Að missa dagvistunarpláss hefur mikil áhrif á tekjuöflun heimilisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2018 19:00 Foreldrar stúlku gagnrýna úrræðaleysi hjá Reykjavíkurborg en nýverið missti dóttir þeirra dagvistunarpláss sem hefur sett framfærslumöguleika fjölskyldunnar í uppnám. Formaður skóla og -frístundaráðs segir unnið sé að því að auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. Hrefna Þórunn er fimmtán mánaða. Í febrúar síðastliðnum fékk hún pláss í daggæslu hjá dagmóður og en á þeim tíma var fæðingarorlofi foreldranna lokið og regla að komast á líf fjölskyldunnar. Þremur mánuðum síðar, eða í byrjun apríl hætti dagmóðirin störfum nær samstundis vegna óviðráðanlegra orsaka og missti Hrefna og þrjú önnur börn sem voru í sömu vistun, daggæsluplássin.Fjallað var um málið fyrst á Fréttablaðið.is í gær en þar gagnrýndu foreldrar Hrefnu úrræðaleysi Reykjavíkurborgar í daggæslumálum en nær ómögulegt er að fá pláss hjá dagforeldri og hefur þetta sett stórt strik rekstur heimilisins með tilheyrandi tekjumissi. „Það er ekkert hægt að gera fyrir okkur sem er svo leiðinlegt. Þegar svona kemur upp, dagmamman hættir fyrirvaralaust vegna veikinda, þá er ekkert verkferli sem tekur við og kemur á móts við foreldranna. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem að lenda allt í einu í þessu,“ segir Ottó Gunnarsson, faðir Hrefnu. Foreldrarnir segja að svör frá borginni til þeirra og hinna foreldranna sé öll á sama veg. „Bara þetta er voða leiðinlegt og gangi ykkur vel, þetta er ekki okkar mál. Það eru bara allir að reyna að halda vinnum og sönsum einhvern veginn,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, móðir Hrefnu. Anna og Ottó undrast að samningur sem þau gerðu við dagmóðurina sé merktur Reykjavíkurborg en að ábyrgð borgarinnar sé engin þegar foreldrar lenda svo í stöðu sem þessari. „Eðlilegast þætti mér að Reykjavíkurborg myndi koma með einhverjar lausn. Þó það væri ekki nema bara létta undir fjárhagslega eða hjálpa okkur á einhvern hátt bara á meðan ástandið er. Á meðan við erum ekki að finna dagmömmu,“ segir Anna. Skúli Þór Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarFormaður Skóla- og frístundaráðs segir að í borginni sé vinna í gangi við að fara kerfisbundið í gegnum þjónustu dagforeldra þar sem auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. „Þetta er eitt af því sem foreldrar hafa kvartað undan og haft miklar áhyggjur af að öryggi þjónustunnar sé svo lítið ef einhver óvænt til vik koma upp,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Útbúa á hvatakerfi til að ýta undir þá þróun að dagforeldrar vinni í auknu mæli tveir og tveir saman. Borgin mun þá mögulega leggja til húsnæði eða aðstöðuframlag. Skúli segir vinnuna mjög langt komna. „Ég reikna með að það muni bara verða lagt fyrir skóla- og frístundaráð strax í byrjun maí þannig að við getum innleitt þetta mjög fljótlega í kjölfarið,“ segir Skúli. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Foreldrar stúlku gagnrýna úrræðaleysi hjá Reykjavíkurborg en nýverið missti dóttir þeirra dagvistunarpláss sem hefur sett framfærslumöguleika fjölskyldunnar í uppnám. Formaður skóla og -frístundaráðs segir unnið sé að því að auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. Hrefna Þórunn er fimmtán mánaða. Í febrúar síðastliðnum fékk hún pláss í daggæslu hjá dagmóður og en á þeim tíma var fæðingarorlofi foreldranna lokið og regla að komast á líf fjölskyldunnar. Þremur mánuðum síðar, eða í byrjun apríl hætti dagmóðirin störfum nær samstundis vegna óviðráðanlegra orsaka og missti Hrefna og þrjú önnur börn sem voru í sömu vistun, daggæsluplássin.Fjallað var um málið fyrst á Fréttablaðið.is í gær en þar gagnrýndu foreldrar Hrefnu úrræðaleysi Reykjavíkurborgar í daggæslumálum en nær ómögulegt er að fá pláss hjá dagforeldri og hefur þetta sett stórt strik rekstur heimilisins með tilheyrandi tekjumissi. „Það er ekkert hægt að gera fyrir okkur sem er svo leiðinlegt. Þegar svona kemur upp, dagmamman hættir fyrirvaralaust vegna veikinda, þá er ekkert verkferli sem tekur við og kemur á móts við foreldranna. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem að lenda allt í einu í þessu,“ segir Ottó Gunnarsson, faðir Hrefnu. Foreldrarnir segja að svör frá borginni til þeirra og hinna foreldranna sé öll á sama veg. „Bara þetta er voða leiðinlegt og gangi ykkur vel, þetta er ekki okkar mál. Það eru bara allir að reyna að halda vinnum og sönsum einhvern veginn,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, móðir Hrefnu. Anna og Ottó undrast að samningur sem þau gerðu við dagmóðurina sé merktur Reykjavíkurborg en að ábyrgð borgarinnar sé engin þegar foreldrar lenda svo í stöðu sem þessari. „Eðlilegast þætti mér að Reykjavíkurborg myndi koma með einhverjar lausn. Þó það væri ekki nema bara létta undir fjárhagslega eða hjálpa okkur á einhvern hátt bara á meðan ástandið er. Á meðan við erum ekki að finna dagmömmu,“ segir Anna. Skúli Þór Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarFormaður Skóla- og frístundaráðs segir að í borginni sé vinna í gangi við að fara kerfisbundið í gegnum þjónustu dagforeldra þar sem auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. „Þetta er eitt af því sem foreldrar hafa kvartað undan og haft miklar áhyggjur af að öryggi þjónustunnar sé svo lítið ef einhver óvænt til vik koma upp,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Útbúa á hvatakerfi til að ýta undir þá þróun að dagforeldrar vinni í auknu mæli tveir og tveir saman. Borgin mun þá mögulega leggja til húsnæði eða aðstöðuframlag. Skúli segir vinnuna mjög langt komna. „Ég reikna með að það muni bara verða lagt fyrir skóla- og frístundaráð strax í byrjun maí þannig að við getum innleitt þetta mjög fljótlega í kjölfarið,“ segir Skúli.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira