Innlent

Björgunarsveitir draga bát til hafnar við Langanes

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Björgunarskip voru send til aðstoðar. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.
Björgunarskip voru send til aðstoðar. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. Landsbjörg
Bát tók niðri og byrjaði að leka um það bil tuttugu kílómetra vestan við Þórshöfn við Langanes í morgun. Björgunarsveitir frá Þórshöfn og Raufarhöfn draga bátinn til hafnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu voru bátar nærri sem komu að og eru nú komnir með bátinn í tog. Tvö björgunarskip eru þó enn á leið að staðnum til að kanna aðstæður.

Engin hætta er talin á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×