Innlent

Flugfarþegi úrskurðaður látinn eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Um var að ræða erlendan ferðamann.
Um var að ræða erlendan ferðamann. Vísir
Farþegi, sem var á leið með flugi frá Amsterdam til New York á fimmtudag, var úrskurðaður látinn síðastliðinn fimmtudag. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Um var að ræða erlendan ferðamann og hafði lögreglan á Suðurnesjum samband við bandaríska sendiráðið vegna málsins, að því er segir í tilkynningu.

Eins og áður sagði var flugvélinni, sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi  til New York í Bandaríkjumum, lent á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþegans síðastliðinn fimmtudag. Lögreglumenn á Suðurnesjum ásamt sjúkraflutningamönum og lækni fóru um borð í vélina og var farþeginn úrskurðaður látinn skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×