Úðakerfi hefði verið heppilegt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2018 19:30 Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í Garðabæ þar sem eldhreiður leynast víða í rústunum og aðgengi er erfitt sökum mikillar hrunhættu. Til stóð að afhenda lögreglu vettvanginn í dag til rannsókna en það hefur dregist. Slökkviliðsstjóri segir því ekkert hægt að staðfesta með eldsupptök. Stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir að skýrsla hafi verið tekin af fjórum mönnum. Þremur sem voru á lager Icewear þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og öðrum sem var handtekinn í gær vegna málsins. Honum var þó fljótlega sleppt enda sýnt fram á að hann átti einungis erindi í sína geymslu. „En svo það komi skýrt fram að þá eru engar grunsemdir um neitt saknæmt í þessu," segir Sævar Jónsson stöðvarstjóri.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.Mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að rannsaka stórbruna og þá meðal annars hvort hnökrar hafi verið á slökkvistarfi og hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi. Forstjóri bendir á að í miðrýminu hafi áður verið upptökuver Latabæjar þar sem lítið var um eldmat. „Síðan breyta menn algjörlega um starfsemi þarna og fara þarna inn með gríðarlega mikið af brennanlegu efni og þá er nú ráð að endurskoða brunavarnir," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var síðasta eldvarnarúttekt gerð í janúar 2015 en Icewear flutti starfsemi sína í húsið í lok sama árs. Kröfur um brunavarnir fara eftir starfsemi og þarf annað hvort úðakerfi eða brunahólfun sem heldur í 60 eða 90 mínútur að vera til staðar. Í þessu húsnæði var ekkert úðakerfi. „Miðað við starfsemina þarna hefði verið mjög heppilegt að hafa úðakerfi í húsinu," segir Björn. Tjónið er metið á annan milljarð króna en stærsti hluti hússins sem er að mestu í eigu Regins er tryggður hjá VÍS. Um 200 geymslur voru í húsinu og voru margir leigutakar einnig með heimilistryggingar hjá félaginu. Að sögn hópstjóra tjóna hjá VÍS ættu þeir sem voru geyma hlutina til skemmri tíma að fá 15% tjónsins bætt og þeir sem framlengdu heimilistryggingar ættu að fá það að fullu. Félaginu hafa borist tugir fyrirspurna í dag og virðast fæstir fá tjónið bætt. „Því miður er það nú ekki algengt en ég veit um tvö tilvik þar sem svoleiðis er," segir Þorsteinn Þorsteinsson, hópstjóri tjóna hja VÍS. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í Garðabæ þar sem eldhreiður leynast víða í rústunum og aðgengi er erfitt sökum mikillar hrunhættu. Til stóð að afhenda lögreglu vettvanginn í dag til rannsókna en það hefur dregist. Slökkviliðsstjóri segir því ekkert hægt að staðfesta með eldsupptök. Stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir að skýrsla hafi verið tekin af fjórum mönnum. Þremur sem voru á lager Icewear þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og öðrum sem var handtekinn í gær vegna málsins. Honum var þó fljótlega sleppt enda sýnt fram á að hann átti einungis erindi í sína geymslu. „En svo það komi skýrt fram að þá eru engar grunsemdir um neitt saknæmt í þessu," segir Sævar Jónsson stöðvarstjóri.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.Mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að rannsaka stórbruna og þá meðal annars hvort hnökrar hafi verið á slökkvistarfi og hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi. Forstjóri bendir á að í miðrýminu hafi áður verið upptökuver Latabæjar þar sem lítið var um eldmat. „Síðan breyta menn algjörlega um starfsemi þarna og fara þarna inn með gríðarlega mikið af brennanlegu efni og þá er nú ráð að endurskoða brunavarnir," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var síðasta eldvarnarúttekt gerð í janúar 2015 en Icewear flutti starfsemi sína í húsið í lok sama árs. Kröfur um brunavarnir fara eftir starfsemi og þarf annað hvort úðakerfi eða brunahólfun sem heldur í 60 eða 90 mínútur að vera til staðar. Í þessu húsnæði var ekkert úðakerfi. „Miðað við starfsemina þarna hefði verið mjög heppilegt að hafa úðakerfi í húsinu," segir Björn. Tjónið er metið á annan milljarð króna en stærsti hluti hússins sem er að mestu í eigu Regins er tryggður hjá VÍS. Um 200 geymslur voru í húsinu og voru margir leigutakar einnig með heimilistryggingar hjá félaginu. Að sögn hópstjóra tjóna hjá VÍS ættu þeir sem voru geyma hlutina til skemmri tíma að fá 15% tjónsins bætt og þeir sem framlengdu heimilistryggingar ættu að fá það að fullu. Félaginu hafa borist tugir fyrirspurna í dag og virðast fæstir fá tjónið bætt. „Því miður er það nú ekki algengt en ég veit um tvö tilvik þar sem svoleiðis er," segir Þorsteinn Þorsteinsson, hópstjóri tjóna hja VÍS.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira