„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 21:30 Sigvaldi er faðir pilts á átjánda ári og segir hann kerfið hafa brugðist honum og fjölskyldunni síðustu ár vísir Foreldrar pilts á átjánda ári sendu opið bréf á alla þingmenn í dag þar sem þau benda á misbresti í barnaverndarkerfinu. Sonur þeirra hefur verið í miklum vímuefnavanda síðustu fjögur ár. „Okkar barn hefði þurft aðstoð en ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði eru. Það er frábært starfsfólk í kerfinu sem eru því miður að vinna í kerfi sem erfitt er að vinna í. Við erum að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og ólík vandamál og blanda saman börnum frá tólf til átján ára, sem eiga enga samleið," segir Sigvaldi Sigurbjörnsson, faðir piltsins. Hann segir síðustu fjögur ár hafa verið afar erfið og að fleiri líf séu í húfi en barnsins sem sé í vanda, enda taki úrræðaleysi sinn toll af allri fjölskyldunni. „Sérstaklega á systkinin. Þau vita aldrei hvort systkini sitt komi heim aftur, lifandi.“ Í bréfinu gagnrýna foreldrarnir Barnaverndarstofu harðlega og úrræðaleysi þar en í fréttum síðustu daga hefur verið sagt frá því að átta af tíu meðferðarheimilum hafi lokað á síðustu árum. Það er þó ekki alveg rétt. Á síðustu 18 árum hefur meðferðarheimilum sannarlega fækkað, úr níu í þrjú. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, segir fækkunina einfaldlega skýrast af minni eftirspurn. Það sé til að mynda laus pláss á tveimur meðferðarheimilum úti á landi í dag þrátt fyrir að það sé yfirfullt á neyðarvistun Stuðla. „Við hörmum það mjög að hafa þurft að vísa börnum frá neyðarvistuninni og við erum núna að fara yfir það með Stuðlum og barnaverndarnefndum hvenær sé verið að vista endurtekið sömu börn, börn sem gætu fengið vistun á meðferðarheimili,“ segir Halldór. „Af einhverjum ástæðum dregur annað hvort úr áhuga barnaverndarnefnda á að sækjast eftir plássum á meðferðarheimilum eða að þau komast ekki yfir það að vinna málin til enda. Við vitum það ekki.“Halldór Hauksson hjá Barnaverndarstofu segir hugmyndir fólks um meðferð hafa breyst og nú fari þær meira fram á heimili barnsins eða að minnsta kosti í nærumhverfi en lóð fáist ekki fyrir nýtt meðferðarheimili í Reykjavíkvísir/skjáskotStrandar á lóðinni Um 80% barnaverndarmála koma upp á Suðvesturhorninu og hefur eftirspurn um meðferð í nærumhverfi aukist verulega síðustu ár. Halldór segir að því sé mætt með meðferðarúrræði á Stuðlum og MST-meðferð sem fer fram á heimili barnsins. En að þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu sé sannarlega til staðar en nýtt heimili hefur verið í smíðum frá haustinu 2015. „Við erum búin að gera alla heimavinnu sem að okkur snýr en þetta hefur verið fast annars staðar í kerfinu. Og nú er það þannig að við leitum að lóð og höfum leitað til sveitarfélaga eftir lóðum, fáum góðar undirtektir en því miður hefur ekkert gerst ennþá," segir Halldór.Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Sjá meira
Foreldrar pilts á átjánda ári sendu opið bréf á alla þingmenn í dag þar sem þau benda á misbresti í barnaverndarkerfinu. Sonur þeirra hefur verið í miklum vímuefnavanda síðustu fjögur ár. „Okkar barn hefði þurft aðstoð en ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði eru. Það er frábært starfsfólk í kerfinu sem eru því miður að vinna í kerfi sem erfitt er að vinna í. Við erum að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og ólík vandamál og blanda saman börnum frá tólf til átján ára, sem eiga enga samleið," segir Sigvaldi Sigurbjörnsson, faðir piltsins. Hann segir síðustu fjögur ár hafa verið afar erfið og að fleiri líf séu í húfi en barnsins sem sé í vanda, enda taki úrræðaleysi sinn toll af allri fjölskyldunni. „Sérstaklega á systkinin. Þau vita aldrei hvort systkini sitt komi heim aftur, lifandi.“ Í bréfinu gagnrýna foreldrarnir Barnaverndarstofu harðlega og úrræðaleysi þar en í fréttum síðustu daga hefur verið sagt frá því að átta af tíu meðferðarheimilum hafi lokað á síðustu árum. Það er þó ekki alveg rétt. Á síðustu 18 árum hefur meðferðarheimilum sannarlega fækkað, úr níu í þrjú. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, segir fækkunina einfaldlega skýrast af minni eftirspurn. Það sé til að mynda laus pláss á tveimur meðferðarheimilum úti á landi í dag þrátt fyrir að það sé yfirfullt á neyðarvistun Stuðla. „Við hörmum það mjög að hafa þurft að vísa börnum frá neyðarvistuninni og við erum núna að fara yfir það með Stuðlum og barnaverndarnefndum hvenær sé verið að vista endurtekið sömu börn, börn sem gætu fengið vistun á meðferðarheimili,“ segir Halldór. „Af einhverjum ástæðum dregur annað hvort úr áhuga barnaverndarnefnda á að sækjast eftir plássum á meðferðarheimilum eða að þau komast ekki yfir það að vinna málin til enda. Við vitum það ekki.“Halldór Hauksson hjá Barnaverndarstofu segir hugmyndir fólks um meðferð hafa breyst og nú fari þær meira fram á heimili barnsins eða að minnsta kosti í nærumhverfi en lóð fáist ekki fyrir nýtt meðferðarheimili í Reykjavíkvísir/skjáskotStrandar á lóðinni Um 80% barnaverndarmála koma upp á Suðvesturhorninu og hefur eftirspurn um meðferð í nærumhverfi aukist verulega síðustu ár. Halldór segir að því sé mætt með meðferðarúrræði á Stuðlum og MST-meðferð sem fer fram á heimili barnsins. En að þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu sé sannarlega til staðar en nýtt heimili hefur verið í smíðum frá haustinu 2015. „Við erum búin að gera alla heimavinnu sem að okkur snýr en þetta hefur verið fast annars staðar í kerfinu. Og nú er það þannig að við leitum að lóð og höfum leitað til sveitarfélaga eftir lóðum, fáum góðar undirtektir en því miður hefur ekkert gerst ennþá," segir Halldór.Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16