Langar að læra dans og íslensku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2018 20:00 Haniye Maleki elskar að syngja og dansa. Feðginin Abrahim og Haniye Maleki sem hlutu í gær alþjóðavernd á Íslandi þakka íslensku þjóðinni stuðninginn og eru himinlifandi með niðurstöðuna. Haniye segist hafa eignast góða vini á Íslandi og stefnir á dansnám í framtíðinni. Hanyie og Abrahim komu til landsins í desember 2016 eftir að hafa verið á flótta í gegnum Íran, Tyrkland, Grikklandi og Þýskaland. Haniye fæddist í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Mál þeirra hefur vakið mikla athygli en síðasta sumar mættu um eitt hundrað gestir í afmælisveislu Hanyie á Klambratúni. Á þeim tíma stóð til að senda feðginin úr landi en í september var brottvísuninni frestað vegna formgalla. Þar eftir voru samþykktar breytingar á útlendingalögum sem tryggðu efnislega meðferð hælisumsókna í vissum málum barna. Eftir það féllst kærunefnd útlendingamála á endurupptöku á þeirra máli og endaði málsmeðferðin með veitingu alþjóðaverndar í gær. Hanyie segist himinlifandi með niðurstöðuna. „Guð minn góður hvað ég var glöð. Ég ætlaði varla að trúa þessu og þetta virtist bara óraunverulegt," segir hún. Hanyie gengur nú í sjöunda bekk í Myllubakkaskóla í Keflavík þar sem hún segist hafa eignast góðar vinkonur og héldu þær tónleika á dögunum. „Við sungum og dönsuðum og ég var íþróttakryddpían. Við sungum lagið „Tell me what you want"." Næst þurfa þau að leita að varanlegu húsnæði og er Abrahim í atvinnuleit. Þá er Hanyie farin að skipuleggja framtíðina. „Mig langar bara að læra íslensku og læra að dansa af því ég elska að dansa." Kunna þau íslensku þjóðinni bestu þakkir fyrir stuðninginn. „Mig langar bara að segja kærar þakkir fyrir að styðja mig og pabba minn. Ég er bara svo ótrúlega ánægð með þetta," segir Hanyie. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Feðginin Abrahim og Haniye Maleki sem hlutu í gær alþjóðavernd á Íslandi þakka íslensku þjóðinni stuðninginn og eru himinlifandi með niðurstöðuna. Haniye segist hafa eignast góða vini á Íslandi og stefnir á dansnám í framtíðinni. Hanyie og Abrahim komu til landsins í desember 2016 eftir að hafa verið á flótta í gegnum Íran, Tyrkland, Grikklandi og Þýskaland. Haniye fæddist í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Mál þeirra hefur vakið mikla athygli en síðasta sumar mættu um eitt hundrað gestir í afmælisveislu Hanyie á Klambratúni. Á þeim tíma stóð til að senda feðginin úr landi en í september var brottvísuninni frestað vegna formgalla. Þar eftir voru samþykktar breytingar á útlendingalögum sem tryggðu efnislega meðferð hælisumsókna í vissum málum barna. Eftir það féllst kærunefnd útlendingamála á endurupptöku á þeirra máli og endaði málsmeðferðin með veitingu alþjóðaverndar í gær. Hanyie segist himinlifandi með niðurstöðuna. „Guð minn góður hvað ég var glöð. Ég ætlaði varla að trúa þessu og þetta virtist bara óraunverulegt," segir hún. Hanyie gengur nú í sjöunda bekk í Myllubakkaskóla í Keflavík þar sem hún segist hafa eignast góðar vinkonur og héldu þær tónleika á dögunum. „Við sungum og dönsuðum og ég var íþróttakryddpían. Við sungum lagið „Tell me what you want"." Næst þurfa þau að leita að varanlegu húsnæði og er Abrahim í atvinnuleit. Þá er Hanyie farin að skipuleggja framtíðina. „Mig langar bara að læra íslensku og læra að dansa af því ég elska að dansa." Kunna þau íslensku þjóðinni bestu þakkir fyrir stuðninginn. „Mig langar bara að segja kærar þakkir fyrir að styðja mig og pabba minn. Ég er bara svo ótrúlega ánægð með þetta," segir Hanyie.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira