Stuðningsfulltrúinn áfram í gæsluvarðhaldi - ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 24. apríl 2018 15:51 Húsnæði Landsréttar. Vísir/Hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum og einum andlega fötluðum manni. Hann er grunaður um þrjú brot til viðbótar sem enn eru til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn verður því í gæsluvarðhaldi til 11. maí hið minnsta. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, sé ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og fyrir nauðganir. Brotin geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Að mati ákæruvaldsins séu brotin þess eðlis að nauðsynlegt sé, með tilliti til almannahagsmuna, að tryggja áfram að kærði gangi ekki laus á meðan mál hans séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum. Ætluð brot ákærða séu þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus meðan mál hans séu til meðferðar. Verjandi mannsins mótmælti gæsluvarðhaldsúrskurðinum á þeim forsendum að ekki hafi verið ákært öll þau meintu brot sem voru til rannsóknar hjá lögreglu, því verði hver ákæruliður fyrir sig að uppfylla skilyrði um almannhagsmuni. Í úrskurðinum segir hins vegar að ákæra hafi verið gefin út í málinu þar sem ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn fimm börnum og geti hvert brot varðað allt að sextán ára fangelsi. Sjónarmið kærða um að ekki hafi verið ákært fyrir öll þau brot sem voru til rannsóknar breytir engu þar um. Úrskurður Landsréttar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum og einum andlega fötluðum manni. Hann er grunaður um þrjú brot til viðbótar sem enn eru til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn verður því í gæsluvarðhaldi til 11. maí hið minnsta. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, sé ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og fyrir nauðganir. Brotin geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Að mati ákæruvaldsins séu brotin þess eðlis að nauðsynlegt sé, með tilliti til almannahagsmuna, að tryggja áfram að kærði gangi ekki laus á meðan mál hans séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum. Ætluð brot ákærða séu þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus meðan mál hans séu til meðferðar. Verjandi mannsins mótmælti gæsluvarðhaldsúrskurðinum á þeim forsendum að ekki hafi verið ákært öll þau meintu brot sem voru til rannsóknar hjá lögreglu, því verði hver ákæruliður fyrir sig að uppfylla skilyrði um almannhagsmuni. Í úrskurðinum segir hins vegar að ákæra hafi verið gefin út í málinu þar sem ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn fimm börnum og geti hvert brot varðað allt að sextán ára fangelsi. Sjónarmið kærða um að ekki hafi verið ákært fyrir öll þau brot sem voru til rannsóknar breytir engu þar um. Úrskurður Landsréttar
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15