Stuðningsfulltrúinn áfram í gæsluvarðhaldi - ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 24. apríl 2018 15:51 Húsnæði Landsréttar. Vísir/Hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum og einum andlega fötluðum manni. Hann er grunaður um þrjú brot til viðbótar sem enn eru til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn verður því í gæsluvarðhaldi til 11. maí hið minnsta. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, sé ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og fyrir nauðganir. Brotin geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Að mati ákæruvaldsins séu brotin þess eðlis að nauðsynlegt sé, með tilliti til almannahagsmuna, að tryggja áfram að kærði gangi ekki laus á meðan mál hans séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum. Ætluð brot ákærða séu þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus meðan mál hans séu til meðferðar. Verjandi mannsins mótmælti gæsluvarðhaldsúrskurðinum á þeim forsendum að ekki hafi verið ákært öll þau meintu brot sem voru til rannsóknar hjá lögreglu, því verði hver ákæruliður fyrir sig að uppfylla skilyrði um almannhagsmuni. Í úrskurðinum segir hins vegar að ákæra hafi verið gefin út í málinu þar sem ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn fimm börnum og geti hvert brot varðað allt að sextán ára fangelsi. Sjónarmið kærða um að ekki hafi verið ákært fyrir öll þau brot sem voru til rannsóknar breytir engu þar um. Úrskurður Landsréttar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum og einum andlega fötluðum manni. Hann er grunaður um þrjú brot til viðbótar sem enn eru til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn verður því í gæsluvarðhaldi til 11. maí hið minnsta. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, sé ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og fyrir nauðganir. Brotin geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Að mati ákæruvaldsins séu brotin þess eðlis að nauðsynlegt sé, með tilliti til almannahagsmuna, að tryggja áfram að kærði gangi ekki laus á meðan mál hans séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum. Ætluð brot ákærða séu þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus meðan mál hans séu til meðferðar. Verjandi mannsins mótmælti gæsluvarðhaldsúrskurðinum á þeim forsendum að ekki hafi verið ákært öll þau meintu brot sem voru til rannsóknar hjá lögreglu, því verði hver ákæruliður fyrir sig að uppfylla skilyrði um almannhagsmuni. Í úrskurðinum segir hins vegar að ákæra hafi verið gefin út í málinu þar sem ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn fimm börnum og geti hvert brot varðað allt að sextán ára fangelsi. Sjónarmið kærða um að ekki hafi verið ákært fyrir öll þau brot sem voru til rannsóknar breytir engu þar um. Úrskurður Landsréttar
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15