Segist hafa verið sviptur frelsi og barinn með verkfærum af manni á reynslulausn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 16:49 Kærandinn greindi frá árásinni og frelsissviptingunni á lögreglustöðinni á Selfossi á mánudag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur lagt fram kæru á hendur öðrum manni á sama aldri vegna líkamsárásar og frelsissviptingar. Kærandinn heldur því fram að maðurinn hafi hafi haldið sér í sumarbústað og bíl og barið sig með skiptilykli og kylfu. Árásarmaðurinn var á reynslulausn og hefur verið gert að ljúka afplánun sinni í fangelsi. Í frétt á vef lögreglunnar kemur fram að kærandinn hafi komið á lögreglustöðina á Selfossi á mánudag. Barsmíðarnar eiga að hafa átt sér stað í sumarbústað í Árnessýslu og í bíl viðkomandi. Maðurinn sem er sakaður um að hafa haldið hinum og beitt hann ofbeldi var handtekinn á þriðjudag í sumarbústaðnum. Hann er sagður hafa „kannast við“ málið við yfirheyrslur hjá lögreglu. Í ljós hafi komið að meintur gerandi hafi verið á reynslulausn. Meint brot hans voru talin rof á þeirri reynslulausn. Lögregla krafðist því að hann skyldi ljúka afplánun sinni. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands féllst á þá kröfu. Maðurinn er því sagður kominn til afplánunar í fangelsi á ný. Lögreglan segir að bústaðurinn og bifreið sem hald hafi verið lagt á í Reykjavík hafi verið rannsökuð sem mögulegir brottavettvangar.Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var fengin til að aðstoða við tæknirannsókn á vettvöngunum tveimur. Árásarmaðurinn á að hafa notað skiptilykilinn og kylfu og hótað fórnarlambinu frekari barsmíðum. Frelsissvipting á að hafa átt sér stað í síðustu viku og hafa staðið yfir í einhverjar klukkustundir. Kærandinn er sagður hafa leitað til læknis vegna málsins til að fá gert að áverkum sem hann bar á líkamanum. Lögreglumál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur lagt fram kæru á hendur öðrum manni á sama aldri vegna líkamsárásar og frelsissviptingar. Kærandinn heldur því fram að maðurinn hafi hafi haldið sér í sumarbústað og bíl og barið sig með skiptilykli og kylfu. Árásarmaðurinn var á reynslulausn og hefur verið gert að ljúka afplánun sinni í fangelsi. Í frétt á vef lögreglunnar kemur fram að kærandinn hafi komið á lögreglustöðina á Selfossi á mánudag. Barsmíðarnar eiga að hafa átt sér stað í sumarbústað í Árnessýslu og í bíl viðkomandi. Maðurinn sem er sakaður um að hafa haldið hinum og beitt hann ofbeldi var handtekinn á þriðjudag í sumarbústaðnum. Hann er sagður hafa „kannast við“ málið við yfirheyrslur hjá lögreglu. Í ljós hafi komið að meintur gerandi hafi verið á reynslulausn. Meint brot hans voru talin rof á þeirri reynslulausn. Lögregla krafðist því að hann skyldi ljúka afplánun sinni. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands féllst á þá kröfu. Maðurinn er því sagður kominn til afplánunar í fangelsi á ný. Lögreglan segir að bústaðurinn og bifreið sem hald hafi verið lagt á í Reykjavík hafi verið rannsökuð sem mögulegir brottavettvangar.Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var fengin til að aðstoða við tæknirannsókn á vettvöngunum tveimur. Árásarmaðurinn á að hafa notað skiptilykilinn og kylfu og hótað fórnarlambinu frekari barsmíðum. Frelsissvipting á að hafa átt sér stað í síðustu viku og hafa staðið yfir í einhverjar klukkustundir. Kærandinn er sagður hafa leitað til læknis vegna málsins til að fá gert að áverkum sem hann bar á líkamanum.
Lögreglumál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira