Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. apríl 2018 19:00 Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi vegna opnunar vistheimilis fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda, sem áætlað er að opni á næstu vikum. Nýja vistheimilið er í nágrenni við stað þar sem grunur leikur á að fíkniefnasala og dreifing eigi sér stað. Vandi barna og ungmenna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hefur farið hratt vaxandi og hafa meðferðarúrræði verið sögð ómarkviss eða af skornum skammti. Að sögn forstöðumanns Stuðla hafa verið laus rými í langtímaúrræðum á vegum Barnaverndar að undanförnu. Á Stuðlum hefur hins vegar þurft að vísa frá tuttugu börnum og ungmennum, frá áramótum, vegna skorts á rýmum. Hvað hefur orðið um þessi börn? „Það eru börn sem þurfa að fara til dæmis í langtímameðferð,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla. Hafa þau ekki komist þangað, ef það eru laus pláss? „Það er ákveðið ferli sem er alltaf í kringum þetta,“ segir Funi. Ferli sem foreldrar og aðstandendur barna í vanda segja alltof seinvirkt. Eru meðferðarúrræðin á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ástandið eins og það er í dag? „Ég veit það ekki,“ segir Funi. Þitt mat? „Við þurfum meira,“ segir Funi.Grunar að fíkniefni fari um hverfið nærri heimilinu Unnið er að því að koma á fót nýju vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni í þessum vanda sem taka á til starfa á næstu vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hægt að taka á móti 3-4 einstaklingum sem hagsmunaaðilar segja að vinni lítið á vandanum. Vistheimilið er staðsett í Þingvaði í Norðlingaholti en íbúasamtök í hverfinu gagnrýndu í dag barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi um þann rekstur sem þarna á að setja á fót. „Við finnum til mikillar samúðar með þessum skjólstæðingum en við viljum ekki hafa þá hér í hverfinu og þetta úrræði hér í hverfinu,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts. Arna segir íbúasamtökin hafa fengið misvísandi upplýsingar um starfsemina frá hinu opinbera. „Það eru fylgjendur, það eru mý í kringum krakka með fíkniefnavanda. Þau fara í meðferð en þau fá ekki frið til að vera í meðferðinni,“ segir Arna. Arna segir bara að umhverfið eitt og sér í kringum þessa staðsetningu ætti að valda meðferðarfulltrúum áhyggjum. „Hérna fyrir aftan ykkur er móttökustaður fíkniefnasala og við íbúarnir erum að reyna uppræta bara þennan móttökustað. Hvað þá að fá úrræði fyrir börn með alvarlegan fíkniefnavanda hér inn í hverfið og inn í botnlanga þar sem að búa fimmtíu krakkar,“ segir Arna.Uppfært: Í frétt Stöðvar 2 birtust myndir af húsnæði Barnaverndar Reykjavíkur við Borgartún. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir umrætt vistunarúrræði ekki á vegum Reykjavíkurborgar heldur Barnaverndarstofu. Tengdar fréttir Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi vegna opnunar vistheimilis fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda, sem áætlað er að opni á næstu vikum. Nýja vistheimilið er í nágrenni við stað þar sem grunur leikur á að fíkniefnasala og dreifing eigi sér stað. Vandi barna og ungmenna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hefur farið hratt vaxandi og hafa meðferðarúrræði verið sögð ómarkviss eða af skornum skammti. Að sögn forstöðumanns Stuðla hafa verið laus rými í langtímaúrræðum á vegum Barnaverndar að undanförnu. Á Stuðlum hefur hins vegar þurft að vísa frá tuttugu börnum og ungmennum, frá áramótum, vegna skorts á rýmum. Hvað hefur orðið um þessi börn? „Það eru börn sem þurfa að fara til dæmis í langtímameðferð,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla. Hafa þau ekki komist þangað, ef það eru laus pláss? „Það er ákveðið ferli sem er alltaf í kringum þetta,“ segir Funi. Ferli sem foreldrar og aðstandendur barna í vanda segja alltof seinvirkt. Eru meðferðarúrræðin á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ástandið eins og það er í dag? „Ég veit það ekki,“ segir Funi. Þitt mat? „Við þurfum meira,“ segir Funi.Grunar að fíkniefni fari um hverfið nærri heimilinu Unnið er að því að koma á fót nýju vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni í þessum vanda sem taka á til starfa á næstu vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hægt að taka á móti 3-4 einstaklingum sem hagsmunaaðilar segja að vinni lítið á vandanum. Vistheimilið er staðsett í Þingvaði í Norðlingaholti en íbúasamtök í hverfinu gagnrýndu í dag barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi um þann rekstur sem þarna á að setja á fót. „Við finnum til mikillar samúðar með þessum skjólstæðingum en við viljum ekki hafa þá hér í hverfinu og þetta úrræði hér í hverfinu,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts. Arna segir íbúasamtökin hafa fengið misvísandi upplýsingar um starfsemina frá hinu opinbera. „Það eru fylgjendur, það eru mý í kringum krakka með fíkniefnavanda. Þau fara í meðferð en þau fá ekki frið til að vera í meðferðinni,“ segir Arna. Arna segir bara að umhverfið eitt og sér í kringum þessa staðsetningu ætti að valda meðferðarfulltrúum áhyggjum. „Hérna fyrir aftan ykkur er móttökustaður fíkniefnasala og við íbúarnir erum að reyna uppræta bara þennan móttökustað. Hvað þá að fá úrræði fyrir börn með alvarlegan fíkniefnavanda hér inn í hverfið og inn í botnlanga þar sem að búa fimmtíu krakkar,“ segir Arna.Uppfært: Í frétt Stöðvar 2 birtust myndir af húsnæði Barnaverndar Reykjavíkur við Borgartún. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir umrætt vistunarúrræði ekki á vegum Reykjavíkurborgar heldur Barnaverndarstofu.
Tengdar fréttir Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16