Vantreystir ríkisstjórninni og vill fella hana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2018 17:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talaði tæpitungulaust um viðhorf sitt í garð ríkisstjórnarinnar. Vísir/Anton „Ég styð ekki þessa ríkisstjórn. Ég vantreysti ríkisstjórninni og ráðherrum hennar, almennt, og vil fella hana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, þegar hann er spurður hvort hann hafi greitt atkvæði með vantrauststillögu á dómsmálaráðherra gegn eigin sannfæringu. Sigmundur var gestur Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns allsherjar-og menntamálanefndar, í nýja þættinum Þingvellir sem er á útvarpsstöðinni K100. Aðspurður hvort Sigmundi hefði ekki þótt raunverulegt tilefni til vantrausts á ráðherra, flokkssystur Páls þáttastjórnanda, segir Sigmundur að honum finnist almennt ekki góður bragur yfir því að lýsa yfir vantrausti á einn ráðherra. Hann hefði fremur viljað standa þannig að málum að vantraustið hefði náð utan um ríkisstjórnina í heild sinni. Sigmundur segir þó að atkvæðagreiðslan hafi leitt það í ljós að ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt þýði það í raun að ríkisstjórnin sé fallin því hún hafi ekki stuðning 35 þingmanna eins og áður var talið heldur 33. „Ég er tilbúinn að styðja vantraust á ríkisstjórnina alla, eða einstaka ráðherra, á morgun. Ég styð ekki þessa ríkisstjórn, ég er í andstöðu við hana og ég vil fella hana,“ segir Sigmundur til að útskýra hvers vegna hann greiddi atkvæði með tillögunni. Hann hefði þó frekar talið tilefni til þess að lýsa yfir vantrausti á aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar umfram dómsmálaráðherra. Sigmundur segir að hann hafi ekki verið beðinn um að veita ríkisstjórninni hlutleysi og ítrekar að hann sé í beinni andstöðu við hana. Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
„Ég styð ekki þessa ríkisstjórn. Ég vantreysti ríkisstjórninni og ráðherrum hennar, almennt, og vil fella hana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, þegar hann er spurður hvort hann hafi greitt atkvæði með vantrauststillögu á dómsmálaráðherra gegn eigin sannfæringu. Sigmundur var gestur Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns allsherjar-og menntamálanefndar, í nýja þættinum Þingvellir sem er á útvarpsstöðinni K100. Aðspurður hvort Sigmundi hefði ekki þótt raunverulegt tilefni til vantrausts á ráðherra, flokkssystur Páls þáttastjórnanda, segir Sigmundur að honum finnist almennt ekki góður bragur yfir því að lýsa yfir vantrausti á einn ráðherra. Hann hefði fremur viljað standa þannig að málum að vantraustið hefði náð utan um ríkisstjórnina í heild sinni. Sigmundur segir þó að atkvæðagreiðslan hafi leitt það í ljós að ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt þýði það í raun að ríkisstjórnin sé fallin því hún hafi ekki stuðning 35 þingmanna eins og áður var talið heldur 33. „Ég er tilbúinn að styðja vantraust á ríkisstjórnina alla, eða einstaka ráðherra, á morgun. Ég styð ekki þessa ríkisstjórn, ég er í andstöðu við hana og ég vil fella hana,“ segir Sigmundur til að útskýra hvers vegna hann greiddi atkvæði með tillögunni. Hann hefði þó frekar talið tilefni til þess að lýsa yfir vantrausti á aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar umfram dómsmálaráðherra. Sigmundur segir að hann hafi ekki verið beðinn um að veita ríkisstjórninni hlutleysi og ítrekar að hann sé í beinni andstöðu við hana.
Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14