Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu

Birgir Olgeirsson skrifar
ÞyrlaLandhelgisgæslunar við Landspítalann.
ÞyrlaLandhelgisgæslunar við Landspítalann. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Tvö umferðarslys urðu með stuttu millibili á tveim stöðum á landinu í dag og var vegum þar lokað á meðan unnið var við björgunar- og rannsóknarstörf á vettvangi.

Annar vegar var slys á Grindavíkurvegi skammt sunnan Seltjarnar þar sem þrjár bifreiðar rákust saman.

Hins vegar var slys á Norðurlandsvegi sunnan Blönduóss, skammt sunnan við Laxá á Ásum þar sem rákust saman tveir bílar. 

Lögreglan segir þrjá hafa slasast á Norðurlandsvegi en þeir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þeir sem slösuðust á Grindavíkurvegi voru fluttir með sjúkrabílum á bráðamóttökuna í Fossvogi og á Heilbrigðisstofnunina á Suðurnesjum í Reykjanesbæ. 

Norðurlandsvegur hefur verið opnaður og er búist við að Grindavíkurvegur verði opnaður innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×