Innlent

Sendu slökkviliðsmönnum hjartnæmar kveðjur eftir brunann í Miðhrauni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Teikningar barnanna voru hengdar upp á slökkvistöðinni.
Teikningar barnanna voru hengdar upp á slökkvistöðinni. Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu
Nemendur í fyrsta og þriðja bekk í Setbergsskóla sendu fallegan glaðning á slökkvistöðina í Hafnarfirði eftir stórbrunann í Miðhrauni á fimmtudag. Meira en hundrað slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðinni, en bruninn er sá stærsti hér á landi síðan árið 2014. Í sendingu barnanna mátti finna þakkarskeyti, teiknaðar myndir og hjartnæmar kveðjur.

Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu
„Keðjurnar vöktu mikla gleði og veita okkur hvatningu til frekari starfa,“ segir meðal annars í Facebook-færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru birtar nokkrar myndir af þessari fallegu gjöf.

Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu
Eitraður reykur og mengun frá eldsvoðanum barst víða og voru leik- og grunnskólabörn í nágrenni brunans látin halda sig inni á fimmtudag á meðan slökkvilið barðist við að ná tökum á eldinum. Aðstæður slökkviliðsmanna á vettvangi voru gríðarlega erfiðar og krefjandi. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×