Innlent

Maðurinn sem missti meðvitund á Heimakletti er látinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Maðurinn er um sextugt.
Maðurinn er um sextugt.

Karalmaður sem missti meðvitund á Heimakletti í Vestmannaeyjum á sjötta tímanum í dag er látinn. Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir þetta í samtali við Vísi. Maðurinn er heimamaður í Eyjum og var á göngu með samferðafólki þegar hann hneig niður. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgunaraðgerðir á staðnum báru ekki árangur.

Læknir í þyrlunni úrskurðaði manninn látinn og var hann fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.