Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 20:30 Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið fer fram þann 16. apríl, en síðasta fundi lauk án árangurs. Ekkert hefur gengið í deilunni síðan, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær lét Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftirfarandi orð meðal annars falla: „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðili að BHM á meðan Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag,“ sagði Svandís.Velta fyrir sér hvort leggja eigi niður aldargamalt félag Þessi ummæli og fleiri hafa valdið úlfúð í röðum ljósmæðra, sem ásamt BHM sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag. Þar segir m.a. að ráðherra hafi gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef hið 99 ára gamla ljósmæðrafélag Íslands yrði lagt niður. Málið kom aftur til umræðu á þinginu í dag, þar sem Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Svandísi. „Nú veit ég ekki og stendur reyndar slétt sama um það hvort þessi orð séu vegna þess að hæstvirtur ráðherra hefur einhverja drauma um eitt ríkisrekið stéttarfélag eða hvort hún er hreinlega komin upp að vegg í málinu. Ég hvet hana til að fara aftur í sókn í þessu máli, vegna þess að ljósmæður, þær eiga það inni hjá okkur,“ sagði Hanna Katrín.Segir um kerfislegt kynjamisrétti að ræða Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvatti fjármálaráðherra til að ganga til samninga við ljósmæður og heilbrigðisráðherra til að stuðla að lausn mála. Hún sagði stöðu mála aðför að kvennastétt í heilbrigðiskerfinu og skýrt dæmi um kerfislegt kynjamisrétti. „Það virðist vera í alvöru þannig herra forseti að konum í kvennastétt er refsað af hinu opinbera fyrir að bæta við sig námi. Hversu langt er seilst í því að spara ríkinu krónur með því að láta kvennastétt taka á sig í enn eitt skipti skellinn og þær uppskeri ekki laun erfiðis síns,“ sagði Rósa Björk. Í frétt á vef stjórnarráðsins sem birt var í dag er vitnað í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir m.a. að yfirlýsing ljósmæðra og BHM sé bæði „óskiljanleg og tilhæfulaus“. Þá kveðst Svandís bera hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda viti hún að gott heilbrigðiskerfi verði ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið fer fram þann 16. apríl, en síðasta fundi lauk án árangurs. Ekkert hefur gengið í deilunni síðan, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær lét Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftirfarandi orð meðal annars falla: „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðili að BHM á meðan Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag,“ sagði Svandís.Velta fyrir sér hvort leggja eigi niður aldargamalt félag Þessi ummæli og fleiri hafa valdið úlfúð í röðum ljósmæðra, sem ásamt BHM sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag. Þar segir m.a. að ráðherra hafi gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef hið 99 ára gamla ljósmæðrafélag Íslands yrði lagt niður. Málið kom aftur til umræðu á þinginu í dag, þar sem Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Svandísi. „Nú veit ég ekki og stendur reyndar slétt sama um það hvort þessi orð séu vegna þess að hæstvirtur ráðherra hefur einhverja drauma um eitt ríkisrekið stéttarfélag eða hvort hún er hreinlega komin upp að vegg í málinu. Ég hvet hana til að fara aftur í sókn í þessu máli, vegna þess að ljósmæður, þær eiga það inni hjá okkur,“ sagði Hanna Katrín.Segir um kerfislegt kynjamisrétti að ræða Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvatti fjármálaráðherra til að ganga til samninga við ljósmæður og heilbrigðisráðherra til að stuðla að lausn mála. Hún sagði stöðu mála aðför að kvennastétt í heilbrigðiskerfinu og skýrt dæmi um kerfislegt kynjamisrétti. „Það virðist vera í alvöru þannig herra forseti að konum í kvennastétt er refsað af hinu opinbera fyrir að bæta við sig námi. Hversu langt er seilst í því að spara ríkinu krónur með því að láta kvennastétt taka á sig í enn eitt skipti skellinn og þær uppskeri ekki laun erfiðis síns,“ sagði Rósa Björk. Í frétt á vef stjórnarráðsins sem birt var í dag er vitnað í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir m.a. að yfirlýsing ljósmæðra og BHM sé bæði „óskiljanleg og tilhæfulaus“. Þá kveðst Svandís bera hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda viti hún að gott heilbrigðiskerfi verði ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira