Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. apríl 2018 19:00 Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi vegna opnunar vistheimilis fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda, sem áætlað er að opni á næstu vikum. Nýja vistheimilið er í nágrenni við stað þar sem grunur leikur á að fíkniefnasala og dreifing eigi sér stað. Vandi barna og ungmenna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hefur farið hratt vaxandi og hafa meðferðarúrræði verið sögð ómarkviss eða af skornum skammti. Að sögn forstöðumanns Stuðla hafa verið laus rými í langtímaúrræðum á vegum Barnaverndar að undanförnu. Á Stuðlum hefur hins vegar þurft að vísa frá tuttugu börnum og ungmennum, frá áramótum, vegna skorts á rýmum. Hvað hefur orðið um þessi börn? „Það eru börn sem þurfa að fara til dæmis í langtímameðferð,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla. Hafa þau ekki komist þangað, ef það eru laus pláss? „Það er ákveðið ferli sem er alltaf í kringum þetta,“ segir Funi. Ferli sem foreldrar og aðstandendur barna í vanda segja alltof seinvirkt. Eru meðferðarúrræðin á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ástandið eins og það er í dag? „Ég veit það ekki,“ segir Funi. Þitt mat? „Við þurfum meira,“ segir Funi.Grunar að fíkniefni fari um hverfið nærri heimilinu Unnið er að því að koma á fót nýju vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni í þessum vanda sem taka á til starfa á næstu vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hægt að taka á móti 3-4 einstaklingum sem hagsmunaaðilar segja að vinni lítið á vandanum. Vistheimilið er staðsett í Þingvaði í Norðlingaholti en íbúasamtök í hverfinu gagnrýndu í dag barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi um þann rekstur sem þarna á að setja á fót. „Við finnum til mikillar samúðar með þessum skjólstæðingum en við viljum ekki hafa þá hér í hverfinu og þetta úrræði hér í hverfinu,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts. Arna segir íbúasamtökin hafa fengið misvísandi upplýsingar um starfsemina frá hinu opinbera. „Það eru fylgjendur, það eru mý í kringum krakka með fíkniefnavanda. Þau fara í meðferð en þau fá ekki frið til að vera í meðferðinni,“ segir Arna. Arna segir bara að umhverfið eitt og sér í kringum þessa staðsetningu ætti að valda meðferðarfulltrúum áhyggjum. „Hérna fyrir aftan ykkur er móttökustaður fíkniefnasala og við íbúarnir erum að reyna uppræta bara þennan móttökustað. Hvað þá að fá úrræði fyrir börn með alvarlegan fíkniefnavanda hér inn í hverfið og inn í botnlanga þar sem að búa fimmtíu krakkar,“ segir Arna.Uppfært: Í frétt Stöðvar 2 birtust myndir af húsnæði Barnaverndar Reykjavíkur við Borgartún. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir umrætt vistunarúrræði ekki á vegum Reykjavíkurborgar heldur Barnaverndarstofu. Tengdar fréttir Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi vegna opnunar vistheimilis fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda, sem áætlað er að opni á næstu vikum. Nýja vistheimilið er í nágrenni við stað þar sem grunur leikur á að fíkniefnasala og dreifing eigi sér stað. Vandi barna og ungmenna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hefur farið hratt vaxandi og hafa meðferðarúrræði verið sögð ómarkviss eða af skornum skammti. Að sögn forstöðumanns Stuðla hafa verið laus rými í langtímaúrræðum á vegum Barnaverndar að undanförnu. Á Stuðlum hefur hins vegar þurft að vísa frá tuttugu börnum og ungmennum, frá áramótum, vegna skorts á rýmum. Hvað hefur orðið um þessi börn? „Það eru börn sem þurfa að fara til dæmis í langtímameðferð,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla. Hafa þau ekki komist þangað, ef það eru laus pláss? „Það er ákveðið ferli sem er alltaf í kringum þetta,“ segir Funi. Ferli sem foreldrar og aðstandendur barna í vanda segja alltof seinvirkt. Eru meðferðarúrræðin á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ástandið eins og það er í dag? „Ég veit það ekki,“ segir Funi. Þitt mat? „Við þurfum meira,“ segir Funi.Grunar að fíkniefni fari um hverfið nærri heimilinu Unnið er að því að koma á fót nýju vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni í þessum vanda sem taka á til starfa á næstu vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hægt að taka á móti 3-4 einstaklingum sem hagsmunaaðilar segja að vinni lítið á vandanum. Vistheimilið er staðsett í Þingvaði í Norðlingaholti en íbúasamtök í hverfinu gagnrýndu í dag barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi um þann rekstur sem þarna á að setja á fót. „Við finnum til mikillar samúðar með þessum skjólstæðingum en við viljum ekki hafa þá hér í hverfinu og þetta úrræði hér í hverfinu,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts. Arna segir íbúasamtökin hafa fengið misvísandi upplýsingar um starfsemina frá hinu opinbera. „Það eru fylgjendur, það eru mý í kringum krakka með fíkniefnavanda. Þau fara í meðferð en þau fá ekki frið til að vera í meðferðinni,“ segir Arna. Arna segir bara að umhverfið eitt og sér í kringum þessa staðsetningu ætti að valda meðferðarfulltrúum áhyggjum. „Hérna fyrir aftan ykkur er móttökustaður fíkniefnasala og við íbúarnir erum að reyna uppræta bara þennan móttökustað. Hvað þá að fá úrræði fyrir börn með alvarlegan fíkniefnavanda hér inn í hverfið og inn í botnlanga þar sem að búa fimmtíu krakkar,“ segir Arna.Uppfært: Í frétt Stöðvar 2 birtust myndir af húsnæði Barnaverndar Reykjavíkur við Borgartún. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir umrætt vistunarúrræði ekki á vegum Reykjavíkurborgar heldur Barnaverndarstofu.
Tengdar fréttir Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16