Langar að læra dans og íslensku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2018 20:00 Haniye Maleki elskar að syngja og dansa. Feðginin Abrahim og Haniye Maleki sem hlutu í gær alþjóðavernd á Íslandi þakka íslensku þjóðinni stuðninginn og eru himinlifandi með niðurstöðuna. Haniye segist hafa eignast góða vini á Íslandi og stefnir á dansnám í framtíðinni. Hanyie og Abrahim komu til landsins í desember 2016 eftir að hafa verið á flótta í gegnum Íran, Tyrkland, Grikklandi og Þýskaland. Haniye fæddist í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Mál þeirra hefur vakið mikla athygli en síðasta sumar mættu um eitt hundrað gestir í afmælisveislu Hanyie á Klambratúni. Á þeim tíma stóð til að senda feðginin úr landi en í september var brottvísuninni frestað vegna formgalla. Þar eftir voru samþykktar breytingar á útlendingalögum sem tryggðu efnislega meðferð hælisumsókna í vissum málum barna. Eftir það féllst kærunefnd útlendingamála á endurupptöku á þeirra máli og endaði málsmeðferðin með veitingu alþjóðaverndar í gær. Hanyie segist himinlifandi með niðurstöðuna. „Guð minn góður hvað ég var glöð. Ég ætlaði varla að trúa þessu og þetta virtist bara óraunverulegt," segir hún. Hanyie gengur nú í sjöunda bekk í Myllubakkaskóla í Keflavík þar sem hún segist hafa eignast góðar vinkonur og héldu þær tónleika á dögunum. „Við sungum og dönsuðum og ég var íþróttakryddpían. Við sungum lagið „Tell me what you want"." Næst þurfa þau að leita að varanlegu húsnæði og er Abrahim í atvinnuleit. Þá er Hanyie farin að skipuleggja framtíðina. „Mig langar bara að læra íslensku og læra að dansa af því ég elska að dansa." Kunna þau íslensku þjóðinni bestu þakkir fyrir stuðninginn. „Mig langar bara að segja kærar þakkir fyrir að styðja mig og pabba minn. Ég er bara svo ótrúlega ánægð með þetta," segir Hanyie. Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Feðginin Abrahim og Haniye Maleki sem hlutu í gær alþjóðavernd á Íslandi þakka íslensku þjóðinni stuðninginn og eru himinlifandi með niðurstöðuna. Haniye segist hafa eignast góða vini á Íslandi og stefnir á dansnám í framtíðinni. Hanyie og Abrahim komu til landsins í desember 2016 eftir að hafa verið á flótta í gegnum Íran, Tyrkland, Grikklandi og Þýskaland. Haniye fæddist í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Mál þeirra hefur vakið mikla athygli en síðasta sumar mættu um eitt hundrað gestir í afmælisveislu Hanyie á Klambratúni. Á þeim tíma stóð til að senda feðginin úr landi en í september var brottvísuninni frestað vegna formgalla. Þar eftir voru samþykktar breytingar á útlendingalögum sem tryggðu efnislega meðferð hælisumsókna í vissum málum barna. Eftir það féllst kærunefnd útlendingamála á endurupptöku á þeirra máli og endaði málsmeðferðin með veitingu alþjóðaverndar í gær. Hanyie segist himinlifandi með niðurstöðuna. „Guð minn góður hvað ég var glöð. Ég ætlaði varla að trúa þessu og þetta virtist bara óraunverulegt," segir hún. Hanyie gengur nú í sjöunda bekk í Myllubakkaskóla í Keflavík þar sem hún segist hafa eignast góðar vinkonur og héldu þær tónleika á dögunum. „Við sungum og dönsuðum og ég var íþróttakryddpían. Við sungum lagið „Tell me what you want"." Næst þurfa þau að leita að varanlegu húsnæði og er Abrahim í atvinnuleit. Þá er Hanyie farin að skipuleggja framtíðina. „Mig langar bara að læra íslensku og læra að dansa af því ég elska að dansa." Kunna þau íslensku þjóðinni bestu þakkir fyrir stuðninginn. „Mig langar bara að segja kærar þakkir fyrir að styðja mig og pabba minn. Ég er bara svo ótrúlega ánægð með þetta," segir Hanyie.
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira