Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Höskuldur Kári Schram skrifar 3. apríl 2018 18:45 Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. Gert er ráð fyrir því að utanríkisráðherra verði falið að gera skýrslu um málið og er þá vísað til skýrslu sem Norðmenn létu gera um EES-samninginn í byrjun þessa áratugar. Sú skýrsla vakti mikla athygli en helstu niðurstöðu hennar voru að EES samningurinn hafi falið í sér meira framsal á fullveldi en innganga í Evrópusambandið. Samningurinn hafi þó haft jákvæð áhrif á norskt efnahagslíf. Það er Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins sem óskar eftir skýrslunni en með honum eru flokkssystkini hans og þingmenn úr Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Ólafur segir eðlilegt að Íslendingar leggi mat á stöðuna þar sem um mikla hagsmuni sé að ræða. „Evrópumálin eru á fleygiferð eins og allir þekkja. Við sjáum Brexit, við sjáum að núna er komið upp stórmál varðandi raforkumálin á vettvangi Evrópusambandsins. Norðmenn þekkja það mjög vel og síðan mætti áfram telja,“ segir Ólafur. Hann segir að ESS-samningurinn hafi markað tímamót hér á landi og í megindráttum haft jákvæð áhrif. „En það þýðir ekki það að við eigum ekki að vega og meta árangurinn af þessu starfi. Meta kosti og galla eins og það er orðað ekki síst með tilliti til framtíðar. Ég ítreka og undirstrika þá miklu hagsmuni sem við eigum að gæta gagnvart Evrópu þannig að ég tel að þessi tillaga sé ákaflega tímabær,“ segir Ólafur Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. Gert er ráð fyrir því að utanríkisráðherra verði falið að gera skýrslu um málið og er þá vísað til skýrslu sem Norðmenn létu gera um EES-samninginn í byrjun þessa áratugar. Sú skýrsla vakti mikla athygli en helstu niðurstöðu hennar voru að EES samningurinn hafi falið í sér meira framsal á fullveldi en innganga í Evrópusambandið. Samningurinn hafi þó haft jákvæð áhrif á norskt efnahagslíf. Það er Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins sem óskar eftir skýrslunni en með honum eru flokkssystkini hans og þingmenn úr Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Ólafur segir eðlilegt að Íslendingar leggi mat á stöðuna þar sem um mikla hagsmuni sé að ræða. „Evrópumálin eru á fleygiferð eins og allir þekkja. Við sjáum Brexit, við sjáum að núna er komið upp stórmál varðandi raforkumálin á vettvangi Evrópusambandsins. Norðmenn þekkja það mjög vel og síðan mætti áfram telja,“ segir Ólafur. Hann segir að ESS-samningurinn hafi markað tímamót hér á landi og í megindráttum haft jákvæð áhrif. „En það þýðir ekki það að við eigum ekki að vega og meta árangurinn af þessu starfi. Meta kosti og galla eins og það er orðað ekki síst með tilliti til framtíðar. Ég ítreka og undirstrika þá miklu hagsmuni sem við eigum að gæta gagnvart Evrópu þannig að ég tel að þessi tillaga sé ákaflega tímabær,“ segir Ólafur
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira