Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Umskurðarfrumvarpið sem liggur fyrir Alþingi hefur vakið heimsathygli. Vísir/Getty Allsherjar- og menntamálanefnd mun leggja til við Alþingi að frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum, þess efnis að banna umskurð drengja, verði vísað frá. Silja Dögg segir tilganginn með þessu frumvarpi sínu að verja hagsmuni barna og vill að málið verði unnið áfram í fagráðuneytum. Frumvarpinu var útbýtt á þingi í lok janúar og frá þeim tíma hafa alls 133 umsagnir um það borist þinginu. Einnig hefur fjöldinn allur af bréfum verið sendur þingmönnum þar sem menn skiptast í tvo hópa; með og á móti frumvarpinu. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar þann 1. mars og hefur setið þar fast síðan. Silja Dögg hafði ekki heyrt þessar málalyktir þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ef nefndin ákveður að vísa málinu til ríkisstjórnar þá geri ég ráð fyrir því að ákveðin skoðun fari fram. Þá er tilganginum náð,“ segir Silja Dögg. „Tilgangur frumvarpsins er að vernda réttindi barna. En við meðferð málsins hafa komið í ljós fjölmargar hliðar sem þarf að skoða betur.“Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/vilhelmAðeins nokkrir þingdagar eru eftir þar til alþingismenn fara í sumarfrí. Að mati Silju getur það því verið heillavænlegt fyrir frumvarpið ef því verður vísað frá. „Nú er langt liðið á apríl svo að ég sé ekki fyrir mér að allsherjar- og menntamálanefnd nái að fara eins vandlega yfir málið og þörf er á. Það er ekki langt eftir af þinginu. Ef þetta verður niðurstaða nefndarinnar, að vísa málinu til ríkisstjórnar, er ég viss um að þar séu tæki og mannskapur og þekking til að fara yfir þessa hluti sem fram hafa komið í umsögnum um málið.“ Frumvarp Silju Daggar, og átta annarra þingmanna, hefur vakið mikla athygli, bæði hér landi og utan landsteinanna. Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu með frumvarpinu. Rúmlega 400 íslenskir læknar lýstu jafnframt ánægju með það en þeir sögðu umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lagðist gegn frumvarpinu og sagði að með samþykkt þess myndaðist hætta á að gyðingdómur og íslam yrðu gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum á Íslandi. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ ritaði Agnes í umsögn sinni um frumvarpið. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu gagnrýndu frumvarpið. Þeir sögðu frumvarpið setja hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki. Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd mun leggja til við Alþingi að frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum, þess efnis að banna umskurð drengja, verði vísað frá. Silja Dögg segir tilganginn með þessu frumvarpi sínu að verja hagsmuni barna og vill að málið verði unnið áfram í fagráðuneytum. Frumvarpinu var útbýtt á þingi í lok janúar og frá þeim tíma hafa alls 133 umsagnir um það borist þinginu. Einnig hefur fjöldinn allur af bréfum verið sendur þingmönnum þar sem menn skiptast í tvo hópa; með og á móti frumvarpinu. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar þann 1. mars og hefur setið þar fast síðan. Silja Dögg hafði ekki heyrt þessar málalyktir þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ef nefndin ákveður að vísa málinu til ríkisstjórnar þá geri ég ráð fyrir því að ákveðin skoðun fari fram. Þá er tilganginum náð,“ segir Silja Dögg. „Tilgangur frumvarpsins er að vernda réttindi barna. En við meðferð málsins hafa komið í ljós fjölmargar hliðar sem þarf að skoða betur.“Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/vilhelmAðeins nokkrir þingdagar eru eftir þar til alþingismenn fara í sumarfrí. Að mati Silju getur það því verið heillavænlegt fyrir frumvarpið ef því verður vísað frá. „Nú er langt liðið á apríl svo að ég sé ekki fyrir mér að allsherjar- og menntamálanefnd nái að fara eins vandlega yfir málið og þörf er á. Það er ekki langt eftir af þinginu. Ef þetta verður niðurstaða nefndarinnar, að vísa málinu til ríkisstjórnar, er ég viss um að þar séu tæki og mannskapur og þekking til að fara yfir þessa hluti sem fram hafa komið í umsögnum um málið.“ Frumvarp Silju Daggar, og átta annarra þingmanna, hefur vakið mikla athygli, bæði hér landi og utan landsteinanna. Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu með frumvarpinu. Rúmlega 400 íslenskir læknar lýstu jafnframt ánægju með það en þeir sögðu umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lagðist gegn frumvarpinu og sagði að með samþykkt þess myndaðist hætta á að gyðingdómur og íslam yrðu gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum á Íslandi. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ ritaði Agnes í umsögn sinni um frumvarpið. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu gagnrýndu frumvarpið. Þeir sögðu frumvarpið setja hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki.
Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04