Óli Stef og Bergur Ebbi í stjórn UN Women Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 12:24 Ný stjórn UN Women. Aðsend. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi UN Women á Íslandi sem haldinn var í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þann 25. apríl. Tveir nýir stjórnarmeðlimir voru kosnir á fundinum, þeir Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðarsmiður og Ólafur Stefánsson, hjartisti og frumkvöðull. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögfræðingur og Karen Áslaug Vignisdóttir, hagfræðingur gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Auk Bergs Ebba og Ólafs, sitja sem fyrr Fanney Karlsdóttir, forstöðukona, Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Magnús Orri Schram, ráðgjafi, Soffía Sigurgeirsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Örn Úlfar Sævarsson, texta-og hugmyndasmiður og Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi. Formaður landsnefndarinnar er Arna Grímsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri. Íslenska landsnefndin er fyrir vikið fyrsta landsnefnd stofnunarinnar sem skipuð er til jafns konum og körlum. Umsvif íslenskrar landsnefndar UN Women hafa aukist mikið undanfarin ár og jukust framlög landsnefndarinnar til verkefna UN Women um 40% á milli áranna 2016 og 2017. Framlag landsnefndarinnar til alþjóðlegra verkefna árið 2017 var 94 m.kr., bæði söfnunartekjur sem og tekjur af söluvarningi jukust verulega en 83% aukning var á tekjum af söluvarningi frá fyrra ári. Árið 2017 sendi íslensk landsnefnd UN Women annað árið í röð hæsta framlag til verkefna UN Women, allra fimmtán landsnefnda og þá óháð höfðatölu. Landsnefnd UN Women á Íslandi þakkar þeim rúmlega sex þúsund mánaðarlegum styrktaraðilum samtakanna sem styðja við bága stöðu kvenna og stúlkna víða um heim með mánaðarlegu framlagi sem og öðrum styrktaraðilum og velunnurum. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi UN Women á Íslandi sem haldinn var í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þann 25. apríl. Tveir nýir stjórnarmeðlimir voru kosnir á fundinum, þeir Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðarsmiður og Ólafur Stefánsson, hjartisti og frumkvöðull. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögfræðingur og Karen Áslaug Vignisdóttir, hagfræðingur gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Auk Bergs Ebba og Ólafs, sitja sem fyrr Fanney Karlsdóttir, forstöðukona, Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Magnús Orri Schram, ráðgjafi, Soffía Sigurgeirsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Örn Úlfar Sævarsson, texta-og hugmyndasmiður og Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi. Formaður landsnefndarinnar er Arna Grímsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri. Íslenska landsnefndin er fyrir vikið fyrsta landsnefnd stofnunarinnar sem skipuð er til jafns konum og körlum. Umsvif íslenskrar landsnefndar UN Women hafa aukist mikið undanfarin ár og jukust framlög landsnefndarinnar til verkefna UN Women um 40% á milli áranna 2016 og 2017. Framlag landsnefndarinnar til alþjóðlegra verkefna árið 2017 var 94 m.kr., bæði söfnunartekjur sem og tekjur af söluvarningi jukust verulega en 83% aukning var á tekjum af söluvarningi frá fyrra ári. Árið 2017 sendi íslensk landsnefnd UN Women annað árið í röð hæsta framlag til verkefna UN Women, allra fimmtán landsnefnda og þá óháð höfðatölu. Landsnefnd UN Women á Íslandi þakkar þeim rúmlega sex þúsund mánaðarlegum styrktaraðilum samtakanna sem styðja við bága stöðu kvenna og stúlkna víða um heim með mánaðarlegu framlagi sem og öðrum styrktaraðilum og velunnurum.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira