Dregur úr kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 08:56 Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. vísir/vilhelm Dregið hefur úr leiðréttum kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2015 samkvæmt greiningu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum í október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með leiðréttum launamun er átt við þann mun sem skýra má með viðurkenndum og þekktum þáttum sem hafa áhrif á laun, til dæmis menntun, starfsreynslu, yfirvinnu og starfshlutfall. Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. Ef litið er svo til grunnlauna hjá sama hópi kemur í ljós að kynbundinn launamunur var 3,1 prósent körlum í vil árið 2015 en er nú 2,2 prósent. Óleiðréttur launamunur grunnlauna þessa sama hóps er 2 prósent konum í vil en óleiðréttur launamunur heildarlauna er 7 prósent körlum í vil. „Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar, eða tæplega 5.000, tóku laun samkvæmt starfsmati. Ljóst er að starfsmatskerfið dregur úr launamun grunnlauna og sýna niðurstöður að grunnlaun skýrast nær eingöngu af starfsmatsstigum. Ef skoðuð eru laun starfsfólks í a.m.k. 70% starfi með stig úr starfsmati er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna 0,3% konum í vil. Meðal starfsfólks í sama starfshlutfalli með engin starfsmatsstig er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna hins vegar 6,0% körlum í vil. Skoðað var sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Grunnlaun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en grunnlaun íslenskra ríkisborgara. Föst yfirvinna og aðrar greiðslur erlendra ríkisborgara eru sömuleiðis mun lægri og þar með heildarlaun. Þegar horft er á kynbundinn launamun þá er laun kvenna með íslenskan og erlendan ríkisborgarrétt jafn mikið lægri en laun karla. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 24,7% lægri heildarlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Leiðréttur munur á grunnlaunum eftir ríkisfangi er 3,1%. Leiðréttur munur á heildarlaunum eftir ríkisfangi er 3,2%,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Kjaramál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Dregið hefur úr leiðréttum kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2015 samkvæmt greiningu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum í október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með leiðréttum launamun er átt við þann mun sem skýra má með viðurkenndum og þekktum þáttum sem hafa áhrif á laun, til dæmis menntun, starfsreynslu, yfirvinnu og starfshlutfall. Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. Ef litið er svo til grunnlauna hjá sama hópi kemur í ljós að kynbundinn launamunur var 3,1 prósent körlum í vil árið 2015 en er nú 2,2 prósent. Óleiðréttur launamunur grunnlauna þessa sama hóps er 2 prósent konum í vil en óleiðréttur launamunur heildarlauna er 7 prósent körlum í vil. „Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar, eða tæplega 5.000, tóku laun samkvæmt starfsmati. Ljóst er að starfsmatskerfið dregur úr launamun grunnlauna og sýna niðurstöður að grunnlaun skýrast nær eingöngu af starfsmatsstigum. Ef skoðuð eru laun starfsfólks í a.m.k. 70% starfi með stig úr starfsmati er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna 0,3% konum í vil. Meðal starfsfólks í sama starfshlutfalli með engin starfsmatsstig er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna hins vegar 6,0% körlum í vil. Skoðað var sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Grunnlaun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en grunnlaun íslenskra ríkisborgara. Föst yfirvinna og aðrar greiðslur erlendra ríkisborgara eru sömuleiðis mun lægri og þar með heildarlaun. Þegar horft er á kynbundinn launamun þá er laun kvenna með íslenskan og erlendan ríkisborgarrétt jafn mikið lægri en laun karla. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 24,7% lægri heildarlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Leiðréttur munur á grunnlaunum eftir ríkisfangi er 3,1%. Leiðréttur munur á heildarlaunum eftir ríkisfangi er 3,2%,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Kjaramál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira