Úðakerfi hefði verið heppilegt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2018 19:30 Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í Garðabæ þar sem eldhreiður leynast víða í rústunum og aðgengi er erfitt sökum mikillar hrunhættu. Til stóð að afhenda lögreglu vettvanginn í dag til rannsókna en það hefur dregist. Slökkviliðsstjóri segir því ekkert hægt að staðfesta með eldsupptök. Stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir að skýrsla hafi verið tekin af fjórum mönnum. Þremur sem voru á lager Icewear þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og öðrum sem var handtekinn í gær vegna málsins. Honum var þó fljótlega sleppt enda sýnt fram á að hann átti einungis erindi í sína geymslu. „En svo það komi skýrt fram að þá eru engar grunsemdir um neitt saknæmt í þessu," segir Sævar Jónsson stöðvarstjóri.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.Mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að rannsaka stórbruna og þá meðal annars hvort hnökrar hafi verið á slökkvistarfi og hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi. Forstjóri bendir á að í miðrýminu hafi áður verið upptökuver Latabæjar þar sem lítið var um eldmat. „Síðan breyta menn algjörlega um starfsemi þarna og fara þarna inn með gríðarlega mikið af brennanlegu efni og þá er nú ráð að endurskoða brunavarnir," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var síðasta eldvarnarúttekt gerð í janúar 2015 en Icewear flutti starfsemi sína í húsið í lok sama árs. Kröfur um brunavarnir fara eftir starfsemi og þarf annað hvort úðakerfi eða brunahólfun sem heldur í 60 eða 90 mínútur að vera til staðar. Í þessu húsnæði var ekkert úðakerfi. „Miðað við starfsemina þarna hefði verið mjög heppilegt að hafa úðakerfi í húsinu," segir Björn. Tjónið er metið á annan milljarð króna en stærsti hluti hússins sem er að mestu í eigu Regins er tryggður hjá VÍS. Um 200 geymslur voru í húsinu og voru margir leigutakar einnig með heimilistryggingar hjá félaginu. Að sögn hópstjóra tjóna hjá VÍS ættu þeir sem voru geyma hlutina til skemmri tíma að fá 15% tjónsins bætt og þeir sem framlengdu heimilistryggingar ættu að fá það að fullu. Félaginu hafa borist tugir fyrirspurna í dag og virðast fæstir fá tjónið bætt. „Því miður er það nú ekki algengt en ég veit um tvö tilvik þar sem svoleiðis er," segir Þorsteinn Þorsteinsson, hópstjóri tjóna hja VÍS. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í Garðabæ þar sem eldhreiður leynast víða í rústunum og aðgengi er erfitt sökum mikillar hrunhættu. Til stóð að afhenda lögreglu vettvanginn í dag til rannsókna en það hefur dregist. Slökkviliðsstjóri segir því ekkert hægt að staðfesta með eldsupptök. Stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir að skýrsla hafi verið tekin af fjórum mönnum. Þremur sem voru á lager Icewear þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og öðrum sem var handtekinn í gær vegna málsins. Honum var þó fljótlega sleppt enda sýnt fram á að hann átti einungis erindi í sína geymslu. „En svo það komi skýrt fram að þá eru engar grunsemdir um neitt saknæmt í þessu," segir Sævar Jónsson stöðvarstjóri.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.Mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að rannsaka stórbruna og þá meðal annars hvort hnökrar hafi verið á slökkvistarfi og hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi. Forstjóri bendir á að í miðrýminu hafi áður verið upptökuver Latabæjar þar sem lítið var um eldmat. „Síðan breyta menn algjörlega um starfsemi þarna og fara þarna inn með gríðarlega mikið af brennanlegu efni og þá er nú ráð að endurskoða brunavarnir," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var síðasta eldvarnarúttekt gerð í janúar 2015 en Icewear flutti starfsemi sína í húsið í lok sama árs. Kröfur um brunavarnir fara eftir starfsemi og þarf annað hvort úðakerfi eða brunahólfun sem heldur í 60 eða 90 mínútur að vera til staðar. Í þessu húsnæði var ekkert úðakerfi. „Miðað við starfsemina þarna hefði verið mjög heppilegt að hafa úðakerfi í húsinu," segir Björn. Tjónið er metið á annan milljarð króna en stærsti hluti hússins sem er að mestu í eigu Regins er tryggður hjá VÍS. Um 200 geymslur voru í húsinu og voru margir leigutakar einnig með heimilistryggingar hjá félaginu. Að sögn hópstjóra tjóna hjá VÍS ættu þeir sem voru geyma hlutina til skemmri tíma að fá 15% tjónsins bætt og þeir sem framlengdu heimilistryggingar ættu að fá það að fullu. Félaginu hafa borist tugir fyrirspurna í dag og virðast fæstir fá tjónið bætt. „Því miður er það nú ekki algengt en ég veit um tvö tilvik þar sem svoleiðis er," segir Þorsteinn Þorsteinsson, hópstjóri tjóna hja VÍS.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira