Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. apríl 2018 21:30 Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, hafnar því að þeim hafi verið vikið úr embættum vegna þessa. „Það hefur enginn ágreiningur verið um að það eigi að byggja nýtt knatthús. Ágreiningurinn hefur legið í því að ég og Borghildur vildum að staðarval yrði greint af sérfræðingum og ákvörðun um staðsetningu hússins tekin eftir að hún lægi fyrir. Hins vegar vilja íþróttafélögin, það er að segja FH, bara fá knatthúsið inn á sína lóð. Við vorum ekki sátt við að það yrði gert án þess að vera skoðað í stærra samhengi en það var ekki stemming fyrir því. Þannig að ég held að ég held að ágreiningurinn liggi í þessu. Málið var unnið mjög hratt en það var boðið út knatthús á lóðinni hjá FH. Kostnaðaráætlun sem bærinn hafði nam 720 milljónir króna en tilboðin þrjú sem bárust, sem eru reyndar öll fyrir sama knatthúsið sem formaður FH flytur inn, að þau voru upp á um 1200 milljónir króna,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar hafnar þessu alfarið. Í tilkynningu um málið sem hún og Einar Birkir Einarsson sendu frá sér varðandi málið í dag kemur meðal annars fram að áhersla þeirra sé á að bæjarfulltrúar eigi ekki að hafa bein afskipti af fjárhagslegum eða öðrum hagsmunum íþróttafélaganna, heldur eigi samningar að vera skýrir og allt uppi á borðum. Hún segir af og frá að varabæjarfulltrúunum hafi verið vikið úr embættum vegna ágreinings í málinu. „Ég vil sem minnst tjá mig um þetta mál en þetta er ekki ástæðan. Það er í besta falli mikil einföldun og ekki það sem varð til þess.“ Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði til hans í dag en sagði að hann gerði ráð fyrir að þau tilboð sem hefðu borist í knatthúsið yrðu á dagskrá hjá umhverfis-og framkvæmdasráði bæjarins í næstu viku. Lægsta tilboðið hljóðaði uppá 1102 milljónir króna. Pétur Óskarsson býst ekki við því að Björt framtíð bjóði fram í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor en segir hins vegar að að vika sé langur tími í pólitík. Guðlaug Kristjánsdóttir hefur eins og komið hefur fram sagt sig úr Bjartri framtíð og undirbýr nú nýtt óháð framboð fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Einar Birkir Einarsson sem einnig sagði sig úr Bjartri framtíð sagðist í samtali við fréttastofu ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil. Tengdar fréttir Meirihlutinn hangir á bláþræði vegna vafa um kjörgengi Einars Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. 7. apríl 2018 09:30 Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka um byggingu knatthúsa var ein uppspretta þeirra átaka sem geisað hafa í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði. Brottrekinn fulltrúi Bjartrar framtíðar leitar réttar síns hjá ráðuneytum. 13. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, hafnar því að þeim hafi verið vikið úr embættum vegna þessa. „Það hefur enginn ágreiningur verið um að það eigi að byggja nýtt knatthús. Ágreiningurinn hefur legið í því að ég og Borghildur vildum að staðarval yrði greint af sérfræðingum og ákvörðun um staðsetningu hússins tekin eftir að hún lægi fyrir. Hins vegar vilja íþróttafélögin, það er að segja FH, bara fá knatthúsið inn á sína lóð. Við vorum ekki sátt við að það yrði gert án þess að vera skoðað í stærra samhengi en það var ekki stemming fyrir því. Þannig að ég held að ég held að ágreiningurinn liggi í þessu. Málið var unnið mjög hratt en það var boðið út knatthús á lóðinni hjá FH. Kostnaðaráætlun sem bærinn hafði nam 720 milljónir króna en tilboðin þrjú sem bárust, sem eru reyndar öll fyrir sama knatthúsið sem formaður FH flytur inn, að þau voru upp á um 1200 milljónir króna,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar hafnar þessu alfarið. Í tilkynningu um málið sem hún og Einar Birkir Einarsson sendu frá sér varðandi málið í dag kemur meðal annars fram að áhersla þeirra sé á að bæjarfulltrúar eigi ekki að hafa bein afskipti af fjárhagslegum eða öðrum hagsmunum íþróttafélaganna, heldur eigi samningar að vera skýrir og allt uppi á borðum. Hún segir af og frá að varabæjarfulltrúunum hafi verið vikið úr embættum vegna ágreinings í málinu. „Ég vil sem minnst tjá mig um þetta mál en þetta er ekki ástæðan. Það er í besta falli mikil einföldun og ekki það sem varð til þess.“ Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði til hans í dag en sagði að hann gerði ráð fyrir að þau tilboð sem hefðu borist í knatthúsið yrðu á dagskrá hjá umhverfis-og framkvæmdasráði bæjarins í næstu viku. Lægsta tilboðið hljóðaði uppá 1102 milljónir króna. Pétur Óskarsson býst ekki við því að Björt framtíð bjóði fram í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor en segir hins vegar að að vika sé langur tími í pólitík. Guðlaug Kristjánsdóttir hefur eins og komið hefur fram sagt sig úr Bjartri framtíð og undirbýr nú nýtt óháð framboð fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Einar Birkir Einarsson sem einnig sagði sig úr Bjartri framtíð sagðist í samtali við fréttastofu ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil.
Tengdar fréttir Meirihlutinn hangir á bláþræði vegna vafa um kjörgengi Einars Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. 7. apríl 2018 09:30 Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka um byggingu knatthúsa var ein uppspretta þeirra átaka sem geisað hafa í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði. Brottrekinn fulltrúi Bjartrar framtíðar leitar réttar síns hjá ráðuneytum. 13. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Meirihlutinn hangir á bláþræði vegna vafa um kjörgengi Einars Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. 7. apríl 2018 09:30
Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka um byggingu knatthúsa var ein uppspretta þeirra átaka sem geisað hafa í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði. Brottrekinn fulltrúi Bjartrar framtíðar leitar réttar síns hjá ráðuneytum. 13. apríl 2018 06:00
Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09