Innlent

Flugfarþegi úrskurðaður látinn eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Um var að ræða erlendan ferðamann.
Um var að ræða erlendan ferðamann. Vísir

Farþegi, sem var á leið með flugi frá Amsterdam til New York á fimmtudag, var úrskurðaður látinn síðastliðinn fimmtudag. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Um var að ræða erlendan ferðamann og hafði lögreglan á Suðurnesjum samband við bandaríska sendiráðið vegna málsins, að því er segir í tilkynningu.

Eins og áður sagði var flugvélinni, sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi  til New York í Bandaríkjumum, lent á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþegans síðastliðinn fimmtudag. Lögreglumenn á Suðurnesjum ásamt sjúkraflutningamönum og lækni fóru um borð í vélina og var farþeginn úrskurðaður látinn skömmu síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.