Lífið

Jessi­ca Biel segir Ís­lands­heim­sóknina vera besta ferða­lag lífs síns

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hjónin Justin Timberlake og Jessica Biel heimsóttu Ísland fyrir um ári síðan.
Hjónin Justin Timberlake og Jessica Biel heimsóttu Ísland fyrir um ári síðan. Vísir/AFP

Leikkonan Jessica Biel segir að Íslandsheimsókn hennar og eignmannsins Justin Timberlake á síðasta ári sé besta ferðalag sem hún hafi nokkurn tímann farið í.

Stjörnuparið sótti Ísland heim um mánaðamótin apríl-maí í fyrra og tóku sér margt fyrir hendur. Til að mynda litu þau á náttúruperlur á Suðurlandi, svömluðu í náttúrulaug og litu svo við í Bakarameistaranum í Suðurveri.

„Þau komu þarna snemma morguns þegar eiginlega enginn var á staðnum. Þau fengu sér beikonbræðing og aspasstykki og drukku kaffi og Trópí með,“ sagði Magnús Ingi Kjartansson, sem afgreiddi parið, um málið á sínum tíma.

Ætla má að bakaríismaturinn hafi verið framúrskarandi því í samtali við ferðatímaritið Travel and Leisure stendur heimshornaflakkarinn Jessica Biel ekki á svörum þegar hún er spurð hvar hún hafi tekið besta fríið sitt.

„Íslandi. Ég skemmti mér svo ótrúlega vel, aðallega vegna þess hversu ævintýrlegt landið er,“ segir Biel.

Hún segir jafnframt að Ísland sé hinn fullkomni áfangastaður fyrir hana, þar sem henni finnist bæði gaman að slaka á sem og að lenda í ævintýrum á ferðalögum sínum. Ísland uppfylli báðar þessar kröfur - ásamt því að bjóða upp á „mjög þægilega gistingu,“ eins og hún orðar það, en þau hjónin gistu á Suðurlandi.

Þá segist hún jafnframt hafa reitt sig á aðstoð ferðaskipuleggjanda þegar hún ákvað að koma til Íslands, einfaldlega vegna þess að hún vissi ekkert um áfangastaðinn sinn. 

Alls vörðu Biel og Timberlake sex dögum á Íslandi og reyndu þau að nýta tímann til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þétta dagskrá þeirra á síðastliðnu ári.

Viðtalið við Jessicu Biel má nálgast hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.