Hjálpaði sjálfur til við björgunina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2018 13:20 Sautján tonna beltagrafa valt ofan af vélarvagni og ofan á mann við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra. Vísir Maðurinn sem lenti undir gröfu við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í gærkvöldi hlaut nokkur beinbrot en er annars við ágæta heilsu. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr.Sjá einnig: 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Brunavarnir Rangárþings og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi þegar sautján tonna beltagrafa valt ofan af vélarvagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra. Grafan lenti ofan á manni sem hafði unnið að því að ná gröfunni af vagninum. Alls tóku á bilinu þrjátíu til fjörtíu slökkviliðs-, björgunarsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að viðbragðsaðilar hafi þurft að nota öll sín tæki og tól til þess að ná manninum undan gröfunni. „Svo eru bændur þarna í kring sem koma með dráttarvélar og lyftara. Þessir hreinlega vaða bara á vélina og með því tekst að lyfta henni nægilega til þess að hægt sé að klippa ökumannshúsið og draga hann undan vélinni.“Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi.VísirÞá segir Oddur að maðurinn hafi verið með meðvitund allan tímann sem björgunaraðgerðir stóðu yfir. „Hann var sjálfur að aðstoða við björgunina. Hann var sjálfur að hreyfa sig og toga sig til þannig að hægt væri að ná honum út. Það var alltaf ljós í myrkrinu að ef okkur tækista að ná honum út væri til mikils að vinna,“ segir Oddur. Maðurinn var fastur undir gröfunni í um eina klukkustund og var síðan fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann til aðhlynningar. Hann hlaut nokkur beinbrot en er annars talinn við ágæta heilsu og segir Oddur það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Hann er inniliggjandi ennþá á spítala og verður það væntanlega í einhverja daga en útlitið er nokkuð bjart,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Tengdar fréttir 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Björgunaraðgerðir gengu vel og maðurinn var fluttur á slysadeild í Fossvogi 30. mars 2018 00:45 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Maðurinn sem lenti undir gröfu við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í gærkvöldi hlaut nokkur beinbrot en er annars við ágæta heilsu. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr.Sjá einnig: 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Brunavarnir Rangárþings og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi þegar sautján tonna beltagrafa valt ofan af vélarvagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra. Grafan lenti ofan á manni sem hafði unnið að því að ná gröfunni af vagninum. Alls tóku á bilinu þrjátíu til fjörtíu slökkviliðs-, björgunarsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að viðbragðsaðilar hafi þurft að nota öll sín tæki og tól til þess að ná manninum undan gröfunni. „Svo eru bændur þarna í kring sem koma með dráttarvélar og lyftara. Þessir hreinlega vaða bara á vélina og með því tekst að lyfta henni nægilega til þess að hægt sé að klippa ökumannshúsið og draga hann undan vélinni.“Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi.VísirÞá segir Oddur að maðurinn hafi verið með meðvitund allan tímann sem björgunaraðgerðir stóðu yfir. „Hann var sjálfur að aðstoða við björgunina. Hann var sjálfur að hreyfa sig og toga sig til þannig að hægt væri að ná honum út. Það var alltaf ljós í myrkrinu að ef okkur tækista að ná honum út væri til mikils að vinna,“ segir Oddur. Maðurinn var fastur undir gröfunni í um eina klukkustund og var síðan fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann til aðhlynningar. Hann hlaut nokkur beinbrot en er annars talinn við ágæta heilsu og segir Oddur það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Hann er inniliggjandi ennþá á spítala og verður það væntanlega í einhverja daga en útlitið er nokkuð bjart,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.
Tengdar fréttir 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Björgunaraðgerðir gengu vel og maðurinn var fluttur á slysadeild í Fossvogi 30. mars 2018 00:45 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Björgunaraðgerðir gengu vel og maðurinn var fluttur á slysadeild í Fossvogi 30. mars 2018 00:45