Vantreystir ríkisstjórninni og vill fella hana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2018 17:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talaði tæpitungulaust um viðhorf sitt í garð ríkisstjórnarinnar. Vísir/Anton „Ég styð ekki þessa ríkisstjórn. Ég vantreysti ríkisstjórninni og ráðherrum hennar, almennt, og vil fella hana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, þegar hann er spurður hvort hann hafi greitt atkvæði með vantrauststillögu á dómsmálaráðherra gegn eigin sannfæringu. Sigmundur var gestur Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns allsherjar-og menntamálanefndar, í nýja þættinum Þingvellir sem er á útvarpsstöðinni K100. Aðspurður hvort Sigmundi hefði ekki þótt raunverulegt tilefni til vantrausts á ráðherra, flokkssystur Páls þáttastjórnanda, segir Sigmundur að honum finnist almennt ekki góður bragur yfir því að lýsa yfir vantrausti á einn ráðherra. Hann hefði fremur viljað standa þannig að málum að vantraustið hefði náð utan um ríkisstjórnina í heild sinni. Sigmundur segir þó að atkvæðagreiðslan hafi leitt það í ljós að ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt þýði það í raun að ríkisstjórnin sé fallin því hún hafi ekki stuðning 35 þingmanna eins og áður var talið heldur 33. „Ég er tilbúinn að styðja vantraust á ríkisstjórnina alla, eða einstaka ráðherra, á morgun. Ég styð ekki þessa ríkisstjórn, ég er í andstöðu við hana og ég vil fella hana,“ segir Sigmundur til að útskýra hvers vegna hann greiddi atkvæði með tillögunni. Hann hefði þó frekar talið tilefni til þess að lýsa yfir vantrausti á aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar umfram dómsmálaráðherra. Sigmundur segir að hann hafi ekki verið beðinn um að veita ríkisstjórninni hlutleysi og ítrekar að hann sé í beinni andstöðu við hana. Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
„Ég styð ekki þessa ríkisstjórn. Ég vantreysti ríkisstjórninni og ráðherrum hennar, almennt, og vil fella hana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, þegar hann er spurður hvort hann hafi greitt atkvæði með vantrauststillögu á dómsmálaráðherra gegn eigin sannfæringu. Sigmundur var gestur Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns allsherjar-og menntamálanefndar, í nýja þættinum Þingvellir sem er á útvarpsstöðinni K100. Aðspurður hvort Sigmundi hefði ekki þótt raunverulegt tilefni til vantrausts á ráðherra, flokkssystur Páls þáttastjórnanda, segir Sigmundur að honum finnist almennt ekki góður bragur yfir því að lýsa yfir vantrausti á einn ráðherra. Hann hefði fremur viljað standa þannig að málum að vantraustið hefði náð utan um ríkisstjórnina í heild sinni. Sigmundur segir þó að atkvæðagreiðslan hafi leitt það í ljós að ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt þýði það í raun að ríkisstjórnin sé fallin því hún hafi ekki stuðning 35 þingmanna eins og áður var talið heldur 33. „Ég er tilbúinn að styðja vantraust á ríkisstjórnina alla, eða einstaka ráðherra, á morgun. Ég styð ekki þessa ríkisstjórn, ég er í andstöðu við hana og ég vil fella hana,“ segir Sigmundur til að útskýra hvers vegna hann greiddi atkvæði með tillögunni. Hann hefði þó frekar talið tilefni til þess að lýsa yfir vantrausti á aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar umfram dómsmálaráðherra. Sigmundur segir að hann hafi ekki verið beðinn um að veita ríkisstjórninni hlutleysi og ítrekar að hann sé í beinni andstöðu við hana.
Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14