Beggi blindi gómaði þjóf: „Auðvitað kom blindi maðurinn auga á þetta“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2018 22:20 Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, lét ekki plata sig í Vestmannaeyjum á dögunum. vísir/stefán Bergvin Oddsson, oft kallaður Beggi blindi, gómaði þjóf á dögunum. Maðurinn hafði farið um hótel á Suðurlandi, gist þar og svo stungið af án þess að borga fyrir þjónustuna. Maðurinn ætlaði að leika sama leik á Aska hostel í Vestmannaeyjum þar sem Beggi vinnur. Beggi hafði hins vegar fengið ábendingu frá lögreglu nokkrum dögum áður um að hafa varann á gagnvart fyrrnefndum svikahrappi. Bergvin sagði stoltur frá atvikinu á Facebook síðu sinni í dag. Var að bíða eftir peningum frá systur sinni „Lögreglan hefur samband og hringir í okkur og gistihúsaeigendur á eyjunni fyrir svona 10 dögum síðan og þá annars vegar að spyrja hvort að það sé einhver pólskur maður með þessu nafni hjá okkur eða hafi verið hjá okkur. Sömuleiðis voru þeir að aðvara okkur að þessi maður labbi á milli gistiheimila og hótela og fari. Í gær kemur hann og það er annar maður sem tekur á móti honum og svo heyri ég í dag að það sé Pólverji í einu ákveðnu herbergi hjá okkur og ætli að vera í fimm daga og borga á morgun því hann væri að bíða eftir pening frá systur sinni og mér fannst þetta allt voða dularfullt. Svo ég bað manneskjuna sem tók á móti honum að spyrja um nafnið og þá stemmdi það. Ég hafði svo samband við lögregluna í eyjum og þeir flettu þessu upp og fengu það staðfest að þetta væri þessi maður sem þeir voru búnir að leita að. Þetta er ekki túristi eða neitt,“ segir Bergvin.Ráku manninn út Bergvin segir í samtali við Vísi að þau hafi verið að bíða eftir að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það gerðist ekki. „Af því að við vorum að bíða eftir því að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það var ekki gert. Þannig að ég veit ekkert hvað löggan gerði í framhaldinu en við rákum hann út,“ segir Bergvin. Þegar falast var eftir upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, könnuðust þau ekki við málið. Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bergvin Oddsson, oft kallaður Beggi blindi, gómaði þjóf á dögunum. Maðurinn hafði farið um hótel á Suðurlandi, gist þar og svo stungið af án þess að borga fyrir þjónustuna. Maðurinn ætlaði að leika sama leik á Aska hostel í Vestmannaeyjum þar sem Beggi vinnur. Beggi hafði hins vegar fengið ábendingu frá lögreglu nokkrum dögum áður um að hafa varann á gagnvart fyrrnefndum svikahrappi. Bergvin sagði stoltur frá atvikinu á Facebook síðu sinni í dag. Var að bíða eftir peningum frá systur sinni „Lögreglan hefur samband og hringir í okkur og gistihúsaeigendur á eyjunni fyrir svona 10 dögum síðan og þá annars vegar að spyrja hvort að það sé einhver pólskur maður með þessu nafni hjá okkur eða hafi verið hjá okkur. Sömuleiðis voru þeir að aðvara okkur að þessi maður labbi á milli gistiheimila og hótela og fari. Í gær kemur hann og það er annar maður sem tekur á móti honum og svo heyri ég í dag að það sé Pólverji í einu ákveðnu herbergi hjá okkur og ætli að vera í fimm daga og borga á morgun því hann væri að bíða eftir pening frá systur sinni og mér fannst þetta allt voða dularfullt. Svo ég bað manneskjuna sem tók á móti honum að spyrja um nafnið og þá stemmdi það. Ég hafði svo samband við lögregluna í eyjum og þeir flettu þessu upp og fengu það staðfest að þetta væri þessi maður sem þeir voru búnir að leita að. Þetta er ekki túristi eða neitt,“ segir Bergvin.Ráku manninn út Bergvin segir í samtali við Vísi að þau hafi verið að bíða eftir að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það gerðist ekki. „Af því að við vorum að bíða eftir því að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það var ekki gert. Þannig að ég veit ekkert hvað löggan gerði í framhaldinu en við rákum hann út,“ segir Bergvin. Þegar falast var eftir upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, könnuðust þau ekki við málið.
Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira