áfrýja ákvörðun Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi staðfest niðurstöðuna.Auður Tinna (til hægri), er annar lögmanna Freyju.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Freyju, segir að í málinu reyni mest á jafnræðisregluna annars vegar og á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins hins vegar. Hún segir Barnaverndarstofu hafa neitað Freyju um frekara mat vegna skilyrða um almenna góða heilsu, öryggi og stöðugleika sem er að finna í 6. grein reglugerðar um fóstur. „Við byggjum á því í málinu að læknisvottorð og öll gögn málsins sýni að hún uppfyllir öll þessi skilyrði en Barnaverndarstofa telur ekkert skilyrðanna vera uppfyllt,“ bendir Auður Tinna á. Freyja segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga. Fólk hefur meðal annars skipt út prófílmyndum sínum á Facebook til stuðnings Freyju. „Ég held að það hafi sýnt sig allra best við aðalmeðferðina því það var troðið út úr dyrum af stuðningsfólki og það komust ekki allir að sem vildu,“ segir Freyja þakklát. Hún segir það mikilvægt að finna fyrir stuðningi þegar barist er fyrir réttindum því það getur gengið nærri manni. Dómarar hafa fjórar til átta vikur til að skila dómi en Auður Tinna gerir sér vonir um að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Þegar Freyja er spurð um væntingar sínar til niðurstöðu dómsins segir hún það vera skyldu sína að vera vongóð. Hún hefði ekki farið í þetta ferli ef hún hefði ekki haft trú á að dæmt yrði henni í vil.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira